Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 17:07 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sakar aðra borgarfulltrúa um skort á faglegri þekkingu í umræðunni um samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. „Vegtollar eru ekki málið, það er gjörsamlega búið að sýna það af sérfræðingum. Hér inni er ekki nema í mesta lagi einn sérfræðingur í þessum málum, það er borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna hann Ólafur Guðmundsson, aðrir eru „amatörar,“ hafa ekki hundsvit á þessu og það má sjá bara einfaldlega í öllum gögnum hérna,“ sagði Kolbrún í umræðu um samkomulagið í borgarstjórn í dag. Sjá einnig: „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Vísaði Kolbrún máli sínu til stuðnings í röksemdafærslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem leggist gegn vegtollum. „Þetta eru mjög sannfærandi rök,“ sagði Kolbrún um leið og hún hvatti aðra borgarfulltrúa til að kynna sér þau. Ummæli Kolbrúnar féllu í grýttan jarðveg. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna var meðal þeirra sem tók til varna. Sagði hún orð Kolbrúnar bæði ósanngjörn og ósmekkleg auk þess sem hún væri að draga úr trúverðugleika helstu sérfræðinga landsins í samgöngumálum. Þá hæddist Kolbrún einnig að orðum Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs, sem hafði í ræðu sinni nefnt að stefnan væri að stutt yrði í borgarlínu frá flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu. „Í alvöru talað, húsnæði fyrir alla nálægt borgarlínu?“ sagði Kolbrún og flissaði. „Samkvæmt því sem að við höfum séð þá eru stöðvar borgarlínu náttúrlega aldrei að geta komið alveg upp að dyrum hjá fólki alls staðar í öllum hverfum borgarinnar. Hér er ekkert raunsæi í gangi hjá borgarfulltrúanum Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur,“ sagði Kolbrún. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sakar aðra borgarfulltrúa um skort á faglegri þekkingu í umræðunni um samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. „Vegtollar eru ekki málið, það er gjörsamlega búið að sýna það af sérfræðingum. Hér inni er ekki nema í mesta lagi einn sérfræðingur í þessum málum, það er borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna hann Ólafur Guðmundsson, aðrir eru „amatörar,“ hafa ekki hundsvit á þessu og það má sjá bara einfaldlega í öllum gögnum hérna,“ sagði Kolbrún í umræðu um samkomulagið í borgarstjórn í dag. Sjá einnig: „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Vísaði Kolbrún máli sínu til stuðnings í röksemdafærslu Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem leggist gegn vegtollum. „Þetta eru mjög sannfærandi rök,“ sagði Kolbrún um leið og hún hvatti aðra borgarfulltrúa til að kynna sér þau. Ummæli Kolbrúnar féllu í grýttan jarðveg. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna var meðal þeirra sem tók til varna. Sagði hún orð Kolbrúnar bæði ósanngjörn og ósmekkleg auk þess sem hún væri að draga úr trúverðugleika helstu sérfræðinga landsins í samgöngumálum. Þá hæddist Kolbrún einnig að orðum Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs, sem hafði í ræðu sinni nefnt að stefnan væri að stutt yrði í borgarlínu frá flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu. „Í alvöru talað, húsnæði fyrir alla nálægt borgarlínu?“ sagði Kolbrún og flissaði. „Samkvæmt því sem að við höfum séð þá eru stöðvar borgarlínu náttúrlega aldrei að geta komið alveg upp að dyrum hjá fólki alls staðar í öllum hverfum borgarinnar. Hér er ekkert raunsæi í gangi hjá borgarfulltrúanum Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur,“ sagði Kolbrún.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira