WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2019 23:32 Michele Ballarin mætti með fjólulbláan varalit og augnskugga á blaðamannafundinn í upphafi september. Vísir/Baldur Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. Allt verði komið á fullt hjá flugfélaginu í desember. Þetta kemur fram hjá vefmiðlinum FlightGlobal sem vísar í svör Ballarin við fyrirspurn miðilsins. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september og kynnti áform um endurreisn WOW air. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert hefur frést af miðasölu síðan fyrr en nú. Eins og Vísir greindi frá hefur Ballarin keypt eignir úr þrotabúi WOW air fyrir fimmtíu milljónir króna. Í frétt FlightGlobal kemur fram að Ballarin svari engum upplýsingum um leiðarkerfi eða áætlanir flugfélagsins. Raunar hafi engin frekari svör fengist en áætlaðar tímasetningar eins og fram hefur komið. „WOW air ætlar að vera komið á fullt í desember eftir að miðar fara á sölu í nóvember,“ segir í yfirlýsingunni frá USAerospace sem Ballarin er í forsvari fyrir. Vísað er til breytinga á flugvélamarkaðnum undanfarnar vikur sem hafi gert það að verkum að USAerospace sé að endurmeta möguleika sína með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi. Meðal lággjaldaflugfélaga sem hafa horfið af markðanum undanfarið má nefna Thomas Cook, XL Airways í Frakklandi og Adria Airways. Talsmaður Dulles flugvallar í Washington tjáði FlightGlobal að fulltrúar flugvallarins hefðu fundað með forsvarsmönnum hins endurreista WOW air í ágúst. Síðan þá hefði ekkert heyrst frá þeim. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. Allt verði komið á fullt hjá flugfélaginu í desember. Þetta kemur fram hjá vefmiðlinum FlightGlobal sem vísar í svör Ballarin við fyrirspurn miðilsins. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september og kynnti áform um endurreisn WOW air. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert hefur frést af miðasölu síðan fyrr en nú. Eins og Vísir greindi frá hefur Ballarin keypt eignir úr þrotabúi WOW air fyrir fimmtíu milljónir króna. Í frétt FlightGlobal kemur fram að Ballarin svari engum upplýsingum um leiðarkerfi eða áætlanir flugfélagsins. Raunar hafi engin frekari svör fengist en áætlaðar tímasetningar eins og fram hefur komið. „WOW air ætlar að vera komið á fullt í desember eftir að miðar fara á sölu í nóvember,“ segir í yfirlýsingunni frá USAerospace sem Ballarin er í forsvari fyrir. Vísað er til breytinga á flugvélamarkaðnum undanfarnar vikur sem hafi gert það að verkum að USAerospace sé að endurmeta möguleika sína með hagsmuni hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi. Meðal lággjaldaflugfélaga sem hafa horfið af markðanum undanfarið má nefna Thomas Cook, XL Airways í Frakklandi og Adria Airways. Talsmaður Dulles flugvallar í Washington tjáði FlightGlobal að fulltrúar flugvallarins hefðu fundað með forsvarsmönnum hins endurreista WOW air í ágúst. Síðan þá hefði ekkert heyrst frá þeim.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira