Verður fyrirtæki án hliðstæðu í svefni Helgi Vífill Júlíusson skrifar 9. október 2019 08:00 Pétur Már segir að samhliða sameiningunni muni Nox Health annast dreifingu eigin vara í Bandaríkjunum í stað dreifingaraðila. Fréttablaðið/Valli Lækningatækjafyrirtækið Nox Medical og systurfélag þess, Fusion Health, sem rekið er í Bandaríkjunum hafa sameinast undir merkjum Nox Health. Reiknað er með að velta fyrirtækisins á þessu ári verði rúmir fjórir milljarðar króna. Starfsmenn eru 200, þar af rúmlega 50 á Íslandi. „Með sameiningunni verður til fyrirtæki með lausnaframboð það víðfeðmt að það á sér ekki hliðstæðu á markaði fyrir lækningatæki og lausnir sem notuð eru til greiningar og meðhöndlunar á svefnvanda,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical. Sigurjón Kristjánsson, einn stofnenda og framkvæmdastjóri Fusion Health, verður forstjóri samstæðunnar. Samhliða sameiningunni var hlutafé aukið og framtakssjóður í rekstri Alfa framtaks eignaðist 13 prósenta hlut. Ekki fæst uppgefið hve mikil hlutafjáraukningin var. Nýta á aukið hlutafé í markaðssókn, aukna vöruþróun og samtvinna rekstur fyrirtækjanna. „Það er okkur mikils virði að fá Alfa inn í hluthafahópinn. Alfa hefur á að skipa einvala liði sérfræðinga með mikla reynslu úr alþjóðlegum rekstri,“ segir Pétur Már. Við aðkomu Alfa að félaginu, verða breytingar á eignarhaldi. „Einhverjir hluthafar hafa ákveðið að fara af vagninum á þessum tímamótum, sumir þeirra hafa verið með okkur í þessu verkefni í meira en tíu ár. Eftir sem áður er sameinað félag enn að meirihluta til í eigu stofnenda og lykilstjórnenda þess,“ segir hann. Kvika Securities, dótturfélag Kviku banka í Bretlandi, kom að fjármögnun og skipulagningu verkefnisins fyrir hönd Nox og Fusion. „Það hefur verið stórkostlegt að vinna með Gunnari Sigurðssyni og hans fólki í þessu verkefni. Reynslan og þekkingin sem þar er að finna gerði okkur kleift að vinna okkur í gegnum tiltölulega flókið ferli við að sameina þessar rekstrareiningar í eitt fyrirtæki, kynna fjárfestum vaxtarsögu Nox Health og hjálpa okkur að velja réttu fagfjárfestana að verkefninu með okkur,“ segir Pétur Már. Pétur Már segir að Nox Medical hafi keypt 20 prósenta hlut í Fusion Health árið 2014. „Markmiðið með fjárfestingunni var að fyrirtækin myndu vinna nánar saman að tæknilausnum,“ segir hann. Upphaf fyrirtækjanna beggja má rekja til Flögu sem stofnuð var árið 1994 af Helga Kristbjarnarsyni lækni en Flaga var í lok síðustu aldar leiðandi í að þróa vörur fyrir svefnsérfæðinga til að greina svefn með aðstoð tölvutækninnar. Stofnendur fyrrnefndra fyrirtækja störfuðu hjá Flögu þar til starfsemi hennar var flutt úr landi árið 2005. „Nox Medical byggði að hluta til á grunni Flögu en hugmyndin með stofnun Nox var að þróa næstu kynslóð lækningatækja til greiningar á svefni. Nox komst fljótt á skrið vegna þess að starfsmenn höfðu mikla reynslu og þekkingu til þess frá fyrri störfum. Nox hefur verið rekið með hagnaði frá því að það fyrst seldi sínar framleiðsluvörur árið 2009 sem er ástæðan fyrir því að Nox hefur ekki þurft að sækja fjármagn til vaxtar. Um svipað leyti og Nox lagði upp í sína vegferð fór Sigurjón vestur um haf til Atlanta og stofnaði Fusion Health ásamt fleirum með það fyrir augum að aðstoða fyrirtæki við að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu vegna undirliggjandi svefnvandamála starfsmanna þeirra. Fusion Health hefur þróað hugbúnaðarlausnir, aðferðafræði og sérþjálfað starfsfólk til að takast á við svefnvandamál, með því að greina þau og meðhöndla,“ segir Pétur Már. Hann segir að rekstur Fusion Health hafi gengið vel á síðasta ári. Eftir miklar fjárfestingar í þróun hafi félagið skilað jákvæðri EBITA-niðurstöðu. „Fusion Health hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Nú er veltan um tveir milljarðar króna. Það var meðvituð ákvörðun að fjárfesta ríkulega í innviðum og tæknilausnum á þessu tímabili. Það eru því tvö öflug fyrirtæki að sameinast. Eftir sameininguna er sameinað félag algerlega skuldlaust, rekið með hagnaði og jákvæðu veltufé frá rekstri. Þessi sterka staða gefur fyrirtækinu mikið frelsi til að sækja hratt fram, takast á við ný tækifæri á markaðnum og bregðast við breytingum. Við höfum samhliða sameiningunni ákveðið að sinna dreifingu á vörum okkar í Bandaríkjunum sjálfir en hingað til höfum við unnið með dreifingaraðila sem hefur annast alla okkar markaðsfærslu þar í landi,“ segir Pétur og nefnir að ávinningurinn af því sé aukin nálægð við viðskiptavini sem geti eflt þjónustuna og við það fangi fyrirtækið stærri hlut í virðiskeðjunni sem auki framlegð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Lækningatækjafyrirtækið Nox Medical og systurfélag þess, Fusion Health, sem rekið er í Bandaríkjunum hafa sameinast undir merkjum Nox Health. Reiknað er með að velta fyrirtækisins á þessu ári verði rúmir fjórir milljarðar króna. Starfsmenn eru 200, þar af rúmlega 50 á Íslandi. „Með sameiningunni verður til fyrirtæki með lausnaframboð það víðfeðmt að það á sér ekki hliðstæðu á markaði fyrir lækningatæki og lausnir sem notuð eru til greiningar og meðhöndlunar á svefnvanda,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical. Sigurjón Kristjánsson, einn stofnenda og framkvæmdastjóri Fusion Health, verður forstjóri samstæðunnar. Samhliða sameiningunni var hlutafé aukið og framtakssjóður í rekstri Alfa framtaks eignaðist 13 prósenta hlut. Ekki fæst uppgefið hve mikil hlutafjáraukningin var. Nýta á aukið hlutafé í markaðssókn, aukna vöruþróun og samtvinna rekstur fyrirtækjanna. „Það er okkur mikils virði að fá Alfa inn í hluthafahópinn. Alfa hefur á að skipa einvala liði sérfræðinga með mikla reynslu úr alþjóðlegum rekstri,“ segir Pétur Már. Við aðkomu Alfa að félaginu, verða breytingar á eignarhaldi. „Einhverjir hluthafar hafa ákveðið að fara af vagninum á þessum tímamótum, sumir þeirra hafa verið með okkur í þessu verkefni í meira en tíu ár. Eftir sem áður er sameinað félag enn að meirihluta til í eigu stofnenda og lykilstjórnenda þess,“ segir hann. Kvika Securities, dótturfélag Kviku banka í Bretlandi, kom að fjármögnun og skipulagningu verkefnisins fyrir hönd Nox og Fusion. „Það hefur verið stórkostlegt að vinna með Gunnari Sigurðssyni og hans fólki í þessu verkefni. Reynslan og þekkingin sem þar er að finna gerði okkur kleift að vinna okkur í gegnum tiltölulega flókið ferli við að sameina þessar rekstrareiningar í eitt fyrirtæki, kynna fjárfestum vaxtarsögu Nox Health og hjálpa okkur að velja réttu fagfjárfestana að verkefninu með okkur,“ segir Pétur Már. Pétur Már segir að Nox Medical hafi keypt 20 prósenta hlut í Fusion Health árið 2014. „Markmiðið með fjárfestingunni var að fyrirtækin myndu vinna nánar saman að tæknilausnum,“ segir hann. Upphaf fyrirtækjanna beggja má rekja til Flögu sem stofnuð var árið 1994 af Helga Kristbjarnarsyni lækni en Flaga var í lok síðustu aldar leiðandi í að þróa vörur fyrir svefnsérfæðinga til að greina svefn með aðstoð tölvutækninnar. Stofnendur fyrrnefndra fyrirtækja störfuðu hjá Flögu þar til starfsemi hennar var flutt úr landi árið 2005. „Nox Medical byggði að hluta til á grunni Flögu en hugmyndin með stofnun Nox var að þróa næstu kynslóð lækningatækja til greiningar á svefni. Nox komst fljótt á skrið vegna þess að starfsmenn höfðu mikla reynslu og þekkingu til þess frá fyrri störfum. Nox hefur verið rekið með hagnaði frá því að það fyrst seldi sínar framleiðsluvörur árið 2009 sem er ástæðan fyrir því að Nox hefur ekki þurft að sækja fjármagn til vaxtar. Um svipað leyti og Nox lagði upp í sína vegferð fór Sigurjón vestur um haf til Atlanta og stofnaði Fusion Health ásamt fleirum með það fyrir augum að aðstoða fyrirtæki við að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu vegna undirliggjandi svefnvandamála starfsmanna þeirra. Fusion Health hefur þróað hugbúnaðarlausnir, aðferðafræði og sérþjálfað starfsfólk til að takast á við svefnvandamál, með því að greina þau og meðhöndla,“ segir Pétur Már. Hann segir að rekstur Fusion Health hafi gengið vel á síðasta ári. Eftir miklar fjárfestingar í þróun hafi félagið skilað jákvæðri EBITA-niðurstöðu. „Fusion Health hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Nú er veltan um tveir milljarðar króna. Það var meðvituð ákvörðun að fjárfesta ríkulega í innviðum og tæknilausnum á þessu tímabili. Það eru því tvö öflug fyrirtæki að sameinast. Eftir sameininguna er sameinað félag algerlega skuldlaust, rekið með hagnaði og jákvæðu veltufé frá rekstri. Þessi sterka staða gefur fyrirtækinu mikið frelsi til að sækja hratt fram, takast á við ný tækifæri á markaðnum og bregðast við breytingum. Við höfum samhliða sameiningunni ákveðið að sinna dreifingu á vörum okkar í Bandaríkjunum sjálfir en hingað til höfum við unnið með dreifingaraðila sem hefur annast alla okkar markaðsfærslu þar í landi,“ segir Pétur og nefnir að ávinningurinn af því sé aukin nálægð við viðskiptavini sem geti eflt þjónustuna og við það fangi fyrirtækið stærri hlut í virðiskeðjunni sem auki framlegð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira