Myndi ekki kvarta undan haustlægð Benedikt Bóas skrifar 1. október 2019 14:00 Blikakonur fara til Parísar að etja kappi við PSG í 16. liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „PSG er risalið og eitt af fjórum til sex bestu í Evrópu að mínum dómi,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið dróst gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær. PSG er á toppi deildarinnar ásamt Lyon eftir fjóra leiki með markatölu upp á 19 mörk í plús. Þær léku til úrslita í Meistaradeildinni 2015 og 2017 en biðu lægri hlut í bæði skipti. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa sjö sinnum endað í öðru sæti í deildinni enda með nánast hið ósigrandi Lyon í deild. Liðið spilar á Jean-Bouin vellinum sem rúmar um 20 þúsund manns í sæti. Þjálfarinn er Olivier Echouafni sem stýrði landsliði Frakka í rúm tvö ár. Hann spilaði yfir 400 leiki í Ligue 1 sem miðjumaður og lék með Marseille, Strasbourg, Rennais og Nice þar sem hann var í sjö ár. Hann tók við í júní í fyrra. Í liðinu eru margar landsliðskonur Frakka meðal annars Nadia Nadim, sem er ein þekktasta knattspyrnukona heims en hún flúði til Danmerkur frá Afganistan eftir að faðir hennar var skotinn. Miðjumaðurinn Grace Geyoro er aðeins 22 ára en hefur spilað 25 landsleiki fyrir Frakka, Kadidiatou Diani hefur spilað 53 landsleiki og þá stendur Christiane Endler í rammanum – sem er af flestum talin einn besti markvörður heims um þessar mundir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt. Fyrirfram verður þetta mjög erfitt en við höfum trú á okkur og að við getum gert eitthvað. Í liðinu er kannski ekkert mikið af risanöfnunum sem allir þekkja. Fyrirliði þeirra er Formica sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum. Það þekkja hana einhverjir en svo eru þarna margar sem eru greinilega mjög góðir leikmenn. Þetta er mjög gott lið og það er ekkert hægt að fela það,“ segir Þorsteinn. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32 liða úrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í París 16. eða 17. október. Síðari leikurinn fer fram tveimur vikum síðar á Kópavogsvelli. „Það væri ekkert verra að fá smá haustlægð en það er aldrei gaman ef við viljum fá fólk á völlinn og fá smá stemningu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að Blikar muni fá kostnaðinn að mestu endurgreiddan frá UEFA og stelpurnar þurfi því ekki að fara hina klassísku leið, að selja klósettpappír eða happdrættismiða til að eiga fyrir ferðalaginu. „Þegar maður er kominn svona langt þá fáum við upp í kostnaðinn. Ég held að við töpum ekki á þessu – ekki nema við hefðum endað í ferðalagi sem væri mun lengra.“ Íslandsmótinu lauk 21. september og Þorsteinn segir að átta stelpur séu í landsliðsverkefni. Hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sínum stelpum – þær muni mæta klárar. „Ég sé ekki allar stelpurnar aftur fyrr en 10. október. Við munum æfa vel fram að þessum leik. Erum í smá fríi núna og svo tökum við næsta mánuðinn á fullu. Þetta styttir bara undirbúningstímabilið sem er ekkert nema jákvætt,“ segir Þorsteinn. Kópavogur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
„PSG er risalið og eitt af fjórum til sex bestu í Evrópu að mínum dómi,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið dróst gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær. PSG er á toppi deildarinnar ásamt Lyon eftir fjóra leiki með markatölu upp á 19 mörk í plús. Þær léku til úrslita í Meistaradeildinni 2015 og 2017 en biðu lægri hlut í bæði skipti. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa sjö sinnum endað í öðru sæti í deildinni enda með nánast hið ósigrandi Lyon í deild. Liðið spilar á Jean-Bouin vellinum sem rúmar um 20 þúsund manns í sæti. Þjálfarinn er Olivier Echouafni sem stýrði landsliði Frakka í rúm tvö ár. Hann spilaði yfir 400 leiki í Ligue 1 sem miðjumaður og lék með Marseille, Strasbourg, Rennais og Nice þar sem hann var í sjö ár. Hann tók við í júní í fyrra. Í liðinu eru margar landsliðskonur Frakka meðal annars Nadia Nadim, sem er ein þekktasta knattspyrnukona heims en hún flúði til Danmerkur frá Afganistan eftir að faðir hennar var skotinn. Miðjumaðurinn Grace Geyoro er aðeins 22 ára en hefur spilað 25 landsleiki fyrir Frakka, Kadidiatou Diani hefur spilað 53 landsleiki og þá stendur Christiane Endler í rammanum – sem er af flestum talin einn besti markvörður heims um þessar mundir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt. Fyrirfram verður þetta mjög erfitt en við höfum trú á okkur og að við getum gert eitthvað. Í liðinu er kannski ekkert mikið af risanöfnunum sem allir þekkja. Fyrirliði þeirra er Formica sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum. Það þekkja hana einhverjir en svo eru þarna margar sem eru greinilega mjög góðir leikmenn. Þetta er mjög gott lið og það er ekkert hægt að fela það,“ segir Þorsteinn. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32 liða úrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í París 16. eða 17. október. Síðari leikurinn fer fram tveimur vikum síðar á Kópavogsvelli. „Það væri ekkert verra að fá smá haustlægð en það er aldrei gaman ef við viljum fá fólk á völlinn og fá smá stemningu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að Blikar muni fá kostnaðinn að mestu endurgreiddan frá UEFA og stelpurnar þurfi því ekki að fara hina klassísku leið, að selja klósettpappír eða happdrættismiða til að eiga fyrir ferðalaginu. „Þegar maður er kominn svona langt þá fáum við upp í kostnaðinn. Ég held að við töpum ekki á þessu – ekki nema við hefðum endað í ferðalagi sem væri mun lengra.“ Íslandsmótinu lauk 21. september og Þorsteinn segir að átta stelpur séu í landsliðsverkefni. Hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sínum stelpum – þær muni mæta klárar. „Ég sé ekki allar stelpurnar aftur fyrr en 10. október. Við munum æfa vel fram að þessum leik. Erum í smá fríi núna og svo tökum við næsta mánuðinn á fullu. Þetta styttir bara undirbúningstímabilið sem er ekkert nema jákvætt,“ segir Þorsteinn.
Kópavogur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira