Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2019 14:15 Jókerinn og Hildur. Mynd/Warner Bros/ANTJE TAIGA JANDRIG Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. Þemalag Jókersins sem Hildur samdi varð til þess að lykilatriði Jóker-myndarinnar var tekið upp á allt annan hátt en lagt var upp með. Hildur hefur að undanförnu getið sér gott orð í Hollywood og vann hún til að mynda Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina í Chernobyl-þáttunum fyrr á árinu. Þættirnir vöktu mikla athygli og var tónlist Hildar meðal annars þakkað fyrir það.Nýjasta verkefni Hildar er stórmyndin Joker sem skartar leikaranum Joaquin Phoenix í hlutverki Jókersins, persónu sem margir kannast við úr Batman-kvikmyndum og sögum. Myndin er í leikstjórn Todd Phillips. Hann sendi henni handrit að myndinnni og bað hana sérstaklega um að hafa aðstæður Arthur Fleck, manninn sem umbreytist í Jókerinn í huga.Það reyndist Hildi auðvelt.„Hann er að reyna færa heiminum smá gleði en tekst það bara ekki vegna ytri aðstæðna sem hafa áhrif á hann,“segir Hildur í samtali við NPR.„Þetta er sorglegt þannig að mér fannst mikilvægt að gefa honum það að eiga sér aðeins mýkri hlið,“ sagði Hildur. Leikstjórinn breytti skyndilega um skoðun og spilaði lagið aftur og aftur Strax eftir að hafa lesið handritið settist hún niður með selló og úr varð Bathroom Dance sem Hildur segir að sé einhvers konar birtingarmynd þeirra tilfinninga sem brutust um í henni eftir að hafa lesið handritið. Athygli vekur að hún samdi það áður en að tökur hófust á myndinni sem telst óvenjulegt, enda er kvikmyndatónlist yfirleitt samin eftir að kvikmyndin er tilbúin. Í viðtalinu við NPR er einnig rætt við Lawrence Sher, kvikmyndatökustjóra myndarinnar. Hann segir að þetta lag hafi „algjörlega breytt“ því hvernig leikstjórinn ákvað að taka upp lykilatriði í kvikmyndinni. Í atriðinu sem um ræðir má sjá Arthur Fleck umbreytast í Jókerinn. Upphaflega hafi atriðið bara átt að vera eins og hefðbundið atriði í kvikmynd. Það breyttist hins vegar skyndilega við tökur þegar Philipps ákvað að spila lagið aftur og aftur er atriðið var tekið upp. „Hann spilaði þetta aftur og aftur yfir hverja töku á meðan karakterinn hans Joaquin er í þessu ógeðslega baðherbergi og hann byrjaði á einhverjum umbreytandi dansi,“ segir Sher. „Tónlistin undir var svo mikilvæg, ekki bara fyrir hvernig Joaquin lék atriðið heldur einnig fyrir hvernig við tókum það upp, hvernig orkan var á tökustað og líka að gera þetta atriði svo lifandi,“segir Sher. Ánægð með útkomuna Sjálf var Hildur mjög ánægð með útkomuna og sagði frammistöðu Joaquin hafa algjörlega rímað við tilfinningarnar sem Hildur fann við að semja lagið. „Þetta var alveg ótrúlega falleg samræða án orða“.Hlusta má á viðtal NPR við Hildi hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Hildur slysaðist inn í kvikmyndabransann Hildur Guðnadóttir byrjaði að læra á selló fjögurra ára og er nú tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir tónlist í þáttunum Chernobyl. Hildur tengdi við mannlegu hlið þáttanna en lagði sig mikið fram við að skilja líka kjarnorkuhliðina. 19. júlí 2019 06:00 Ný stikla fyrir Jókerinn komin Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir, sem vakti mikla athygli fyrir hljóðrás sína fyrir þættina Chernobyl, semur tónlistina fyrir myndina en hún er ekki eina íslenska tónskáldið sem kemur að myndinni. Veigar Margeirsson tónskáld samdi tónlistina fyrir stikluna sjálfa sem er áberandi í henni. 30. ágúst 2019 08:58 Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Hildur bætist í fámennan hóp Íslendinga í bandarísku kvikmyndaakademíunni Íslenska tónskáldinu og sellóleikaranum Hildi Guðnadóttur hefur verið boðið að taka sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. Þemalag Jókersins sem Hildur samdi varð til þess að lykilatriði Jóker-myndarinnar var tekið upp á allt annan hátt en lagt var upp með. Hildur hefur að undanförnu getið sér gott orð í Hollywood og vann hún til að mynda Emmy-verðlaunin fyrir tónlistina í Chernobyl-þáttunum fyrr á árinu. Þættirnir vöktu mikla athygli og var tónlist Hildar meðal annars þakkað fyrir það.Nýjasta verkefni Hildar er stórmyndin Joker sem skartar leikaranum Joaquin Phoenix í hlutverki Jókersins, persónu sem margir kannast við úr Batman-kvikmyndum og sögum. Myndin er í leikstjórn Todd Phillips. Hann sendi henni handrit að myndinnni og bað hana sérstaklega um að hafa aðstæður Arthur Fleck, manninn sem umbreytist í Jókerinn í huga.Það reyndist Hildi auðvelt.„Hann er að reyna færa heiminum smá gleði en tekst það bara ekki vegna ytri aðstæðna sem hafa áhrif á hann,“segir Hildur í samtali við NPR.„Þetta er sorglegt þannig að mér fannst mikilvægt að gefa honum það að eiga sér aðeins mýkri hlið,“ sagði Hildur. Leikstjórinn breytti skyndilega um skoðun og spilaði lagið aftur og aftur Strax eftir að hafa lesið handritið settist hún niður með selló og úr varð Bathroom Dance sem Hildur segir að sé einhvers konar birtingarmynd þeirra tilfinninga sem brutust um í henni eftir að hafa lesið handritið. Athygli vekur að hún samdi það áður en að tökur hófust á myndinni sem telst óvenjulegt, enda er kvikmyndatónlist yfirleitt samin eftir að kvikmyndin er tilbúin. Í viðtalinu við NPR er einnig rætt við Lawrence Sher, kvikmyndatökustjóra myndarinnar. Hann segir að þetta lag hafi „algjörlega breytt“ því hvernig leikstjórinn ákvað að taka upp lykilatriði í kvikmyndinni. Í atriðinu sem um ræðir má sjá Arthur Fleck umbreytast í Jókerinn. Upphaflega hafi atriðið bara átt að vera eins og hefðbundið atriði í kvikmynd. Það breyttist hins vegar skyndilega við tökur þegar Philipps ákvað að spila lagið aftur og aftur er atriðið var tekið upp. „Hann spilaði þetta aftur og aftur yfir hverja töku á meðan karakterinn hans Joaquin er í þessu ógeðslega baðherbergi og hann byrjaði á einhverjum umbreytandi dansi,“ segir Sher. „Tónlistin undir var svo mikilvæg, ekki bara fyrir hvernig Joaquin lék atriðið heldur einnig fyrir hvernig við tókum það upp, hvernig orkan var á tökustað og líka að gera þetta atriði svo lifandi,“segir Sher. Ánægð með útkomuna Sjálf var Hildur mjög ánægð með útkomuna og sagði frammistöðu Joaquin hafa algjörlega rímað við tilfinningarnar sem Hildur fann við að semja lagið. „Þetta var alveg ótrúlega falleg samræða án orða“.Hlusta má á viðtal NPR við Hildi hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Hildur slysaðist inn í kvikmyndabransann Hildur Guðnadóttir byrjaði að læra á selló fjögurra ára og er nú tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir tónlist í þáttunum Chernobyl. Hildur tengdi við mannlegu hlið þáttanna en lagði sig mikið fram við að skilja líka kjarnorkuhliðina. 19. júlí 2019 06:00 Ný stikla fyrir Jókerinn komin Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir, sem vakti mikla athygli fyrir hljóðrás sína fyrir þættina Chernobyl, semur tónlistina fyrir myndina en hún er ekki eina íslenska tónskáldið sem kemur að myndinni. Veigar Margeirsson tónskáld samdi tónlistina fyrir stikluna sjálfa sem er áberandi í henni. 30. ágúst 2019 08:58 Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Hildur bætist í fámennan hóp Íslendinga í bandarísku kvikmyndaakademíunni Íslenska tónskáldinu og sellóleikaranum Hildi Guðnadóttur hefur verið boðið að taka sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hildur slysaðist inn í kvikmyndabransann Hildur Guðnadóttir byrjaði að læra á selló fjögurra ára og er nú tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir tónlist í þáttunum Chernobyl. Hildur tengdi við mannlegu hlið þáttanna en lagði sig mikið fram við að skilja líka kjarnorkuhliðina. 19. júlí 2019 06:00
Ný stikla fyrir Jókerinn komin Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir, sem vakti mikla athygli fyrir hljóðrás sína fyrir þættina Chernobyl, semur tónlistina fyrir myndina en hún er ekki eina íslenska tónskáldið sem kemur að myndinni. Veigar Margeirsson tónskáld samdi tónlistina fyrir stikluna sjálfa sem er áberandi í henni. 30. ágúst 2019 08:58
Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19
Hildur bætist í fámennan hóp Íslendinga í bandarísku kvikmyndaakademíunni Íslenska tónskáldinu og sellóleikaranum Hildi Guðnadóttur hefur verið boðið að taka sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni. 9. júlí 2019 12:15