Arnór situr í stjórn rafíþróttadeildar KR Hjörvar Ólafsson skrifar 9. október 2019 16:00 Arnór Ingvi Traustason er hér að búa sig undir landsliðsæfingu Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er að undirbúa sig fyrir leik með liðinu á móti ríkjandi heimsmeisturum Frakklands. Þá stendur hann í harðri baráttu með liði sínu, Malmö, um sænska meistaratitilinn og að komast upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það sem kannski fáir vita er að Arnór Ingvi er lunkinn rafíþróttamaður og situr hann í stjórn rafíþróttadeildar KR sem stofnuð var í haust. „Ég hef spilað Counter Strike frá því að ég var unglingur og er bara nokkuð öflugur í þeim leik. Félagi minn, Þórir Viðarsson, bað mig svo um að hjálpa sér við að halda úti rafíþróttadeild KR og það var bara meira en sjálfsagt. Ég er nú kannski ekki sá virkasti í stjórninni en ég reyni að hjálpa til þegar ég get. Ég spila reglulega og það er gaman að geta hjálpað til við að koma þessu af stað hjá KR,“ segir Arnór Ingvi um tildrög þess að hann varð stjórnarmaður í rafíþróttadeild KR. „Þetta er risastór íþrótt á heimsvísu og til að mynda í Svíþjóð er þetta mjög vinsælt. Það var haldið mót í Malmö um daginn sem trekkti mikið að og það var glæsileg umgjörð í kringum það mót. Það er mjög gaman að sjá að íslensk félög eru að taka við sér og skilgreina tölvuleiki sem rafíþrótt. Það eru mjög margir sem eru að spila þennan leik og fleiri á Íslandi og gott að félögin séu til í að hýsa og aðstoða við utanumhald á þessari íþrótt,“ segir hann enn fremur. „Við erum að fara að mæta mjög sterku liði og við verðum að spila okkar besta leik til þess að ná í stig. Við höfum gert það áður hérna á Laugardalsvellinum og ef að við náum upp okkar skipulagi hef ég fulla trú á að við nælum í stig,“ segir Arnór um leikinn gegn Frökkum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Rafíþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er að undirbúa sig fyrir leik með liðinu á móti ríkjandi heimsmeisturum Frakklands. Þá stendur hann í harðri baráttu með liði sínu, Malmö, um sænska meistaratitilinn og að komast upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það sem kannski fáir vita er að Arnór Ingvi er lunkinn rafíþróttamaður og situr hann í stjórn rafíþróttadeildar KR sem stofnuð var í haust. „Ég hef spilað Counter Strike frá því að ég var unglingur og er bara nokkuð öflugur í þeim leik. Félagi minn, Þórir Viðarsson, bað mig svo um að hjálpa sér við að halda úti rafíþróttadeild KR og það var bara meira en sjálfsagt. Ég er nú kannski ekki sá virkasti í stjórninni en ég reyni að hjálpa til þegar ég get. Ég spila reglulega og það er gaman að geta hjálpað til við að koma þessu af stað hjá KR,“ segir Arnór Ingvi um tildrög þess að hann varð stjórnarmaður í rafíþróttadeild KR. „Þetta er risastór íþrótt á heimsvísu og til að mynda í Svíþjóð er þetta mjög vinsælt. Það var haldið mót í Malmö um daginn sem trekkti mikið að og það var glæsileg umgjörð í kringum það mót. Það er mjög gaman að sjá að íslensk félög eru að taka við sér og skilgreina tölvuleiki sem rafíþrótt. Það eru mjög margir sem eru að spila þennan leik og fleiri á Íslandi og gott að félögin séu til í að hýsa og aðstoða við utanumhald á þessari íþrótt,“ segir hann enn fremur. „Við erum að fara að mæta mjög sterku liði og við verðum að spila okkar besta leik til þess að ná í stig. Við höfum gert það áður hérna á Laugardalsvellinum og ef að við náum upp okkar skipulagi hef ég fulla trú á að við nælum í stig,“ segir Arnór um leikinn gegn Frökkum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Rafíþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira