Löng bið eftir niðurstöðu í klukkumálinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2019 14:40 Skammdegið getur reynst mörgum erfitt yfir myrkustu mánuðina. Vísir/Getty Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir er síðan að hætt var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu. Umræða um að breyta klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og meðal annars verið lagðar fram þingsályktunartillögur um málið. Nokkur þungi færðist í umræðuna í desember í fyrra þegar samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar að gefa almenningi færi á að tjá sig um málið. Í janúar var svo birt greinagerð í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í henni var skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Mikill fjöldi þeirra umsagna sem bárust voru á þá leið að seinka ætti klukkunni en um sextán hundruð umsagnir bárust um málið áður en hætt var að taka við þeim í byrjun mars. Nú þegar nærri sjö mánuðir eru síðan að tekið var við síðustu umsögnum frá almenningi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um það hvort stjórnvöld ætli að leggja til einhverja breytingu á klukkunni eða ekki. Við fyrirspurn sem send var forsætisráðuneytinu vegna málsins fengust þau svör að málið væri í skoðun hjá bæði forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu og niðurstöður verði birtar þegar þær liggja fyrir. Hvenær að það verður er alls kostar óvíst. Á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að klukkunni verði seinka er Hið íslenska svefnrannsóknarfélag. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þar á bæ finnist fólki biðin eftir niðurstöðu í málinu orðin ansi löng. „Við teljum að þetta sé stórt lýðheilsumál og skipti máli fyrir svefnvenjur Íslendinga þannig að við viljum fara að sjá einhverja niðurstöðu í þessu,“ segir Erla. Hún bendir á að mjög margar umsagnir hafi borist í samráðsgáttina. „Ég myndi vilja fara að sjá einhverjar aðgerðir. Það er löngu búið að skila inn ummælum og sérfræðingar hafa gefið sitt álit þannig að mér finnst kominn tími til að taka einhverjar ákvarðanir,“ segir Erla. Klukkan á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir er síðan að hætt var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu. Umræða um að breyta klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og meðal annars verið lagðar fram þingsályktunartillögur um málið. Nokkur þungi færðist í umræðuna í desember í fyrra þegar samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar að gefa almenningi færi á að tjá sig um málið. Í janúar var svo birt greinagerð í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í henni var skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Mikill fjöldi þeirra umsagna sem bárust voru á þá leið að seinka ætti klukkunni en um sextán hundruð umsagnir bárust um málið áður en hætt var að taka við þeim í byrjun mars. Nú þegar nærri sjö mánuðir eru síðan að tekið var við síðustu umsögnum frá almenningi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um það hvort stjórnvöld ætli að leggja til einhverja breytingu á klukkunni eða ekki. Við fyrirspurn sem send var forsætisráðuneytinu vegna málsins fengust þau svör að málið væri í skoðun hjá bæði forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu og niðurstöður verði birtar þegar þær liggja fyrir. Hvenær að það verður er alls kostar óvíst. Á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að klukkunni verði seinka er Hið íslenska svefnrannsóknarfélag. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þar á bæ finnist fólki biðin eftir niðurstöðu í málinu orðin ansi löng. „Við teljum að þetta sé stórt lýðheilsumál og skipti máli fyrir svefnvenjur Íslendinga þannig að við viljum fara að sjá einhverja niðurstöðu í þessu,“ segir Erla. Hún bendir á að mjög margar umsagnir hafi borist í samráðsgáttina. „Ég myndi vilja fara að sjá einhverjar aðgerðir. Það er löngu búið að skila inn ummælum og sérfræðingar hafa gefið sitt álit þannig að mér finnst kominn tími til að taka einhverjar ákvarðanir,“ segir Erla.
Klukkan á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira