Ævintýrið um Hannes og Gretu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 4. október 2019 07:30 Einu sinni fyrir ekki svo langa löngu, reyndar bara í fyrradag, tísti reiður prófessor á Twitter um unga stúlku. Prófessorinn hét Hannes og litla stúlkan Greta, Greta Thunberg frá Svíþjóð. Í þetta sinn skrifaði Hannes um orð og gjörðir Gretu litlu í loftslags- og umhverfismálum. Hannes hafði reyndar í gegnum tíðina oft tíst alls konar á Twitter og annars staðar og hafði áður skrifað um stúlkuna Gretu sem hann kallaði þá barnakrossfara. Greta hafði nefnilega líka verið svolítið reið. Hún hafði hrópað á torgum til að vekja athygli á loftslagsbreytingum sem hún sagði fjúkandi vond að eldri kynslóðirnar ættu alla sök á. „Unga fólkið, framtíðarkynslóðir munu aldrei fyrirgefa svik hinna eldri,“ hrópaði Greta og andlit hennar bar með sér bræði. Greta heimtaði aðgerðir strax gegn hamförum og hamfarahlýnun. Hannes var ekki sannfærður og tísti strax á móti eins og reyndar margir aðrir menn úti í heimi. Jafnvel forsetum var brugðið yfir stúlkubarni með skoðun. „Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert,“ tísti Hannes og rammaði svo inn röksemdafærsluna með því að tísta fastar: „Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Tónninn í þessu tísti var dálítið kunnuglegur, en kvót eru auðvitað ekkert verri þó aðrir hafi átt þau fyrst. „Why should I care about future generations? What have they ever done for me?“ er haft bandaríska höfundinum og grínistanum Groucho Marx, sem hefur einmitt verið talinn meistari grínsins.Loftslagsbreytingar konu Þegar ég var lítil stúlka í Svíþjóð eins og Greta elskaði ég ævintýri. Ævintýri æskunnar kenndu mér að skógurinn er alltaf hættulegur. Vonda nornin í skóginum var sennilega vegan og gekk gjarnan um með eitrað epli, sem einhver sálfræðingur gæti kannski sagt að sé ástæða þess að ég er í grunninn krítísk á svoleiðis mataræði. Sem kona hef ég enn gaman af ævintýrum en les þau með öðrum gleraugum. Ég vil skilja hvað sögupersónum gengur til og það skiptir mig máli hvernig sögupersónunum líður og hvernig þeim vegnar. Og nú sem kona á fimmtugsaldri get ég líka sagt að ég tengi við ævintýrið um Hannes og Gretu á dýpri hátt en þann sem birtist á yfirborði Twitter. Auðvitað fjallar ævintýrið um Hannes og Gretu um ógnir heimsins og hvar þær leynast. Það gera öll alvöru ævintýri. Auðvitað fjallar ævintýrið um loftslagsbreytingar, hamfarir og súrnun – en þessar breytingar getum við líka reynt og glímt við í okkar persónulega lífi, hamfarahlýnun, loftslagsbreytingar og í lokin súrnun. Og maður minn, kona á fimmtugsaldri þekkir loftslagsbreytingarnar sem á henni og systrum hennar dynja.Harmur Hannesar og Gretu Hannes og Greta upplifa í ævintýrinu hvort um sig lífsógnandi aðstæður. Greta litla ráfaði villt um í skóginum, sem er að vísu að eyðast, en fann þar engan brauðmola frá Hannesi sem gat vísað henni leið heim í öruggt skjól. Þess í stað fann Greta bara fótspor Hannesar, kolefnisfótspor hans. Og þar varð harmur sögunnar og trúnaðarbrestur, þegar í ljós kom að Greta hatar ekkert meira í heiminum öllum en einmitt kolefnisfótspor. Greta sigldi síðan alein, með myndatökuliði sínu og almannatenglum, týnd um súr höf heimsins í veðurhamförum loftslagsbreytinga. En það er meira í sögunni en velferð Gretu. Velferð Hannesar var líka alvarlega ógnað í ævintýrinu, því hann varð auðvitað fyrir því að stúlkubarnið var annarrar skoðunar en hann og hafði í ofanálag aldrei gert neitt sérstakt fyrir hann. Kannski stuðaði Greta litla líka vegna þess að öll erum við þannig að okkur finnst vont að láta skamma okkur. Og kannski stuðaði hún líka vegna þessa að hún er andlit reiðinnar og hræðslunnar og kannski stuðaði Greta vegna þess að hún gekk ekki í takt við Hannes. Og hvað gat þá annað gerst en að stúlkan villtist?Eins og mælt úr mínu móðurlífi Í ævintýrinu um Hannes og Gretu er reiðin í aðalhlutverki. Ævintýrið segir okkur nefnilega líka söguna af því hvernig dag maður þarf að eiga til að bilast gagnvart barni á Twitter. Ég get skilið hvernig dagur það er vegna þess að 48 klst. í mánuði fer líkami minn í gegnum svoleiðis hamfarir. Þegar þannig stendur á er lífið í HÁSTÖFUM. Svo það sé sagt þá vakna ég blessunarlega ekki alla daga við þá hugsun hvað ég er sammála Hannesi í lífinu en erfiða daga mánaðarins get ég tengt. Þegar ég vakna þannig finnst mér fólk almennt óþolandi og meira að segja Greta litla getur orðið pirrandi og verið fyrir mér alls staðar. Líka þegar hún er bara ein úti á hafi. Þetta er auðvitað engin óskastaða að vera í. En í þessari stöðu geta saklaus börn sem fárast yfir plaströrum alla daga líka verið dálítið pirrandi. Þar sem ég er sjálf að undirbúa mig undir það að fram undan er mín eigin hamfarahlýnun, súrnun og ef allt fer á versta veg: hörð hár í andliti þá skil ég dálítið Twitter-bræði Hannesar. Tístið er eins og mælt úr mínu móðurlífi á degi 26 í tíðahringnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir ekki svo langa löngu, reyndar bara í fyrradag, tísti reiður prófessor á Twitter um unga stúlku. Prófessorinn hét Hannes og litla stúlkan Greta, Greta Thunberg frá Svíþjóð. Í þetta sinn skrifaði Hannes um orð og gjörðir Gretu litlu í loftslags- og umhverfismálum. Hannes hafði reyndar í gegnum tíðina oft tíst alls konar á Twitter og annars staðar og hafði áður skrifað um stúlkuna Gretu sem hann kallaði þá barnakrossfara. Greta hafði nefnilega líka verið svolítið reið. Hún hafði hrópað á torgum til að vekja athygli á loftslagsbreytingum sem hún sagði fjúkandi vond að eldri kynslóðirnar ættu alla sök á. „Unga fólkið, framtíðarkynslóðir munu aldrei fyrirgefa svik hinna eldri,“ hrópaði Greta og andlit hennar bar með sér bræði. Greta heimtaði aðgerðir strax gegn hamförum og hamfarahlýnun. Hannes var ekki sannfærður og tísti strax á móti eins og reyndar margir aðrir menn úti í heimi. Jafnvel forsetum var brugðið yfir stúlkubarni með skoðun. „Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert,“ tísti Hannes og rammaði svo inn röksemdafærsluna með því að tísta fastar: „Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Tónninn í þessu tísti var dálítið kunnuglegur, en kvót eru auðvitað ekkert verri þó aðrir hafi átt þau fyrst. „Why should I care about future generations? What have they ever done for me?“ er haft bandaríska höfundinum og grínistanum Groucho Marx, sem hefur einmitt verið talinn meistari grínsins.Loftslagsbreytingar konu Þegar ég var lítil stúlka í Svíþjóð eins og Greta elskaði ég ævintýri. Ævintýri æskunnar kenndu mér að skógurinn er alltaf hættulegur. Vonda nornin í skóginum var sennilega vegan og gekk gjarnan um með eitrað epli, sem einhver sálfræðingur gæti kannski sagt að sé ástæða þess að ég er í grunninn krítísk á svoleiðis mataræði. Sem kona hef ég enn gaman af ævintýrum en les þau með öðrum gleraugum. Ég vil skilja hvað sögupersónum gengur til og það skiptir mig máli hvernig sögupersónunum líður og hvernig þeim vegnar. Og nú sem kona á fimmtugsaldri get ég líka sagt að ég tengi við ævintýrið um Hannes og Gretu á dýpri hátt en þann sem birtist á yfirborði Twitter. Auðvitað fjallar ævintýrið um Hannes og Gretu um ógnir heimsins og hvar þær leynast. Það gera öll alvöru ævintýri. Auðvitað fjallar ævintýrið um loftslagsbreytingar, hamfarir og súrnun – en þessar breytingar getum við líka reynt og glímt við í okkar persónulega lífi, hamfarahlýnun, loftslagsbreytingar og í lokin súrnun. Og maður minn, kona á fimmtugsaldri þekkir loftslagsbreytingarnar sem á henni og systrum hennar dynja.Harmur Hannesar og Gretu Hannes og Greta upplifa í ævintýrinu hvort um sig lífsógnandi aðstæður. Greta litla ráfaði villt um í skóginum, sem er að vísu að eyðast, en fann þar engan brauðmola frá Hannesi sem gat vísað henni leið heim í öruggt skjól. Þess í stað fann Greta bara fótspor Hannesar, kolefnisfótspor hans. Og þar varð harmur sögunnar og trúnaðarbrestur, þegar í ljós kom að Greta hatar ekkert meira í heiminum öllum en einmitt kolefnisfótspor. Greta sigldi síðan alein, með myndatökuliði sínu og almannatenglum, týnd um súr höf heimsins í veðurhamförum loftslagsbreytinga. En það er meira í sögunni en velferð Gretu. Velferð Hannesar var líka alvarlega ógnað í ævintýrinu, því hann varð auðvitað fyrir því að stúlkubarnið var annarrar skoðunar en hann og hafði í ofanálag aldrei gert neitt sérstakt fyrir hann. Kannski stuðaði Greta litla líka vegna þess að öll erum við þannig að okkur finnst vont að láta skamma okkur. Og kannski stuðaði hún líka vegna þessa að hún er andlit reiðinnar og hræðslunnar og kannski stuðaði Greta vegna þess að hún gekk ekki í takt við Hannes. Og hvað gat þá annað gerst en að stúlkan villtist?Eins og mælt úr mínu móðurlífi Í ævintýrinu um Hannes og Gretu er reiðin í aðalhlutverki. Ævintýrið segir okkur nefnilega líka söguna af því hvernig dag maður þarf að eiga til að bilast gagnvart barni á Twitter. Ég get skilið hvernig dagur það er vegna þess að 48 klst. í mánuði fer líkami minn í gegnum svoleiðis hamfarir. Þegar þannig stendur á er lífið í HÁSTÖFUM. Svo það sé sagt þá vakna ég blessunarlega ekki alla daga við þá hugsun hvað ég er sammála Hannesi í lífinu en erfiða daga mánaðarins get ég tengt. Þegar ég vakna þannig finnst mér fólk almennt óþolandi og meira að segja Greta litla getur orðið pirrandi og verið fyrir mér alls staðar. Líka þegar hún er bara ein úti á hafi. Þetta er auðvitað engin óskastaða að vera í. En í þessari stöðu geta saklaus börn sem fárast yfir plaströrum alla daga líka verið dálítið pirrandi. Þar sem ég er sjálf að undirbúa mig undir það að fram undan er mín eigin hamfarahlýnun, súrnun og ef allt fer á versta veg: hörð hár í andliti þá skil ég dálítið Twitter-bræði Hannesar. Tístið er eins og mælt úr mínu móðurlífi á degi 26 í tíðahringnum.
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun