Litlu sænsku prinsarnir og prinsessurnar ekki lengur á ríkisspenanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2019 15:18 Karl Filipps prins og Soffía eiginkona hans með sonunum Alexander og Gabríel. Karl Gústaf Svíakonungur hefur ákveðið að gera breytingar á lífi afabarna sinna. Markmiðið mun vera að tryggja börnunum eðlilegra líf en jafnframt er um sparnaðaraðgerð að ræða. Breytingin hefur verið til umræðu í lengri tíma en er nú orðin að veruleika. Frá þessu er greint í sænskum miðlum. Um er að ræða tvö börn Karls Filippus prins og þrjú börn Magðdalenu prinsessu. Fredrik Wersäll ríkismarskálkur Svíþjóðar tilkynnti um breytinguna á blaðamannafundi í morgun. Til þessa hafa prinsarnir og prinsessurnar ungu komið fram við hin og þessi tilefni en nú verður hugsað um þau sem almenna borgara með tilheyrandi einkalífi. Líf þeirra verði ekki takmarkað að mörgu leyti eins og sé tilfellið þegar um meðlimi konungsfjölskyldunnar sé að ræða. Á sama tíma greiðir ríkið ekki lengur fyrir uppihald og annan kostnað sem snýr að börnunum. Breytingin nær til Alexanders prins, Gabríels prins, Lenóru prinessu, Nicolas prins og Adríönu prinsessu. Þau eru á aldrinum eins til fimm ára en mikið barnalán hefur verið í sænsku konungsfjölskyldunni. Þau viðhalda titlum sínum og eru áfram hluti af konungsfjölskyldunni. Kostnaður við konungsfjölskylduna nam 1,8 milljarði króna í fyrra og óx um 25 milljónir á milli ára. Ekki er reiknað með því að kostnaðurinn minnki nokkuð þrátt fyrir breytingarnar. Karl Filippus og Soffía eiginkona hans vonast til þess að drengirnir þeirra eigi eftir breytingarnar eðlilegra líf fyrir höndum eins og sjá má á færslu þeirra á Instagram hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Karl Gústaf Svíakonungur hefur ákveðið að gera breytingar á lífi afabarna sinna. Markmiðið mun vera að tryggja börnunum eðlilegra líf en jafnframt er um sparnaðaraðgerð að ræða. Breytingin hefur verið til umræðu í lengri tíma en er nú orðin að veruleika. Frá þessu er greint í sænskum miðlum. Um er að ræða tvö börn Karls Filippus prins og þrjú börn Magðdalenu prinsessu. Fredrik Wersäll ríkismarskálkur Svíþjóðar tilkynnti um breytinguna á blaðamannafundi í morgun. Til þessa hafa prinsarnir og prinsessurnar ungu komið fram við hin og þessi tilefni en nú verður hugsað um þau sem almenna borgara með tilheyrandi einkalífi. Líf þeirra verði ekki takmarkað að mörgu leyti eins og sé tilfellið þegar um meðlimi konungsfjölskyldunnar sé að ræða. Á sama tíma greiðir ríkið ekki lengur fyrir uppihald og annan kostnað sem snýr að börnunum. Breytingin nær til Alexanders prins, Gabríels prins, Lenóru prinessu, Nicolas prins og Adríönu prinsessu. Þau eru á aldrinum eins til fimm ára en mikið barnalán hefur verið í sænsku konungsfjölskyldunni. Þau viðhalda titlum sínum og eru áfram hluti af konungsfjölskyldunni. Kostnaður við konungsfjölskylduna nam 1,8 milljarði króna í fyrra og óx um 25 milljónir á milli ára. Ekki er reiknað með því að kostnaðurinn minnki nokkuð þrátt fyrir breytingarnar. Karl Filippus og Soffía eiginkona hans vonast til þess að drengirnir þeirra eigi eftir breytingarnar eðlilegra líf fyrir höndum eins og sjá má á færslu þeirra á Instagram hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira