„Eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2019 09:03 Trevor Noah var harðorður í garð Trumps í þætti sínum í nótt. SKjáskot/Youtube Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu sér í nótt mat úr nýjust ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Háðfuglarnir túlka ákvörðunina sem svik forsetans við Kúrda. Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trevor Noah, stjórnandi The Daily Show, sagði Trump taka hina „sviksamlegu“ ákvörðun í viðleitni til að stýra kastljósi fjölmiðla frá „Úkraínuhneykslinu“. Um helgina steig annar uppljóstrari fram sem segist búa yfir frekari upplýsingum um símtal Trumps og forseta Úkraínu, þar sem sá fyrrnefndi þrýsti á forsetann að rannsaka Joe Biden, einn helsta andstæðing Trumps. „Ef þú stæðir frammi fyrir umfangsmesta vanda forsetatíðar þinnar, hvað myndirðu gera? Fara líklega með veggjum og einbeita þér að því að slökkva eldinn. En, sjáðu til, þú ert ekki Donald Trump, vegna þess að ef þú værir Donald Trump myndirðu kveikja glænýjan eld,“ sagði Noah. „Ókei. Þetta er hreinlega sturlað. Trump forseti tilkynnti klukkan ellefu í gærkvöldi – klukkan ellefu – að Bandaríkin myndu draga her sinn út úr lykilhluta Sýrlands. Og hann sagði Pentagon [höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins] ekki frá því, sem gerir það enn brjálaðra. Þetta kom þeim algjörlega á óvart. Þetta er eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp.“Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hóf þátt gærkvöldsins á því að spyrja hvort hægt væri að taka síma forsetans af honum. „Vegna þess að allt sem hann gerir með síma sínum er slæmt. Tísta, tala, áreita hann kynferðislega. „Siri, í hverju ertu?“,“ sagði Colbert. „Þetta eru algjör svik við hermenn Kúrda sem aðstoðuðu Bandaríkin við að sigra ISIS. Það er aðeins ein leið út úr þessu. Kúrdar, þið hafið sólarhring til að koma óorði á Joe Biden.“Ákvörðun Trumps gerir Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda. Gagnrýni á ákvörðunina er ekki bundin við frjálslynda spjallþáttastjórnendur en nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa lýst yfir óánægju með hana, þar á meðal öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham. Hann sagði ákvörðunina „stórslys“. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Afi og málari Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Sjá meira
Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu sér í nótt mat úr nýjust ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Háðfuglarnir túlka ákvörðunina sem svik forsetans við Kúrda. Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trevor Noah, stjórnandi The Daily Show, sagði Trump taka hina „sviksamlegu“ ákvörðun í viðleitni til að stýra kastljósi fjölmiðla frá „Úkraínuhneykslinu“. Um helgina steig annar uppljóstrari fram sem segist búa yfir frekari upplýsingum um símtal Trumps og forseta Úkraínu, þar sem sá fyrrnefndi þrýsti á forsetann að rannsaka Joe Biden, einn helsta andstæðing Trumps. „Ef þú stæðir frammi fyrir umfangsmesta vanda forsetatíðar þinnar, hvað myndirðu gera? Fara líklega með veggjum og einbeita þér að því að slökkva eldinn. En, sjáðu til, þú ert ekki Donald Trump, vegna þess að ef þú værir Donald Trump myndirðu kveikja glænýjan eld,“ sagði Noah. „Ókei. Þetta er hreinlega sturlað. Trump forseti tilkynnti klukkan ellefu í gærkvöldi – klukkan ellefu – að Bandaríkin myndu draga her sinn út úr lykilhluta Sýrlands. Og hann sagði Pentagon [höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins] ekki frá því, sem gerir það enn brjálaðra. Þetta kom þeim algjörlega á óvart. Þetta er eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp.“Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hóf þátt gærkvöldsins á því að spyrja hvort hægt væri að taka síma forsetans af honum. „Vegna þess að allt sem hann gerir með síma sínum er slæmt. Tísta, tala, áreita hann kynferðislega. „Siri, í hverju ertu?“,“ sagði Colbert. „Þetta eru algjör svik við hermenn Kúrda sem aðstoðuðu Bandaríkin við að sigra ISIS. Það er aðeins ein leið út úr þessu. Kúrdar, þið hafið sólarhring til að koma óorði á Joe Biden.“Ákvörðun Trumps gerir Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda. Gagnrýni á ákvörðunina er ekki bundin við frjálslynda spjallþáttastjórnendur en nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa lýst yfir óánægju með hana, þar á meðal öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham. Hann sagði ákvörðunina „stórslys“. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Afi og málari Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Sjá meira
Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01