Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 21:31 Enginn skortur er á fjárhagslegum stuðningi við Trump þó að gustað hafi um hann að undanförnu. AP/Evan Vucci Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og landsnefnd Repúblikanaflokks söfnuðu 125 milljónum dollara, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna, í kosningasjóði á þriðja ársfjórðungi ársins. Aldrei áður hefur forseti safnað eins miklu fé fyrir kosningar. Í heildina hafa framboðið og flokkurinn safnað um 308 milljónum dollara á þessu ári, jafnvirði rúmra 38 milljarða íslenskra króna, að sögn AP-fréttastofunnar. Innkoman á þriðja ársfjórðungi var verulega meiri en þær um sjötíu milljónir dollara sem Barack Obama safnaði á sama tímabili árið 2011. Repúblikanar eru sagðir ætla að nýta féð til að verja Trump fyrir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum forsetans og kaup auglýsingar gegn demókrötum sem styðja hana. Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar repúblikana, segir að árásir demókrata á forsetann hafi leitt til þess að stuðningsmenn hafi látið meira fé af hendi rakna en nokkru sinni áður. Markmið Trump-framboðsins er sagt að verja um milljarði dollara, jafnvirði um 124 milljarða króna, í að tryggja forsetanum endurkjör á næsta ári. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump þegar í ljós kom að uppljóstrari tilkynnti innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga sem í ljós kom að var Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu. Hvíta húsið birti í kjölfarið samantekt um símtal Trump og Zelenskíj. Þar sást hvernig Trump bað Zelenskíj ítrekað um að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu sem varðar tölvupóstþjóna Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda að stuðningur við að Trump verði rannsakaður vegna mögulegra embættisbrota hafi aukist umtalsvert eftir að Úkraínumálið kom upp. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og landsnefnd Repúblikanaflokks söfnuðu 125 milljónum dollara, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna, í kosningasjóði á þriðja ársfjórðungi ársins. Aldrei áður hefur forseti safnað eins miklu fé fyrir kosningar. Í heildina hafa framboðið og flokkurinn safnað um 308 milljónum dollara á þessu ári, jafnvirði rúmra 38 milljarða íslenskra króna, að sögn AP-fréttastofunnar. Innkoman á þriðja ársfjórðungi var verulega meiri en þær um sjötíu milljónir dollara sem Barack Obama safnaði á sama tímabili árið 2011. Repúblikanar eru sagðir ætla að nýta féð til að verja Trump fyrir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum forsetans og kaup auglýsingar gegn demókrötum sem styðja hana. Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar repúblikana, segir að árásir demókrata á forsetann hafi leitt til þess að stuðningsmenn hafi látið meira fé af hendi rakna en nokkru sinni áður. Markmið Trump-framboðsins er sagt að verja um milljarði dollara, jafnvirði um 124 milljarða króna, í að tryggja forsetanum endurkjör á næsta ári. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump þegar í ljós kom að uppljóstrari tilkynnti innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga sem í ljós kom að var Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu. Hvíta húsið birti í kjölfarið samantekt um símtal Trump og Zelenskíj. Þar sást hvernig Trump bað Zelenskíj ítrekað um að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu sem varðar tölvupóstþjóna Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda að stuðningur við að Trump verði rannsakaður vegna mögulegra embættisbrota hafi aukist umtalsvert eftir að Úkraínumálið kom upp.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45