Uppselt var á tónleikana og áttu tónlistarmenn á borð við French Montana og Wizkid að koma fram fyrir framan hátt í sextán þúsund manns. Krept, sem er meðlimur rapptvíeykisins Krept and Konan, var þó ekki á meðal þeirra sem áttu að koma fram á tónleikunum.
Tónleikarnir voru sýndir í beinni útsendingu en útsendingin var stöðvuð eftir árásina. Í yfirlýsingu frá BBC kemur fram að þeim þyki miður að aflýsa tónleikunum en öryggismál væru í forgangi. Þá hörmuðu þeir að slíkt kæmi fyrir gest á tónleikum þeirra.
Rapparinn hlaut djúpan skurð eftir árásina en viðbragðsaðilar voru á staðnum sem hlúðu að honum og þurfti hann því ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Í færslu á Twitter-síðu sinni sagðist rapparinn vera við góða heilsu og hann myndi „snúa aftur fyrr en varir“.
My people thanks for the messages Im good, ill be back in no time. God was with me trust me. Cant keep a good man down
— I SPY OUT NOW (@kreptplaydirty) October 6, 2019