Myrti fjóra lögreglumenn með hnífi í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2019 13:30 Árásin átti sér stað um klukkan eitt að staðartíma í París í dag. EPA/ IAN LANGSDON Fjórir lögregluþjónar eru dánir eftir að starfsmaður lögreglunnar réðst á þá með hnífi í höfuðstöðvum lögreglunnar í París. Árásarmaðurinn var svo skotinn til bana af lögregluþjóni. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir né hvort fleiri séu særðir. Höfuðstöðvar lögreglunnar í París eru staðsettar nærri Notre Dame og mun árásin hafa átt sér stað um klukkan eitt að staðartíma. Það er um klukkan ellefu hér á landi. Allri eyjunni l’île de la Cité, var lokað um tíma vegna árásarinnar. Talsmaður verkalýðsfélag lögregluþjóna í París sagði Sky News að svo virðist sem að árásin hafi hafist á skrifstofu í byggingunni. Talið er að árásarmaðurinn hafi unnið hjá lögreglunni í tuttugu ár, samkvæmt heimildarmönnum heimildarmenn Sky og mun hann aldrei hafa verið til vandræða, ef svo má að orði komast, áður. Einn starfsmaður lögreglunnar sagði AP fréttaveitunni að hann hefði heyrt tvo skothvelli og svo séð tvo lögregluþjóna koma grátandi út úr skrifstofunni. Sá þriðji, sá sem skaut árásarmanninn, hafi svo skriðið út. Hann mun einnig hafa verið grátandi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, segir íbúa borgarinnar syrgja vegna árásarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór til höfuðstöðvanna og vottaði lögregluþjónum samúð sína, samkvæmt Le Mone, og Christophe Castaner, utanríkisráðherra, hætti verið ferð sína til Tyrklands vegna árásarinnar. Þúsundir lögregluþjóna fóru í kröfugöngu í París í gær til að mótmæla lágum launum, löngum vinnudögum og auknum fjölda sjálfsvíga lögregluþjóna. Frakkland Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Fjórir lögregluþjónar eru dánir eftir að starfsmaður lögreglunnar réðst á þá með hnífi í höfuðstöðvum lögreglunnar í París. Árásarmaðurinn var svo skotinn til bana af lögregluþjóni. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir né hvort fleiri séu særðir. Höfuðstöðvar lögreglunnar í París eru staðsettar nærri Notre Dame og mun árásin hafa átt sér stað um klukkan eitt að staðartíma. Það er um klukkan ellefu hér á landi. Allri eyjunni l’île de la Cité, var lokað um tíma vegna árásarinnar. Talsmaður verkalýðsfélag lögregluþjóna í París sagði Sky News að svo virðist sem að árásin hafi hafist á skrifstofu í byggingunni. Talið er að árásarmaðurinn hafi unnið hjá lögreglunni í tuttugu ár, samkvæmt heimildarmönnum heimildarmenn Sky og mun hann aldrei hafa verið til vandræða, ef svo má að orði komast, áður. Einn starfsmaður lögreglunnar sagði AP fréttaveitunni að hann hefði heyrt tvo skothvelli og svo séð tvo lögregluþjóna koma grátandi út úr skrifstofunni. Sá þriðji, sá sem skaut árásarmanninn, hafi svo skriðið út. Hann mun einnig hafa verið grátandi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, segir íbúa borgarinnar syrgja vegna árásarinnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór til höfuðstöðvanna og vottaði lögregluþjónum samúð sína, samkvæmt Le Mone, og Christophe Castaner, utanríkisráðherra, hætti verið ferð sína til Tyrklands vegna árásarinnar. Þúsundir lögregluþjóna fóru í kröfugöngu í París í gær til að mótmæla lágum launum, löngum vinnudögum og auknum fjölda sjálfsvíga lögregluþjóna.
Frakkland Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira