Mannréttindi – drifkraftur breytinga Hanna Katrín Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir og Andri Óttarsson og Erla Hlín Hjálmarsdóttir skrifa 2. október 2019 08:00 Alþjóðadag án ofbeldis ber upp á afmælisdag Mahatma Gandhi sem fæddist 2. október fyrir réttum 150 árum. Ísland er eitt friðsælasta land veraldar og landsmenn eru áfram um að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum. Mannréttindi eru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Íslands og á alþjóðavettvangi er nú lögð aukin áhersla á málaflokkinn. Ný stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 var samþykkt á Alþingi í maí 2019. Í fyrsta sinn er byggt á mannréttindamiðaðri nálgun, en hún felur það í sér að í öllu starfi Íslands eru mannréttindi höfð að leiðarljósi. Enn fremur er lögð rík áhersla á að framlög til þróunarsamvinnu nýtist vel og að árangur af starfi Íslands sé sýnilegur. Í fimm ára áætlun stjórnvalda er jafnframt gert ráð fyrir aukningu á heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Miklar breytingar hafa orðið í þróunarsamvinnu á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinnar efnahagslegrar og pólitískrar aðkomu stórra ríkja eins og Brasilíu, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Vestræn ríki leggja því til hlutfallslega minna fjármagn í þróunarlöndum en áður og hafa þannig minni áhrif. Skýr stefna og sýn þar sem Ísland er málsvari mannréttinda er þess vegna mikilvægari en nokkru sinni. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp til að greina og útfæra þær leiðir sem heppilegt er fyrir Ísland að fara við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi. Þetta á t.a.m. við um sértækar aðgerðir, málsvarastarf og samþættingu mannréttinda við þróunarsamstarf Íslands í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda. Skýrsla starfshópsins, Mannréttindi sem drifkraftur breytinga, var gefin út í maí 2019 og birt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er sett fram 21 tillaga um hvernig nálgast má þróunarsamvinnu á mannréttindamiðaðan hátt. Þar er einnig að finna almenna umfjöllun um mannréttindamiðaða nálgun, starf Íslands í þróunarsamvinnu og stöðu mannréttinda í samstarfslöndunum tveimur. Þar, líkt og víðar í löndum sunnan Sahara, er víða pottur brotinn þegar kemur að mannréttindum. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að bæta þurfi um betur í mannréttindamiðaðri nálgun í þróunarsamvinnu. Tekið er undir nýja þróunarsamvinnustefnu og lögð áhersla á að sýna fram á árangur af starfi Íslands. Í niðurstöðum hópsins kemur jafnframt fram að styrkur Íslands felist helst í sveigjanleika og að tekin sé áhætta endrum og eins. Staða mannréttinda á Íslandi er góð í samanburði við aðrar þjóðir og Íslendingar eru vel í stakk búnir til að láta gott af sér leiða í þeim efnum. Eitt mikilvægasta framlag Íslendinga í þróunarsamvinnu er því kynning á þeim grunngildum sem við höfum fest svo rækilega í sessi; frelsi og jafnrétti fyrir alla. Til að Ísland geti haft áhrif á stöðu mannréttinda í viðtökuríkjum verður að sýna framsýni og stefnufestu, ekki síst varðandi áherslur Íslands á sjálfbær samfélög í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og uppbyggingu atvinnulífs. Einnig þarf að sýna staðfestu í verkefnavali og tala fyrir mannréttindum. Ísland verður ætíð að vera tilbúið að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum mannréttindum og það er viðeigandi að minna á það á alþjóðadegi án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Diljá Mist Einarsdóttir Hanna Katrín Friðriksson Mannréttindi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadag án ofbeldis ber upp á afmælisdag Mahatma Gandhi sem fæddist 2. október fyrir réttum 150 árum. Ísland er eitt friðsælasta land veraldar og landsmenn eru áfram um að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum. Mannréttindi eru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Íslands og á alþjóðavettvangi er nú lögð aukin áhersla á málaflokkinn. Ný stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 var samþykkt á Alþingi í maí 2019. Í fyrsta sinn er byggt á mannréttindamiðaðri nálgun, en hún felur það í sér að í öllu starfi Íslands eru mannréttindi höfð að leiðarljósi. Enn fremur er lögð rík áhersla á að framlög til þróunarsamvinnu nýtist vel og að árangur af starfi Íslands sé sýnilegur. Í fimm ára áætlun stjórnvalda er jafnframt gert ráð fyrir aukningu á heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Miklar breytingar hafa orðið í þróunarsamvinnu á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinnar efnahagslegrar og pólitískrar aðkomu stórra ríkja eins og Brasilíu, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Vestræn ríki leggja því til hlutfallslega minna fjármagn í þróunarlöndum en áður og hafa þannig minni áhrif. Skýr stefna og sýn þar sem Ísland er málsvari mannréttinda er þess vegna mikilvægari en nokkru sinni. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp til að greina og útfæra þær leiðir sem heppilegt er fyrir Ísland að fara við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi. Þetta á t.a.m. við um sértækar aðgerðir, málsvarastarf og samþættingu mannréttinda við þróunarsamstarf Íslands í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda. Skýrsla starfshópsins, Mannréttindi sem drifkraftur breytinga, var gefin út í maí 2019 og birt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er sett fram 21 tillaga um hvernig nálgast má þróunarsamvinnu á mannréttindamiðaðan hátt. Þar er einnig að finna almenna umfjöllun um mannréttindamiðaða nálgun, starf Íslands í þróunarsamvinnu og stöðu mannréttinda í samstarfslöndunum tveimur. Þar, líkt og víðar í löndum sunnan Sahara, er víða pottur brotinn þegar kemur að mannréttindum. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að bæta þurfi um betur í mannréttindamiðaðri nálgun í þróunarsamvinnu. Tekið er undir nýja þróunarsamvinnustefnu og lögð áhersla á að sýna fram á árangur af starfi Íslands. Í niðurstöðum hópsins kemur jafnframt fram að styrkur Íslands felist helst í sveigjanleika og að tekin sé áhætta endrum og eins. Staða mannréttinda á Íslandi er góð í samanburði við aðrar þjóðir og Íslendingar eru vel í stakk búnir til að láta gott af sér leiða í þeim efnum. Eitt mikilvægasta framlag Íslendinga í þróunarsamvinnu er því kynning á þeim grunngildum sem við höfum fest svo rækilega í sessi; frelsi og jafnrétti fyrir alla. Til að Ísland geti haft áhrif á stöðu mannréttinda í viðtökuríkjum verður að sýna framsýni og stefnufestu, ekki síst varðandi áherslur Íslands á sjálfbær samfélög í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og uppbyggingu atvinnulífs. Einnig þarf að sýna staðfestu í verkefnavali og tala fyrir mannréttindum. Ísland verður ætíð að vera tilbúið að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum mannréttindum og það er viðeigandi að minna á það á alþjóðadegi án ofbeldis.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun