Úrskurðaður í nálgunarbann fyrir að áreita pilt og beita ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 17:56 Maðurinn reyndi meðal annars eitt sinn að taka drenginn með sér í bíl eftir skóla gegn vilja hans. Vísir/Hanna Nálgunarbannsúrskurður lögreglustjórans á Vesturlandi yfir manni sem beitti ólögráða pilt ofbeldi og áreitti var staðfest í Landsrétti í gær. Maðurinn hafði dvalið á heimili móður piltsins en honum er nú bannað að koma nálægt piltinum eða hafa samband við hann á nokkurn hátt í þrjá mánuði. Faðir piltsins óskaði fyrst eftir nálgunarbanni á manninn 10. september. Í kjölfarið tóku móðir piltsins og barnaverndarnefnd undir beiðnina. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að tengsl piltsins og mannsins hafi hafist þegar maðurinn kom til dvalar á heimili móður piltsins. Samskiptin hafi aukist þannig að pilturinn og bróðir hans hafi haldið mikið til hjá manninum. Pilturinn bar að honum hefði í fyrstu liðið vel hjá manninum en undanfarið hafi hann orðið fyrir skömmum og aðkasti, meðal annars vegna þess að maðurinn vildi stýra samskiptum piltsins við barnaverndaryfirvöld sem hafi verið með aðstæður og málefni piltsins til skoðunar. Maðurinn hafi gefið piltinum fyrirmæli um hvað hann ætti að segja yfirvöldum og reiðst ef honum fannst hann ekki hafa staðið sig nógu vel. Pilturinn lýsti því að maðurinn hefði lagt á hann hendur og slegið hann í andlitið. Maðurinn hafi síðan ítrekað hótað honum barsmíðum. Auk ofbeldisins sagði pilturinn að maðurinn hafi sent honum mörg skilaboð og að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna þeirra. Maðurinn hafi ekki látið af því þrátt fyrir að pilturinn bæði hann um að hætta. Þá taldi pilturinn sig hafa orðið þess áskynja að maðurinn sæti um hann og beðið eftir honum í lok skólatíma. Lögregla stöðvaði manninn þegar hann ætlaði að færa piltinn inn í bifreið gegn vilja hans 10. september. Pilturinn, sem hafði beðið móður sinnar, sagði lögreglu þá að hann væri hræddur við manninn og færi ekki mikið út úr húsi vegna þess. Lögreglan hefur í fjórgang haft afskipti af málefnum piltsins vegna mannsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart piltinum í þrjá mánuði. Honum er bannað að koma á eða í námunda við heimili piltsins hjá móður sinni eða dvalarstað föður hans. Honum er einnig bannað að veita piltinum eftirför, nálgast hann á almannafæri, vinnustað hans eða skóla, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma hans, senda honum orðsendingar eða bréf, SMS-skeyti eða tölvupóst, rita á síður hans á samskiptasíðum á netinu eða setja sig á annan hátt í samband við piltinn. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðunina 23. september. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var engu að síður staðfestur í Landsrétti í gær. Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Nálgunarbannsúrskurður lögreglustjórans á Vesturlandi yfir manni sem beitti ólögráða pilt ofbeldi og áreitti var staðfest í Landsrétti í gær. Maðurinn hafði dvalið á heimili móður piltsins en honum er nú bannað að koma nálægt piltinum eða hafa samband við hann á nokkurn hátt í þrjá mánuði. Faðir piltsins óskaði fyrst eftir nálgunarbanni á manninn 10. september. Í kjölfarið tóku móðir piltsins og barnaverndarnefnd undir beiðnina. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að tengsl piltsins og mannsins hafi hafist þegar maðurinn kom til dvalar á heimili móður piltsins. Samskiptin hafi aukist þannig að pilturinn og bróðir hans hafi haldið mikið til hjá manninum. Pilturinn bar að honum hefði í fyrstu liðið vel hjá manninum en undanfarið hafi hann orðið fyrir skömmum og aðkasti, meðal annars vegna þess að maðurinn vildi stýra samskiptum piltsins við barnaverndaryfirvöld sem hafi verið með aðstæður og málefni piltsins til skoðunar. Maðurinn hafi gefið piltinum fyrirmæli um hvað hann ætti að segja yfirvöldum og reiðst ef honum fannst hann ekki hafa staðið sig nógu vel. Pilturinn lýsti því að maðurinn hefði lagt á hann hendur og slegið hann í andlitið. Maðurinn hafi síðan ítrekað hótað honum barsmíðum. Auk ofbeldisins sagði pilturinn að maðurinn hafi sent honum mörg skilaboð og að hann hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna þeirra. Maðurinn hafi ekki látið af því þrátt fyrir að pilturinn bæði hann um að hætta. Þá taldi pilturinn sig hafa orðið þess áskynja að maðurinn sæti um hann og beðið eftir honum í lok skólatíma. Lögregla stöðvaði manninn þegar hann ætlaði að færa piltinn inn í bifreið gegn vilja hans 10. september. Pilturinn, sem hafði beðið móður sinnar, sagði lögreglu þá að hann væri hræddur við manninn og færi ekki mikið út úr húsi vegna þess. Lögreglan hefur í fjórgang haft afskipti af málefnum piltsins vegna mannsins. Lögreglustjórinn á Vesturlandi ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart piltinum í þrjá mánuði. Honum er bannað að koma á eða í námunda við heimili piltsins hjá móður sinni eða dvalarstað föður hans. Honum er einnig bannað að veita piltinum eftirför, nálgast hann á almannafæri, vinnustað hans eða skóla, hringja í heima-, vinnu- eða farsíma hans, senda honum orðsendingar eða bréf, SMS-skeyti eða tölvupóst, rita á síður hans á samskiptasíðum á netinu eða setja sig á annan hátt í samband við piltinn. Héraðsdómur Vesturlands staðfesti ákvörðunina 23. september. Maðurinn kærði úrskurðinn en hann var engu að síður staðfestur í Landsrétti í gær.
Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira