Depurð íslenskra ungmenna aukist um þriðjung Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. október 2019 18:45 Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta séu líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna. Frá árinu 2006 hafa heilsa og lífskjör skólabarna á Íslandi verið markvisst rannsökuð hjá börnum í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að börnum sem finna mjög oft fyrir depurð hefur fjölgað frá árinu 2006 til ársins 2018 úr 5,8% í 7,6%. „Það eru svona sirka hundrað, hundrað og tuttugu fleiri krakkar í hverjum árgangi sem að segjast finna fyrir depurð á hverjum einasta degi. Þannig að það finnst okkur vera svolítið sláandi tölur. Þó að prósenturnar séu í sjálfu sér ekki stórar að þá er aukningin, hlutfallslega aukningin er mikil,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll segir fylgjast þurfi vel með þróuninni. „Langvarandi geðlægð getur verið undanfari viðvarandi kvíða, þunglyndis, sjálfsvígshugsana, meiri vímuefnaneyslu þannig að við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Ársæll. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á föstudaginn á Menntakviku. Það er ráðstefna sem menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir á sviði uppeldismála og menntavísinda. Ársæll segir ýmsa þætti hafa fylgni við depurð ungmenna. „Krakkar sem að finna fyrir mjög oft fyrir svefnörðugleikum þau eru 25 sinnum líklegri til að finna fyrir depurð daglega og krakkar frá mjög efnalitlum heimilum þau eru sömuleiðis 25 sinnum líklegri til þess að finna fyrir daglegri depurð,“ segir Ársæll. Ársæll segir aukna skjánotkun ungmenna að hluta til skýra svefnörðugleika þeirra. „Við ættum að geta náð góðum árangri ef að foreldrar taka betur á svefni barnanna sinna. Fylgjast betur með því hvort að þau séu sofandi, hvort að þau séu með tækin uppi í rúmi. Ég held að góður svefn geti leyst ótrúlega mikinn vanda bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Ársæll. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta séu líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna. Frá árinu 2006 hafa heilsa og lífskjör skólabarna á Íslandi verið markvisst rannsökuð hjá börnum í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að börnum sem finna mjög oft fyrir depurð hefur fjölgað frá árinu 2006 til ársins 2018 úr 5,8% í 7,6%. „Það eru svona sirka hundrað, hundrað og tuttugu fleiri krakkar í hverjum árgangi sem að segjast finna fyrir depurð á hverjum einasta degi. Þannig að það finnst okkur vera svolítið sláandi tölur. Þó að prósenturnar séu í sjálfu sér ekki stórar að þá er aukningin, hlutfallslega aukningin er mikil,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ársæll segir fylgjast þurfi vel með þróuninni. „Langvarandi geðlægð getur verið undanfari viðvarandi kvíða, þunglyndis, sjálfsvígshugsana, meiri vímuefnaneyslu þannig að við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Ársæll. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á föstudaginn á Menntakviku. Það er ráðstefna sem menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir á sviði uppeldismála og menntavísinda. Ársæll segir ýmsa þætti hafa fylgni við depurð ungmenna. „Krakkar sem að finna fyrir mjög oft fyrir svefnörðugleikum þau eru 25 sinnum líklegri til að finna fyrir depurð daglega og krakkar frá mjög efnalitlum heimilum þau eru sömuleiðis 25 sinnum líklegri til þess að finna fyrir daglegri depurð,“ segir Ársæll. Ársæll segir aukna skjánotkun ungmenna að hluta til skýra svefnörðugleika þeirra. „Við ættum að geta náð góðum árangri ef að foreldrar taka betur á svefni barnanna sinna. Fylgjast betur með því hvort að þau séu sofandi, hvort að þau séu með tækin uppi í rúmi. Ég held að góður svefn geti leyst ótrúlega mikinn vanda bæði hjá börnum og fullorðnum,“ segir Ársæll.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira