Alfreð: Var verkjaður í tvö ár og þurfti verkjatöflur til að komast í gegnum leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2019 11:00 Alfreð Finnbogason ætlar sér stóra hluti með liði sínu, Augsburg, og íslenska landsliðinu á næstu vikum og mánuðum. Í apríl á þessu ári gekkst Alfreð undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í kálfa en hann sneri aftur á völlinn í haust. „Ég hef æft með liðinu síðasta tvo og hálfan mánuðinn og ekki verið í neinu veseni,“ sagði Alfreð en hann segir að forráðamenn liðsins hafi ákveðið að best væri að Alfreð myndi flýta sér hægt í endurkomunni. „Mér líður gríðarlega vel. Ég er í allt öðru og betra líkamlegu standi en síðustu tvö ár, þar sem maður var verkjaður á hverjum einasta degi og komst í gegnum leiki á verkjatöflum,“ útskýrir hann. „Nú er ég laus við það og horfi fram á veginn.“ Alfreð var ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði þó svo að hann hefði getað spilað einhverjar mínútur. „Mér fannst það bara ekki sanngjarnt gagnvart félaginu mínu, sjálfum mér og landsliðinu. Ég vildi ekki fara í landsliðsverkefni án þess að hafa byrjað neinn leik á tímabilinu og verið frá í 4-5 mánuði.“ Ísland á mikilvæga leiki fyrir höndum, gegn Frakklandi á föstudag og Andorra á mánudag, í undankeppni EM 2020 en efstu tvö lið riðilsins komast beint í lokakeppnina. Ísland situr nú í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum. „Ég horfi á landsliðsverkefni sem umbun ef þú stendur þig vel með þínu liði. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu og vildi vinna í mínum grunni og fá nokkra leiki. Mér finnst rökrétt að koma í landsliðið þegar ástand mitt er gott og ég get gefið eitthvað til baka.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15 Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58 Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25 Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55 Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Alfreð Finnbogason ætlar sér stóra hluti með liði sínu, Augsburg, og íslenska landsliðinu á næstu vikum og mánuðum. Í apríl á þessu ári gekkst Alfreð undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í kálfa en hann sneri aftur á völlinn í haust. „Ég hef æft með liðinu síðasta tvo og hálfan mánuðinn og ekki verið í neinu veseni,“ sagði Alfreð en hann segir að forráðamenn liðsins hafi ákveðið að best væri að Alfreð myndi flýta sér hægt í endurkomunni. „Mér líður gríðarlega vel. Ég er í allt öðru og betra líkamlegu standi en síðustu tvö ár, þar sem maður var verkjaður á hverjum einasta degi og komst í gegnum leiki á verkjatöflum,“ útskýrir hann. „Nú er ég laus við það og horfi fram á veginn.“ Alfreð var ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði þó svo að hann hefði getað spilað einhverjar mínútur. „Mér fannst það bara ekki sanngjarnt gagnvart félaginu mínu, sjálfum mér og landsliðinu. Ég vildi ekki fara í landsliðsverkefni án þess að hafa byrjað neinn leik á tímabilinu og verið frá í 4-5 mánuði.“ Ísland á mikilvæga leiki fyrir höndum, gegn Frakklandi á föstudag og Andorra á mánudag, í undankeppni EM 2020 en efstu tvö lið riðilsins komast beint í lokakeppnina. Ísland situr nú í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum. „Ég horfi á landsliðsverkefni sem umbun ef þú stendur þig vel með þínu liði. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu og vildi vinna í mínum grunni og fá nokkra leiki. Mér finnst rökrétt að koma í landsliðið þegar ástand mitt er gott og ég get gefið eitthvað til baka.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15 Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58 Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25 Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55 Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Hamrén hefur ekki áhyggjur af Emil og Birki | Átti gott samtal við Alfreð Erik Hamrén ræðir um hópinn sem hann valdi í dag og fjarveru Alfreðs Finnbogasonar. 30. ágúst 2019 21:15
Alfreð í aðgerð og frá út leiktíðina: Ekki með í landsleikjunum mikilvægu? Framherjinn magnaði gekkst undir aðgerð. 22. apríl 2019 12:58
Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður undir lok leiks Augsburg og Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. 24. ágúst 2019 15:25
Alfreð úr leik næstu mánuðina Landsliðsframherjinn gekkst undir aðgerð vegna meiðsla í kálfa. 20. apríl 2019 13:55
Alfreð skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Augsburg Landsliðsframherjinn verður því áfram í herbúðum Augsburg þangað til 2022. 15. ágúst 2019 08:15
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti