Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Paris Saint-Germain unnu þriggja marka sigur á Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði tvö af mörkum PSG í 31-28 sigrinum.
PSG var með yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn nokkuð þægilegur. Staðan hafði verið 16-13 í hálfleik.
Nedim Remili var markahæstur í liði PSG með 7 mörk.

