Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 09:13 Þrjár konur hafa unnið keppnina fyrir Íslands hönd. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. Keppnin verður haldin í London í desember þar sem þátttakendur frá 130 löndum keppa um hinn virta titil Ungfrú Heimur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miss World Iceland sem Linda Pétursdóttir er í forsvari fyrir. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verður spennandi að sjá hvernig Kolfinnu gengur í keppninni.Sjá einnig:Fer eiginlega aldrei hjá sér Opnunarhátíð Miss World verður haldin í London þar sem hver keppandi tekur þátt í röð hraðagreina sem tryggja sigurvegurum sæti í 30 efstu sætunum. Meðal keppnisgreina má nefna margmiðlun, íþróttir, hæfileikakeppni, módelkeppni, útsláttarkeppni og kynningu á góðgerðaverkefnum innan Beauty With A Purpose. Meðan á keppninni stendur munu keppendur ferðast um öll frægustu kennileiti borgarinnar og njóta ríkulegrar menningarverðmæta hennar og arfleifðar. Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, lætur vel að London og segir: Kolfinna tekur þátt í keppninni í London í desember.Mynd/Ásta Kristjánsdóttir„London er stórkostlegasta borg i heimi til að heimsækja. Þar voru fyrstu spor keppninnar stigin árið 1951 sem hluti af Þjóðarhátíð Bretlands og í ár ætlum við að halda bestu sýningu allra tíma. Árlega koma saman konur hvaðanæva úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa sama markmið. Margar þeirra eru að heimsækja London í fyrsta sinn og þær eru allar ákaflega spenntar. Þær geta ekki beðið eftir að deila hefðum sínum, tónlistarsmekk og matarvenjum og greina frá þeim góðgerðaverkefnum sem þær eru að vinna að í gegnum Beauty With A Purpose.“Sýnd í 150 löndum Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Beauty With A Purpose eru gríðarlega mikilvægur partur af Miss World keppninni. Þessi alþjóðlegi vettvangur hvetur þúsundir ungra kvenna til dáða og eflir þær til að nota hæfileika sína til að vekja athygli á og safna fé til hjálpar mannúðarmála sem hafa varanleg og áþreifanleg áhrif á fátæka, veika og aðra sem minna mega sín. Samtökin hafa safnað yfir 1 milljarði punda (UK) og styrkt bágstödd börn um allan heim. Lokakeppnin verður hún sýnd í yfir 150 löndum þar sem áhorfendur geta fylgst með því þegar ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýnir arftaka sinn í sextugustu og níundu Miss World keppninni í London. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna í Miss World en við höfum þrisvar sinnum unnið keppnina. 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir 1988 - Linda Pétursdóttir 2005 - Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. Keppnin verður haldin í London í desember þar sem þátttakendur frá 130 löndum keppa um hinn virta titil Ungfrú Heimur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miss World Iceland sem Linda Pétursdóttir er í forsvari fyrir. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Linda og Kolfinna eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verður spennandi að sjá hvernig Kolfinnu gengur í keppninni.Sjá einnig:Fer eiginlega aldrei hjá sér Opnunarhátíð Miss World verður haldin í London þar sem hver keppandi tekur þátt í röð hraðagreina sem tryggja sigurvegurum sæti í 30 efstu sætunum. Meðal keppnisgreina má nefna margmiðlun, íþróttir, hæfileikakeppni, módelkeppni, útsláttarkeppni og kynningu á góðgerðaverkefnum innan Beauty With A Purpose. Meðan á keppninni stendur munu keppendur ferðast um öll frægustu kennileiti borgarinnar og njóta ríkulegrar menningarverðmæta hennar og arfleifðar. Julia Morley, eigandi og forstjóri Miss World, lætur vel að London og segir: Kolfinna tekur þátt í keppninni í London í desember.Mynd/Ásta Kristjánsdóttir„London er stórkostlegasta borg i heimi til að heimsækja. Þar voru fyrstu spor keppninnar stigin árið 1951 sem hluti af Þjóðarhátíð Bretlands og í ár ætlum við að halda bestu sýningu allra tíma. Árlega koma saman konur hvaðanæva úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa sama markmið. Margar þeirra eru að heimsækja London í fyrsta sinn og þær eru allar ákaflega spenntar. Þær geta ekki beðið eftir að deila hefðum sínum, tónlistarsmekk og matarvenjum og greina frá þeim góðgerðaverkefnum sem þær eru að vinna að í gegnum Beauty With A Purpose.“Sýnd í 150 löndum Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Beauty With A Purpose eru gríðarlega mikilvægur partur af Miss World keppninni. Þessi alþjóðlegi vettvangur hvetur þúsundir ungra kvenna til dáða og eflir þær til að nota hæfileika sína til að vekja athygli á og safna fé til hjálpar mannúðarmála sem hafa varanleg og áþreifanleg áhrif á fátæka, veika og aðra sem minna mega sín. Samtökin hafa safnað yfir 1 milljarði punda (UK) og styrkt bágstödd börn um allan heim. Lokakeppnin verður hún sýnd í yfir 150 löndum þar sem áhorfendur geta fylgst með því þegar ríkjandi ungfrú heimur, Vanessa Ponce de León, krýnir arftaka sinn í sextugustu og níundu Miss World keppninni í London. Ísland hefur átt góðu gengi að fagna í Miss World en við höfum þrisvar sinnum unnið keppnina. 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir 1988 - Linda Pétursdóttir 2005 - Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira