Kjaradeilu BSRB við sveitarfélögin einnig vísað til ríkissáttasemjara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2019 14:17 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Aldís Pálsdóttir Aðildarfélög BSRB sem eiga í kjarasamningsviðræðum við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað viðræðunum til ríkissáttasemjara. Í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum við ríkið og í framhaldinu hófst ferli aðildarfélaganna um vísun deilnanna til ríkissáttasemjara. „Okkar áherslur hafa legið fyrir í hálft ár eða allt frá því síðustu kjarasamningar runnu út. Kröfurnar eru þær sömu gagnvart ríkinu, Reykjavíkurborg og Sambandinu og því er það eðlilegt skref að ríkissáttasemjari taki við verkstjórninni og þannig sé gætt að samræmi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilkynningu frá félaginu. Kjarasamningar flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í lok mars og hafa fundir staðið yfir frá því um það leyti. „Það er auðvitað miður að vera svo gott sem á sama stað í umræðu um styttingu vinnuvikunnar sex mánuðum síðar en ég er vongóð um að nú komist málin á hreyfingu,“ segir Sonja. Þá eigi enn eftir að taka til umræðu jöfnun launa milli markaða, launaþróunartryggingu og launaliðinn. BSRB hafi lagt þunga áherslu á að samið verði um jöfnun launa milli opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna, enda sé skýrt kveðið á um jöfnun launa milli markaða í samkomulagi sem gert var í tengslum við breytingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna árið 2016. Í samkomulaginu hafi ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að leiðrétta launamuninn innan tíu ára. Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. 27. september 2019 08:15 Kjaradeilu við ríkið vísað til ríkissáttasemjara Samningseiningar BSRB funduðu í dag eftir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið í gær. Niðurstaða fundarins var sú að vísa kjaradeilunni við ríki til ríkissáttasemjara. 25. september 2019 17:15 Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. 25. september 2019 13:14 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Aðildarfélög BSRB sem eiga í kjarasamningsviðræðum við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað viðræðunum til ríkissáttasemjara. Í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum við ríkið og í framhaldinu hófst ferli aðildarfélaganna um vísun deilnanna til ríkissáttasemjara. „Okkar áherslur hafa legið fyrir í hálft ár eða allt frá því síðustu kjarasamningar runnu út. Kröfurnar eru þær sömu gagnvart ríkinu, Reykjavíkurborg og Sambandinu og því er það eðlilegt skref að ríkissáttasemjari taki við verkstjórninni og þannig sé gætt að samræmi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilkynningu frá félaginu. Kjarasamningar flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í lok mars og hafa fundir staðið yfir frá því um það leyti. „Það er auðvitað miður að vera svo gott sem á sama stað í umræðu um styttingu vinnuvikunnar sex mánuðum síðar en ég er vongóð um að nú komist málin á hreyfingu,“ segir Sonja. Þá eigi enn eftir að taka til umræðu jöfnun launa milli markaða, launaþróunartryggingu og launaliðinn. BSRB hafi lagt þunga áherslu á að samið verði um jöfnun launa milli opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna, enda sé skýrt kveðið á um jöfnun launa milli markaða í samkomulagi sem gert var í tengslum við breytingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna árið 2016. Í samkomulaginu hafi ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að leiðrétta launamuninn innan tíu ára.
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. 27. september 2019 08:15 Kjaradeilu við ríkið vísað til ríkissáttasemjara Samningseiningar BSRB funduðu í dag eftir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið í gær. Niðurstaða fundarins var sú að vísa kjaradeilunni við ríki til ríkissáttasemjara. 25. september 2019 17:15 Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. 25. september 2019 13:14 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. 27. september 2019 08:15
Kjaradeilu við ríkið vísað til ríkissáttasemjara Samningseiningar BSRB funduðu í dag eftir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið í gær. Niðurstaða fundarins var sú að vísa kjaradeilunni við ríki til ríkissáttasemjara. 25. september 2019 17:15
Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. 25. september 2019 13:14