BBC segir frá því að lögregla hafi notast við vatnsþrýstidælur, táragas og barefli í samskiptum sínum við mótmælendur. Þá var reynt að fjarlægja andlitsgrímur af mótmælendum sem handteknir voru. Vitað er að fjöldi fólks særðist í átökum dagsins.
Mótmælin hafa haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa Hong Kong, en óeirðirnar leiddu meðal annars til þess að neðanjarðarlestir hættu að ganga á föstudag, en þær hófust á ný að hluta fyrr í dag.
Mótmælendur telja að skipulega sé sótt að lýðræðislegum réttindum íbúa svæðisins.
Footage shows the moment a petrol bomb thrown by a protester set a journalist's clothing on fire in Causeway Bay.
Video: RTHK/Handout pic.twitter.com/z3N0K9hfvD
— SCMP Hong Kong (@SCMPHongKong) October 6, 2019