Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 29-29 | Sanngjarnt jafntefli í Hafnarfjarðarslagnum Benedikt Grétarsson skrifar 9. október 2019 22:00 Baráttan um Hafnarfjörð endaði í jafntefli visir/bára Hafnfirðingar geta mætt nokkuð sáttir á kaffistofuna í fyrramálið eftir að Haukar og FH gerðu stórmeistarajafntefli í frábærum handboltaleik sem leikinn var að Ásvöllum. Lokatölur urðu 29-29 og óhætt að segja að allt hafi verið á suðupunkti undir lok leiksins. Hafnarfjarðarslagurinn er alltaf leikur sem handboltaáhugafólk bíður eftir og á því varð engin breyting í kvöld. Liðin ná yfirleitt að galdra fram spennu og baráttu em ekki sést alltaf í öðrum leikjum og á köflum var skemmtileg undiralda á vellinum. Haukar voru heilt yfir betri í fyrri hálfleik en stórleikur Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, sá til þess að FH var aldrei langt undan. Bjarni skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik og ætti eiginlega að sækja um einkaleyfi á þessari „djúpu“ fintu sinni. Gömlu brýnin Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson náðu að tengja vel undir lok fyrri hálfleiks og það skilaði Haukum þriggja marka forystu að loknum 30 mínútna leik, 14-11. Sigursteinn Arndal hefur lesið vel yfir sínum mönnum í hálfleiksræðunni, því að það tók FH aðeins rúmar fjórar mínútur að jafna metin í 15-15. Gestirnir héldu áfram að þjarma að Haukum, sem voru í miklum vandræðum sóknarlega gegn hreyfanlegri vörn FH. Þessi góði kafli skilaði FH tveggja marka forystu í stöðunni 19-21 og á þessum kafla var ekkert sem benti til annars en að FH myndi klára þennan leik. Þá komu nokkrar brottvísanir á FH og Adam Haukur Baumruk skoraði fjögur mörk í röð. Nú voru það Haukarnir sem voru komnir með yfirhöndina og allt á suðupunkti á Ásvöllum. Spennan var gríðarleg á loka-andartökum leiksins og svo virtist sem Haukar væru að klára þetta með marki Einars Péturs Péturssonar um 30 sekúndum fyrir leikslok. Gamli Haukamaðurinn, Einar Rafn Eiðsson jafnaði hins vegar leikinn örfáum andartökum síðar með fallegu marki úr horninu og jafntefli því staðreynd. Kannski sanngjörn úrslit þegar allt kemur til alls.Af hverju varð jafntefli? Þetta var leikur tveggja góðra handboltaliða úr sama bæjarfélagi. Það er alltaf líklegt að slíkir leikir ráðist á smáatriðum og jafnvel endi sem stórmeistara-jafntefli. Liðin voru bara jöfn í svo mörgum þáttum leiksins að líklega var jafntefli það eina sem gat komið upp úr hattinum.Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Ófeigur var frábær í fyrri hálfleik hjá FH en það dró örlítið af honum í seinni hálfleik. Ásbjörn Friðriksson var geggjaður í seinni hálfleik. Adam Haukur átti frábæran kafla í seinni hálfleik fyrir Hauka og hornamennirnir Einar Pétur og Brynjólfur nýttu færin sín vel.Hvað gekk illa? Markvarsla FH var ekki góð í þessum leik. Grétar Ari varði 13 bolta fyrir Hauka en markmenn FH vörðu aðeins sjö skot samtals. Það er kannski með ólíkindum að FH hafi fengið eitt stig með slíkri markvörslu.Hvað gerist næst? Haukamenn fara á Hlíðarenda og mæta Val en FH fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kaplakrika.Gunnar: Þurfum að skoða þetta í hægri endursýningu „Þetta var týpískur Hafnarfjarðarslagur en ég er svekktur að fá ekki tvö stig eins og mér fannst við eiga skilið í þessum leik,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir 29-29 jafntefli gegn erkifjendunum í FH. Ég er ótrúlega ánægður með strákana, þeir spila þennan leik frábærlega. Það eru nokkur atriði undir lokin sem eru okkur dýr en heilt yfir var þetta bara frábær leikur,“ bætir Gunnar við. Mjög umdeildur dómur leikt dagsins ljós í stöðunni 28-28, þegar dæmd voru ansi vafasöm skref á Atla Má Báruson. Gunnar var ekki alveg sáttur við þann dóm. „Við þurfum að skoða þetta í hægri endursýningu. Maður bara vonar dómaranna vegna að þetta hafi verið réttur dómur en menn verða bara að skoða þetta hægt og þá kemur þetta allt í ljós. Ég ætla svo sem ekki að tjá mig meira um það en þetta var svekkjandi þar sem þetta hefði komið okkur í góða stöðu.“ Haukar voru búnir að vinna alla leiki sína fyrir leik kvöldsins en engu að síður er umræðan búin að vera frekar neikvæð um liðið. „Þetta er ekkert nýtt. Þegar maður er að þjálfa Hauka, er ekki nóg að vinna leiki, maður þarf helst að vinna þá stórt. Þú manst nú eftir umræðunni í fyrra þegar við urðum deildarmeistarar, við erum bara vanir þessu en á sama tíma erum við meðvitaðir um að við þurfum að laga margt og við eigum mikið inni, bæði leikmenn sem eru að koma til baka og leikmenn sem eru að spila. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina í kvöld,“ sagði Gunnar að lokum.Sigursteinn: Jafntefli sanngjarnt Þjálfarinn Sigursteinn Arndal virkaði jafnþreyttur og leikmenn FH, eftir jafntefli gegn Haukum í hörkuleik að Ásvöllum. „Þetta eru svakalegir leikir sem taka alveg hrikalega á alla,“ sagði Sigursteinn brosandi í leikslok. FH lék Evrópuleik um helgina en þjálfarinn hafði engar áhyggjur að sá leikur sæti í mönnum í Hafnarfjarðarslagnum. „Ég hafði ekki áhyggjur af forminu og líkamlega þættinum. Það reynir samt á kollinn að mæta svona í leik eftir leik á skömmum tíma og fara í allan undirbúning sem fylgir þessu. En kollurinn á okkur hélt og ég er ánægður með það. Við gerum reyndar urmul af mistökum en sýndum karakter að koma alltaf til baka.“ FH var að elta Hauka töluvert í fyrri hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks okmu FH-ingar mjög grimmir til leiks. Tók Steini hárblásarann á menn í hálfleiknum? „Alls ekki, ég las ekki duglega yfir neinum í klefanum. Við komum okkur ítrekað í góð færi í fyrri hálfleik en erum að klikka illa. Seinni hélfleikur snérist bara um að halda haus og nýta svo færin þegar þau kæmu.“ Sigursteinn vill ekkert tjá sig eða kvarta undan dómgæslu en leikurinn var erfiður að dæma. „Nákvæmlega ekki neitt. Það verða alltaf krítískir dómar í svona leikjum og það breytist ekkert. Ég hefði auðvitað viljað bæði stigin en maður verður líka að vera sanngjarn í þessu. Haukarnir voru yfir lengi vel en við fáum svo tækifæri til að klára þetta. Ætli jafntefli hafi ekki bara verið sanngjörn niðurstaða,“ sagði Sigursteinn að lokum.Vignir: Pústrarnir eru hluti af þessu „Þetta var bara eins og ég man þetta, hörkuleikur sem gaman var að spila. Það breytist ekkert í þessum slag. Við hefðum viljað tvö stig en sættum okkur við eitt,“ sagði varnarjaxlinn Vignir Svavarsson sem lék í kvöld í sínum fyrsta Hafnarfjarðarslag í ca.15 ár. Aðspurður um hvað hafi verið jákvæðast hjá Haukum, svarar Vignir. „Plúsarnir felast í þeirri staðreynd að við erum að spila handbolta í 60 mínútur. Við höfum ekki verið að sýna okkar rétta andlit þrátt fyrir sigra en í dag erum við bara að spila fínan leik. Það er jákvætt og við tökum það með okkur úr þessum leik.“ Menn tókust vel á í leiknum og að venju var Vignir ekki að láta sitt eftir liggja í léttum pústrum og kyndingum. Það breytist ekkert í leikjum þessara liða, sama hvaða ártal er á dagatalinu. „Nei nei, er það ekki alltaf hluti af þessu? Á meðan þetta fer ekki yfir strikið, þá held ég að öllum finnist þetta bara skemmtilegt og nauðsynlegur hluti af leiknum,“ sagði Vignir Svavarsson.Einar Rafn: Virðum stigið Einar Rafn Eiðsson er uppalinn Huakamaður en í búningi FH skoraði hann jöfnunarmarkið, skömmu fyrir leikslok. „Það er alltaf svolítið sérstakt að spila þessa leiki milli FH og Hauka en ég get svarið það, þessir leikir enda alltaf 29-29. Alltaf sömu úrslitin!“ Hvernig er annars að mæta í svona leiki fyrir framan heita áhorfendur liðanna? „Það er eitthvað öðruvísi við svona leiki og eiginlega ekki hægt að lýsa því. Við hefðum getað nýtt okkar færi betur í leiknum en við klúðrum endalaust af dauðafærum. Varnarlega erum við að gera of mörg einstaklingsmistök en þetta var samt miklu betra í seinni hálfleik. Við vorum kraftmeiri eftir að hafa verið í handbremsu nni í fyrri hálfleik. Bjarni Ófeigur dró vagninn fyrir okkur í fyrri hálfleik en þetta batnaði í þeim seinni.“ Einar Rafn segir FH þurfa að bæta sig í klaufabrotum, sem leiða til brottvísanna. „Það gerist fjórum sinnum í leiknum að við látum reka okkur útaf klaufalega og þá ganga þeir á lagið. Við þurfum að fara að skoða aðeins allar þessar heimskulegu brottvísanir sem við fáum í leikjunum okkar. Eigum við ekki bara að virða stigið?“ sagði Einar Rafn léttur að lokum Olís-deild karla
Hafnfirðingar geta mætt nokkuð sáttir á kaffistofuna í fyrramálið eftir að Haukar og FH gerðu stórmeistarajafntefli í frábærum handboltaleik sem leikinn var að Ásvöllum. Lokatölur urðu 29-29 og óhætt að segja að allt hafi verið á suðupunkti undir lok leiksins. Hafnarfjarðarslagurinn er alltaf leikur sem handboltaáhugafólk bíður eftir og á því varð engin breyting í kvöld. Liðin ná yfirleitt að galdra fram spennu og baráttu em ekki sést alltaf í öðrum leikjum og á köflum var skemmtileg undiralda á vellinum. Haukar voru heilt yfir betri í fyrri hálfleik en stórleikur Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, sá til þess að FH var aldrei langt undan. Bjarni skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik og ætti eiginlega að sækja um einkaleyfi á þessari „djúpu“ fintu sinni. Gömlu brýnin Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson náðu að tengja vel undir lok fyrri hálfleiks og það skilaði Haukum þriggja marka forystu að loknum 30 mínútna leik, 14-11. Sigursteinn Arndal hefur lesið vel yfir sínum mönnum í hálfleiksræðunni, því að það tók FH aðeins rúmar fjórar mínútur að jafna metin í 15-15. Gestirnir héldu áfram að þjarma að Haukum, sem voru í miklum vandræðum sóknarlega gegn hreyfanlegri vörn FH. Þessi góði kafli skilaði FH tveggja marka forystu í stöðunni 19-21 og á þessum kafla var ekkert sem benti til annars en að FH myndi klára þennan leik. Þá komu nokkrar brottvísanir á FH og Adam Haukur Baumruk skoraði fjögur mörk í röð. Nú voru það Haukarnir sem voru komnir með yfirhöndina og allt á suðupunkti á Ásvöllum. Spennan var gríðarleg á loka-andartökum leiksins og svo virtist sem Haukar væru að klára þetta með marki Einars Péturs Péturssonar um 30 sekúndum fyrir leikslok. Gamli Haukamaðurinn, Einar Rafn Eiðsson jafnaði hins vegar leikinn örfáum andartökum síðar með fallegu marki úr horninu og jafntefli því staðreynd. Kannski sanngjörn úrslit þegar allt kemur til alls.Af hverju varð jafntefli? Þetta var leikur tveggja góðra handboltaliða úr sama bæjarfélagi. Það er alltaf líklegt að slíkir leikir ráðist á smáatriðum og jafnvel endi sem stórmeistara-jafntefli. Liðin voru bara jöfn í svo mörgum þáttum leiksins að líklega var jafntefli það eina sem gat komið upp úr hattinum.Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Ófeigur var frábær í fyrri hálfleik hjá FH en það dró örlítið af honum í seinni hálfleik. Ásbjörn Friðriksson var geggjaður í seinni hálfleik. Adam Haukur átti frábæran kafla í seinni hálfleik fyrir Hauka og hornamennirnir Einar Pétur og Brynjólfur nýttu færin sín vel.Hvað gekk illa? Markvarsla FH var ekki góð í þessum leik. Grétar Ari varði 13 bolta fyrir Hauka en markmenn FH vörðu aðeins sjö skot samtals. Það er kannski með ólíkindum að FH hafi fengið eitt stig með slíkri markvörslu.Hvað gerist næst? Haukamenn fara á Hlíðarenda og mæta Val en FH fær nýliða Fjölnis í heimsókn í Kaplakrika.Gunnar: Þurfum að skoða þetta í hægri endursýningu „Þetta var týpískur Hafnarfjarðarslagur en ég er svekktur að fá ekki tvö stig eins og mér fannst við eiga skilið í þessum leik,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir 29-29 jafntefli gegn erkifjendunum í FH. Ég er ótrúlega ánægður með strákana, þeir spila þennan leik frábærlega. Það eru nokkur atriði undir lokin sem eru okkur dýr en heilt yfir var þetta bara frábær leikur,“ bætir Gunnar við. Mjög umdeildur dómur leikt dagsins ljós í stöðunni 28-28, þegar dæmd voru ansi vafasöm skref á Atla Má Báruson. Gunnar var ekki alveg sáttur við þann dóm. „Við þurfum að skoða þetta í hægri endursýningu. Maður bara vonar dómaranna vegna að þetta hafi verið réttur dómur en menn verða bara að skoða þetta hægt og þá kemur þetta allt í ljós. Ég ætla svo sem ekki að tjá mig meira um það en þetta var svekkjandi þar sem þetta hefði komið okkur í góða stöðu.“ Haukar voru búnir að vinna alla leiki sína fyrir leik kvöldsins en engu að síður er umræðan búin að vera frekar neikvæð um liðið. „Þetta er ekkert nýtt. Þegar maður er að þjálfa Hauka, er ekki nóg að vinna leiki, maður þarf helst að vinna þá stórt. Þú manst nú eftir umræðunni í fyrra þegar við urðum deildarmeistarar, við erum bara vanir þessu en á sama tíma erum við meðvitaðir um að við þurfum að laga margt og við eigum mikið inni, bæði leikmenn sem eru að koma til baka og leikmenn sem eru að spila. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina í kvöld,“ sagði Gunnar að lokum.Sigursteinn: Jafntefli sanngjarnt Þjálfarinn Sigursteinn Arndal virkaði jafnþreyttur og leikmenn FH, eftir jafntefli gegn Haukum í hörkuleik að Ásvöllum. „Þetta eru svakalegir leikir sem taka alveg hrikalega á alla,“ sagði Sigursteinn brosandi í leikslok. FH lék Evrópuleik um helgina en þjálfarinn hafði engar áhyggjur að sá leikur sæti í mönnum í Hafnarfjarðarslagnum. „Ég hafði ekki áhyggjur af forminu og líkamlega þættinum. Það reynir samt á kollinn að mæta svona í leik eftir leik á skömmum tíma og fara í allan undirbúning sem fylgir þessu. En kollurinn á okkur hélt og ég er ánægður með það. Við gerum reyndar urmul af mistökum en sýndum karakter að koma alltaf til baka.“ FH var að elta Hauka töluvert í fyrri hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks okmu FH-ingar mjög grimmir til leiks. Tók Steini hárblásarann á menn í hálfleiknum? „Alls ekki, ég las ekki duglega yfir neinum í klefanum. Við komum okkur ítrekað í góð færi í fyrri hálfleik en erum að klikka illa. Seinni hélfleikur snérist bara um að halda haus og nýta svo færin þegar þau kæmu.“ Sigursteinn vill ekkert tjá sig eða kvarta undan dómgæslu en leikurinn var erfiður að dæma. „Nákvæmlega ekki neitt. Það verða alltaf krítískir dómar í svona leikjum og það breytist ekkert. Ég hefði auðvitað viljað bæði stigin en maður verður líka að vera sanngjarn í þessu. Haukarnir voru yfir lengi vel en við fáum svo tækifæri til að klára þetta. Ætli jafntefli hafi ekki bara verið sanngjörn niðurstaða,“ sagði Sigursteinn að lokum.Vignir: Pústrarnir eru hluti af þessu „Þetta var bara eins og ég man þetta, hörkuleikur sem gaman var að spila. Það breytist ekkert í þessum slag. Við hefðum viljað tvö stig en sættum okkur við eitt,“ sagði varnarjaxlinn Vignir Svavarsson sem lék í kvöld í sínum fyrsta Hafnarfjarðarslag í ca.15 ár. Aðspurður um hvað hafi verið jákvæðast hjá Haukum, svarar Vignir. „Plúsarnir felast í þeirri staðreynd að við erum að spila handbolta í 60 mínútur. Við höfum ekki verið að sýna okkar rétta andlit þrátt fyrir sigra en í dag erum við bara að spila fínan leik. Það er jákvætt og við tökum það með okkur úr þessum leik.“ Menn tókust vel á í leiknum og að venju var Vignir ekki að láta sitt eftir liggja í léttum pústrum og kyndingum. Það breytist ekkert í leikjum þessara liða, sama hvaða ártal er á dagatalinu. „Nei nei, er það ekki alltaf hluti af þessu? Á meðan þetta fer ekki yfir strikið, þá held ég að öllum finnist þetta bara skemmtilegt og nauðsynlegur hluti af leiknum,“ sagði Vignir Svavarsson.Einar Rafn: Virðum stigið Einar Rafn Eiðsson er uppalinn Huakamaður en í búningi FH skoraði hann jöfnunarmarkið, skömmu fyrir leikslok. „Það er alltaf svolítið sérstakt að spila þessa leiki milli FH og Hauka en ég get svarið það, þessir leikir enda alltaf 29-29. Alltaf sömu úrslitin!“ Hvernig er annars að mæta í svona leiki fyrir framan heita áhorfendur liðanna? „Það er eitthvað öðruvísi við svona leiki og eiginlega ekki hægt að lýsa því. Við hefðum getað nýtt okkar færi betur í leiknum en við klúðrum endalaust af dauðafærum. Varnarlega erum við að gera of mörg einstaklingsmistök en þetta var samt miklu betra í seinni hálfleik. Við vorum kraftmeiri eftir að hafa verið í handbremsu nni í fyrri hálfleik. Bjarni Ófeigur dró vagninn fyrir okkur í fyrri hálfleik en þetta batnaði í þeim seinni.“ Einar Rafn segir FH þurfa að bæta sig í klaufabrotum, sem leiða til brottvísanna. „Það gerist fjórum sinnum í leiknum að við látum reka okkur útaf klaufalega og þá ganga þeir á lagið. Við þurfum að fara að skoða aðeins allar þessar heimskulegu brottvísanir sem við fáum í leikjunum okkar. Eigum við ekki bara að virða stigið?“ sagði Einar Rafn léttur að lokum