Fá að opna gröf Dillingers vegna „svikara“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 08:56 John Dillinger var skotinn til bana í Chicago árið 1934. Vísir/getty Ættingjar bandaríska glæpamannsins John Dillingers hafa fengið leyfi til að opna gröf hans í Indiana. Ættingjarnir halda því fram að svikari hafi verið jarðsettur á sínum tíma í stað Dillingers. Dillinger er einn alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna. Útsendarar Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) skutu hann til bana í Chicago árið 1934. Hann var síðar jarðaður í Crown Hill-kirkjugarðinum í Indianapolis, höfuðborg Indiana-ríkis. Ættingjar Dillingers, þar á meðal frændi hans Michael Thompson, telja að alríkislögreglan hafi myrt rangan mann. Þeir segjast getað sannað það með augnlit og fingraförum „svikarans“ sem hvílir nú í gröf Dillingers. FBI hafnar þessum fullyrðingum og segir þær samsæriskenningar. Í tísti FBI frá því í ágúst kemur auk þess fram að alríkislögreglan hafi yfirgripsmiklar sannanir fyrir því að maðurinn í gröf Dillingers sé Dillinger sjálfur.#DYK some think a stand-in was killed at the Biograph Theater instead of Dillinger?If it sounds like a conspiracy theory, that's because it is. A wealth of information supports Dillinger's demise including 3 sets of fingerprints, all positively matched.— FBI Chicago (@FBIChicago) August 1, 2019 Áætlað er að ráðist verði í uppgröft líkamsleifanna á gamlársdag, 31. desember næstkomandi. Kirkjugarðurinn hefur þó sett sig upp á móti ákvörðun stjórnvalda um að gefa út leyfið. Dillinger leiddi umfangsmikla glæpastarfsemi undir merkjum Dillinger-gengisins í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Hann flúði tvisvar úr fangelsi og var tíður gestur á síðum dagblaðanna. Kvikmyndin Public Enemies með Johnny Depp í hlutverki Dillingers tekur fjallar um síðustu æviár glæpaforingjans. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Ættingjar bandaríska glæpamannsins John Dillingers hafa fengið leyfi til að opna gröf hans í Indiana. Ættingjarnir halda því fram að svikari hafi verið jarðsettur á sínum tíma í stað Dillingers. Dillinger er einn alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna. Útsendarar Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) skutu hann til bana í Chicago árið 1934. Hann var síðar jarðaður í Crown Hill-kirkjugarðinum í Indianapolis, höfuðborg Indiana-ríkis. Ættingjar Dillingers, þar á meðal frændi hans Michael Thompson, telja að alríkislögreglan hafi myrt rangan mann. Þeir segjast getað sannað það með augnlit og fingraförum „svikarans“ sem hvílir nú í gröf Dillingers. FBI hafnar þessum fullyrðingum og segir þær samsæriskenningar. Í tísti FBI frá því í ágúst kemur auk þess fram að alríkislögreglan hafi yfirgripsmiklar sannanir fyrir því að maðurinn í gröf Dillingers sé Dillinger sjálfur.#DYK some think a stand-in was killed at the Biograph Theater instead of Dillinger?If it sounds like a conspiracy theory, that's because it is. A wealth of information supports Dillinger's demise including 3 sets of fingerprints, all positively matched.— FBI Chicago (@FBIChicago) August 1, 2019 Áætlað er að ráðist verði í uppgröft líkamsleifanna á gamlársdag, 31. desember næstkomandi. Kirkjugarðurinn hefur þó sett sig upp á móti ákvörðun stjórnvalda um að gefa út leyfið. Dillinger leiddi umfangsmikla glæpastarfsemi undir merkjum Dillinger-gengisins í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Hann flúði tvisvar úr fangelsi og var tíður gestur á síðum dagblaðanna. Kvikmyndin Public Enemies með Johnny Depp í hlutverki Dillingers tekur fjallar um síðustu æviár glæpaforingjans. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira