Merkilegur október Margrét María Sigurðardóttir skrifar 10. október 2019 08:15 Október er merklegur fyrir margar sakir en fyrir blinda og sjónskerta svo og þeirra sem starfa á vettvangi blindra og sjónskerta hefur mánuðurinn sérstaka þýðingu en í dag 10. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn og eftir nokkra daga eða þann 15. október n.k. er dagur hvíta stafsins. Tilgangur sjónverndardagsins er að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Auk þess er dagurinn nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Í dag verður haldin ráðstefna um heilatengda sjónskerðinu í húsnæði VERKÍS Ofanleiti 2, Reykjavík klukkan 14:00-18:00. Á landinu er Dr. Roman Lantzy sem er leiðandi sérfræðingur í heilatengdri sjónskerðingu. En heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind. Dagur Hvíta stafsins er aftur á móti alþjóðlegur dagur tileinkaður baráttu og vitundarvakningu blindra og sjónskertra einstaklinga. Á degi Hvíta stafsins vekja blindir og sjónskertir einstaklingar og samtök þeirra athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk getir verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Brýnt er að vinna að aðgengi blindra og sjónskertra á öllum sviðum samfélagins og má þar meðal annars nefna aðgengi til menntunar og upplýsinga svo og samgangna og fleira. Síðustu ár hefur aðgengi stórbatnað á mörgum sviðum með stöðugum framförum í tölvu- og tæknimálum. Möguleikar á bættu aðgengi að stafrænum upplýsingum fyrir blint og sjónskert fólk hefur aukið möguleika þeirra til menntunar, atvinnu og fleira. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða Miðstöðin eins og hún er iðulega kölluð veitir fjölþætta þjónustu þegar kemur að ofangreindum málaflokknum. Í tilefni af degi Hvíta stafsins verður haldið opið hús í Hamrahlíð 17, það er hjá Miðstöðinni og Blindrafélaginu frá klukkan 13:00-16:00. Hægt verður að kynna sér starfsemi hússins, prufa hjálpartæki og fleira. Húsið er opið öllum og hægt er að kynna sér dagsskránna á www.midstod.is og www.blind.is.Höfundur er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Margrét María Sigurðardóttir Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Október er merklegur fyrir margar sakir en fyrir blinda og sjónskerta svo og þeirra sem starfa á vettvangi blindra og sjónskerta hefur mánuðurinn sérstaka þýðingu en í dag 10. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn og eftir nokkra daga eða þann 15. október n.k. er dagur hvíta stafsins. Tilgangur sjónverndardagsins er að beina athygli almennings út um allan heima að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Auk þess er dagurinn nýttur til að vekja athygli á alheimsátaki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í baráttunni gegn blindu. Í dag verður haldin ráðstefna um heilatengda sjónskerðinu í húsnæði VERKÍS Ofanleiti 2, Reykjavík klukkan 14:00-18:00. Á landinu er Dr. Roman Lantzy sem er leiðandi sérfræðingur í heilatengdri sjónskerðingu. En heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind. Dagur Hvíta stafsins er aftur á móti alþjóðlegur dagur tileinkaður baráttu og vitundarvakningu blindra og sjónskertra einstaklinga. Á degi Hvíta stafsins vekja blindir og sjónskertir einstaklingar og samtök þeirra athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo blint og sjónskert fólk getir verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Brýnt er að vinna að aðgengi blindra og sjónskertra á öllum sviðum samfélagins og má þar meðal annars nefna aðgengi til menntunar og upplýsinga svo og samgangna og fleira. Síðustu ár hefur aðgengi stórbatnað á mörgum sviðum með stöðugum framförum í tölvu- og tæknimálum. Möguleikar á bættu aðgengi að stafrænum upplýsingum fyrir blint og sjónskert fólk hefur aukið möguleika þeirra til menntunar, atvinnu og fleira. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða Miðstöðin eins og hún er iðulega kölluð veitir fjölþætta þjónustu þegar kemur að ofangreindum málaflokknum. Í tilefni af degi Hvíta stafsins verður haldið opið hús í Hamrahlíð 17, það er hjá Miðstöðinni og Blindrafélaginu frá klukkan 13:00-16:00. Hægt verður að kynna sér starfsemi hússins, prufa hjálpartæki og fleira. Húsið er opið öllum og hægt er að kynna sér dagsskránna á www.midstod.is og www.blind.is.Höfundur er forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun