Fulltrúar Bandaríkjastjórnar skrifuðu yfirlýsingu fyrir Úkraínuforseta um rannsókn á Biden Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 23:45 Kurt Volker þegar hann mætti í þinghúsið í morgun. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna hann sagði af sér skyndilega á föstudag. AP/J.Scott Applewhite Tveir sendifulltrúar Bandaríkjastjórnar í Úkraínu skrifuðu drög að yfirlýsingu fyrir forseta Úkraínu þar sem hann hefði heitið því að rannsaka pólitískan andstæðing Donalds Trump Bandaríkjaforseta eins og hann hefur þrýst á úkraínsk stjórnvöld að gera. Annar fulltrúanna varaði Rudy Giuliani, lögmann Trump, við því að leggja trúnað á upplýsingar um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Trump stendur frammi fyrir rannsókn á mögulegu embættisbroti vegna tilrauna hans til að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Biden. Uppljóstrari kvartaði til innri endurskoðanda leyniþjónustunnar undan því að Trump hefði mögulega misnotað vald sitt í símtali við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, í sumar og að Hvíta húsið hefði reynt að fela endurrit á símtalinu. Trump þrýsti á úkraínska forsetann að rannsaka Biden vegna meintrar spillingar á sama tíma og hann hélt eftir hundruð milljóna hernaðaraðstoð. Í samantekt á símtalinu sem Hvíta húsið birti sjálft kom fram að Trump bað Zelenskíj að vinna með William Barr, dómsmálaráðherra, og Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að slíkri rannsókn. Giuliani hefur undanfarna mánuði hitt úkraínska saksóknara og stjórnmálamenn til að reyna að afla skaðlegra upplýsinga um Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Demókratar sem fara með meirihluta í fulltrúadeild þingsins hófu formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump vegna þess í síðustu viku.Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump.Getty/Jeff NeiraAðstoðaði Giuliani þrátt fyrir viðvaranirNew York Times fullyrðir í kvöld að tveir helstu sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu hafi skrifað upp yfirlýsingu fyrir Zelenskíj sem hefði skuldbundið hann til að fylgja eftir rannsókn á Biden eins og Trump vildi. Gordon D. Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, og Kurt Volker, sendifulltrúi í Úkraínu, eru sagðir hafa gert drögin. Volker sagði skyndilega af sér á föstudag án skýringa. Giuliani og einn helsti ráðgjafi Zelenskíj eru sagðir hafa verið meðvitaður um yfirlýsinguna. Með henni hefði Zelenskíj skuldbundið sig til að rannsaka olíufyrirtæki þar sem sonur Biden sat í stjórn, og rakalausa samsæriskenningu sem Trump aðhyllist um að það hafi verið Úkraína, ekki Rússland, sem hafði afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2016. Volker, sem var sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu þar til hann sagði af sér á föstudag, bar vitni á bak við luktar dyr fyrir nefnd fulltrúadeildarinnar í dag. Ekki hafa verið gefnar skýringar á því hvers vegna hann sagði af sér.Washington Post hefur eftir heimildum sínum að Volker hafi sagt nefndinni að hann hafi varað Giuliani við því að upplýsingarnar sem hann fékk frá úkraínskum stjórnmálamönnum um Biden væru ekki trúverðugar. Engu að síður virðist Volker hafa aðstoðað Giuliani við að koma á fundum með úkraínskum áhrifamönnum. Giuliani hefur meðal annars birt textaskilaboð þeirra Volker þess efnis. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram án nokkurra sannana að þegar Biden þrýsti á úkraínsk stjórnvöld um að reka saksóknara árið 2015 hafi hann gert það til að hjálpa Hunter syni sínum sem sat í stjórn olíufyrirtækis úkraínsks auðmanns. Ekkert hefur þó komið fram sem styður þær ásakanir. Þrýstingurinn á Úkraínu um að reka saksóknarann Viktor Sjokín var alþjóðlegur og naut stuðnings beggja flokka í Bandaríkjunum. Saksóknarinnar var almennt talinn draga lappirnar í að rannsaka spillingu í Úkraínu. Hótanir Biden garð ríkisstjórnarinnar í Kænugarði komu enn fremur eftir að rannsókn á olíufyrirtækinu hafði verið sett á ís. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Biden-feðganir hafi gert nokkuð saknæmt.Trump sagðist í dag telja að Kína og Úkraína ætti að rannsaka Joe Biden. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að varaforsetinn fyrrverandi hafi gert nokkuð saknæmt.AP/John RaouxHvatning Trump til Kína og Úkraínu sögð „viðbjóðsleg“ Þrátt fyrir að Trump sé þegar til rannsóknar fyrir að hafa misbeitt valdi sínu til að þvinga pólitískan greiða út úr erlendu ríki bætti forsetinn um betur í dag þegar hann hvatti Úkraínumenn og Kínverja til að rannsaka Biden. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings sem stýrir rannsókninni á mögulegum embættisbrotum Trump að miklu leyti, sagði ummæli Trump „viðbjóðsleg“. „Enn og aftur er forseti Bandaríkjanna að stinga upp á, að hvetja, erlent ríki til að skipta sér af forsetakosningum okkar,“ sagði Schiff sem taldi það benda til þess að Trump hefði ekkert lært af rannsókninni á meintu samráði framboðs hans og Rússa sem stóð yfir í um tvö ár. Trump og bandamenn hans hafa deilt hart á uppljóstrarann sem vitað er að er starfsmaður leyniþjónustunnar CIA. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar mat kvörtun hans „trúverðuga og áriðandi“ þó að hann teldi að uppljóstrarinn gæti verið hlutdrægur gegn Trump. Endurskoðandinn taldi það ekki breyta staðreyndum kvörtunarinnar. Samantekt Hvíta hússins á símtali Trump og Zelenskíj staðfesti síðan margt það sem kom fram í kvörtuninni.CNN-fréttastöðin sagði í kvöld frá því að fyrirvari innri endurskoðandans um mögulega hlutdrægni uppljóstrarans hafi snúið að því að hann sé skráður kjósandi í forvali Demókrataflokksins. Eins og áður segir hafa Trump og bandamenn hans ekki lagt fram neinar sannanir til að styðja ásakanir þeirra á hendur Biden-feðgunum. CNN hafnaði þannig að birta tvær sjónvarpsauglýsingar frá framboði Trump á þeim forsendum að í þeim væri að finna falskar fullyrðingar. AP-fréttastofan segir að sjónvarpsstöðin hafi fallist á að birta þriðju auglýsinguna sem framboðið vildi fá birta. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Tveir sendifulltrúar Bandaríkjastjórnar í Úkraínu skrifuðu drög að yfirlýsingu fyrir forseta Úkraínu þar sem hann hefði heitið því að rannsaka pólitískan andstæðing Donalds Trump Bandaríkjaforseta eins og hann hefur þrýst á úkraínsk stjórnvöld að gera. Annar fulltrúanna varaði Rudy Giuliani, lögmann Trump, við því að leggja trúnað á upplýsingar um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Trump stendur frammi fyrir rannsókn á mögulegu embættisbroti vegna tilrauna hans til að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Biden. Uppljóstrari kvartaði til innri endurskoðanda leyniþjónustunnar undan því að Trump hefði mögulega misnotað vald sitt í símtali við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, í sumar og að Hvíta húsið hefði reynt að fela endurrit á símtalinu. Trump þrýsti á úkraínska forsetann að rannsaka Biden vegna meintrar spillingar á sama tíma og hann hélt eftir hundruð milljóna hernaðaraðstoð. Í samantekt á símtalinu sem Hvíta húsið birti sjálft kom fram að Trump bað Zelenskíj að vinna með William Barr, dómsmálaráðherra, og Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að slíkri rannsókn. Giuliani hefur undanfarna mánuði hitt úkraínska saksóknara og stjórnmálamenn til að reyna að afla skaðlegra upplýsinga um Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Demókratar sem fara með meirihluta í fulltrúadeild þingsins hófu formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump vegna þess í síðustu viku.Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump.Getty/Jeff NeiraAðstoðaði Giuliani þrátt fyrir viðvaranirNew York Times fullyrðir í kvöld að tveir helstu sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu hafi skrifað upp yfirlýsingu fyrir Zelenskíj sem hefði skuldbundið hann til að fylgja eftir rannsókn á Biden eins og Trump vildi. Gordon D. Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, og Kurt Volker, sendifulltrúi í Úkraínu, eru sagðir hafa gert drögin. Volker sagði skyndilega af sér á föstudag án skýringa. Giuliani og einn helsti ráðgjafi Zelenskíj eru sagðir hafa verið meðvitaður um yfirlýsinguna. Með henni hefði Zelenskíj skuldbundið sig til að rannsaka olíufyrirtæki þar sem sonur Biden sat í stjórn, og rakalausa samsæriskenningu sem Trump aðhyllist um að það hafi verið Úkraína, ekki Rússland, sem hafði afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum árið 2016. Volker, sem var sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu þar til hann sagði af sér á föstudag, bar vitni á bak við luktar dyr fyrir nefnd fulltrúadeildarinnar í dag. Ekki hafa verið gefnar skýringar á því hvers vegna hann sagði af sér.Washington Post hefur eftir heimildum sínum að Volker hafi sagt nefndinni að hann hafi varað Giuliani við því að upplýsingarnar sem hann fékk frá úkraínskum stjórnmálamönnum um Biden væru ekki trúverðugar. Engu að síður virðist Volker hafa aðstoðað Giuliani við að koma á fundum með úkraínskum áhrifamönnum. Giuliani hefur meðal annars birt textaskilaboð þeirra Volker þess efnis. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram án nokkurra sannana að þegar Biden þrýsti á úkraínsk stjórnvöld um að reka saksóknara árið 2015 hafi hann gert það til að hjálpa Hunter syni sínum sem sat í stjórn olíufyrirtækis úkraínsks auðmanns. Ekkert hefur þó komið fram sem styður þær ásakanir. Þrýstingurinn á Úkraínu um að reka saksóknarann Viktor Sjokín var alþjóðlegur og naut stuðnings beggja flokka í Bandaríkjunum. Saksóknarinnar var almennt talinn draga lappirnar í að rannsaka spillingu í Úkraínu. Hótanir Biden garð ríkisstjórnarinnar í Kænugarði komu enn fremur eftir að rannsókn á olíufyrirtækinu hafði verið sett á ís. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Biden-feðganir hafi gert nokkuð saknæmt.Trump sagðist í dag telja að Kína og Úkraína ætti að rannsaka Joe Biden. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að varaforsetinn fyrrverandi hafi gert nokkuð saknæmt.AP/John RaouxHvatning Trump til Kína og Úkraínu sögð „viðbjóðsleg“ Þrátt fyrir að Trump sé þegar til rannsóknar fyrir að hafa misbeitt valdi sínu til að þvinga pólitískan greiða út úr erlendu ríki bætti forsetinn um betur í dag þegar hann hvatti Úkraínumenn og Kínverja til að rannsaka Biden. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings sem stýrir rannsókninni á mögulegum embættisbrotum Trump að miklu leyti, sagði ummæli Trump „viðbjóðsleg“. „Enn og aftur er forseti Bandaríkjanna að stinga upp á, að hvetja, erlent ríki til að skipta sér af forsetakosningum okkar,“ sagði Schiff sem taldi það benda til þess að Trump hefði ekkert lært af rannsókninni á meintu samráði framboðs hans og Rússa sem stóð yfir í um tvö ár. Trump og bandamenn hans hafa deilt hart á uppljóstrarann sem vitað er að er starfsmaður leyniþjónustunnar CIA. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar mat kvörtun hans „trúverðuga og áriðandi“ þó að hann teldi að uppljóstrarinn gæti verið hlutdrægur gegn Trump. Endurskoðandinn taldi það ekki breyta staðreyndum kvörtunarinnar. Samantekt Hvíta hússins á símtali Trump og Zelenskíj staðfesti síðan margt það sem kom fram í kvörtuninni.CNN-fréttastöðin sagði í kvöld frá því að fyrirvari innri endurskoðandans um mögulega hlutdrægni uppljóstrarans hafi snúið að því að hann sé skráður kjósandi í forvali Demókrataflokksins. Eins og áður segir hafa Trump og bandamenn hans ekki lagt fram neinar sannanir til að styðja ásakanir þeirra á hendur Biden-feðgunum. CNN hafnaði þannig að birta tvær sjónvarpsauglýsingar frá framboði Trump á þeim forsendum að í þeim væri að finna falskar fullyrðingar. AP-fréttastofan segir að sjónvarpsstöðin hafi fallist á að birta þriðju auglýsinguna sem framboðið vildi fá birta.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45
Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00
Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59
Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08