Hugsað í lausnum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 2. október 2019 07:15 Fyrir skömmu jarðaði ég góðan vin, Vilmund Þorsteinsson, 94 ára að aldri. Ég fylltist alltaf gleði þegar ég mætti honum því hann ljómaði eins og sól í heiði og kankvís svipur bar vitni um þolgæði, jákvæðni og glettni. Ég kynntist honum þegar ég jarðsöng Gunnhildi Friðriksdóttur eiginkonu hans sem hann hlúði að, ekki síst í veikindum hennar. Síðustu árin hef ég oft hugsað til Vilmundar þegar ég leggst í sjálfsvorkunn. Því hann var maður sem aldrei dvaldi við hindranir en fann alltaf leiðir. Það er ótrúleg sagan af honum þegar hann hljóp 17 ára gamall á miðri aðventu yfir fjöll og dali frá Brekknakoti í Þistilfirði til Húsavíkur til þess að taka bílprófið sitt. Þetta voru 140 km sem hann fór og náði á réttum tíma. 88 ára að aldri þurfti hann nauðsynlega að komast í mjaðmaskiptaaðgerð og við ræddum hvort hann fengi slíka þjónustu vegna kennitölunnar hans, enda fæddur 1925. En hann taldi miklu betra fyrir þjóðfélagið að halda honum á fótum en að setja hann inn á einhverja stofnun. Þegar hann hitti lækninn kom enda í ljós að hann var svo vel á sig kominn að hann fékk að fara í aðgerð á báðum mjöðmum með árs millibili. Var lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig Vilmundur tók ábyrgð á eigin heilsu. Strax á sjúkrahótelinu eftir aðgerðina hafði hann þann háttinn á að skokka upp og niður stigana frekar en að notast við lyftu til þess að liðka sig. Kominn heim gekk hann um allt hverfið í Garðabænum og þar eð hann bjó á einni hæð fékk hann sér málningartröppur og stillti þeim upp á miðju stofugólfi til þess að geta reynt á sig og æft ganginn. Talandi um fólk sem hugsar í lausnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu jarðaði ég góðan vin, Vilmund Þorsteinsson, 94 ára að aldri. Ég fylltist alltaf gleði þegar ég mætti honum því hann ljómaði eins og sól í heiði og kankvís svipur bar vitni um þolgæði, jákvæðni og glettni. Ég kynntist honum þegar ég jarðsöng Gunnhildi Friðriksdóttur eiginkonu hans sem hann hlúði að, ekki síst í veikindum hennar. Síðustu árin hef ég oft hugsað til Vilmundar þegar ég leggst í sjálfsvorkunn. Því hann var maður sem aldrei dvaldi við hindranir en fann alltaf leiðir. Það er ótrúleg sagan af honum þegar hann hljóp 17 ára gamall á miðri aðventu yfir fjöll og dali frá Brekknakoti í Þistilfirði til Húsavíkur til þess að taka bílprófið sitt. Þetta voru 140 km sem hann fór og náði á réttum tíma. 88 ára að aldri þurfti hann nauðsynlega að komast í mjaðmaskiptaaðgerð og við ræddum hvort hann fengi slíka þjónustu vegna kennitölunnar hans, enda fæddur 1925. En hann taldi miklu betra fyrir þjóðfélagið að halda honum á fótum en að setja hann inn á einhverja stofnun. Þegar hann hitti lækninn kom enda í ljós að hann var svo vel á sig kominn að hann fékk að fara í aðgerð á báðum mjöðmum með árs millibili. Var lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig Vilmundur tók ábyrgð á eigin heilsu. Strax á sjúkrahótelinu eftir aðgerðina hafði hann þann háttinn á að skokka upp og niður stigana frekar en að notast við lyftu til þess að liðka sig. Kominn heim gekk hann um allt hverfið í Garðabænum og þar eð hann bjó á einni hæð fékk hann sér málningartröppur og stillti þeim upp á miðju stofugólfi til þess að geta reynt á sig og æft ganginn. Talandi um fólk sem hugsar í lausnum!
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun