Lífið

Gigi Hadid brást skjótt við og bjargaði deginum fyrir Chanel

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Grínistinn spígsporaði á tískupöllunum í París af mikilli innlifun áður en ofurfyrirsætan Gigi Hadid skarst í leikinn.
Grínistinn spígsporaði á tískupöllunum í París af mikilli innlifun áður en ofurfyrirsætan Gigi Hadid skarst í leikinn. Vísir/getty
Ofurfyrirsætan Gigi Hadid var snar í snúningum þegar franskur grínisti ákvað að slást með í för fyrirsætna sem spígsporuðu um tískupalla þegar tískufyrirtækið Chanel frumsýndi vor- og sumarfatnað á tískuvikunni sem þessa dagana fer fram í Parísarborg.

Grínistinn, sem heitir réttu nafni Marie Benoliel, náði að blekkja öryggisverði sem héldu að hún væri fyrirsæta og gerði sér lítið fyrir og klifraði upp á tískupallinn og spókaði sig um á meðal fyrirsætnanna af mikilli innlifun.

Tímaritið Dazed Fashion birti myndband af atvikinu þar sem sjá mátti Gigi Hadid nálgast grínistann og ræða við Benoliel, ákveðin í fasi, og í kjölfarið vísa henni út.

Marie er þekkt fyrir að „blanda sér í málið“ í hinum ýmsu stöðum í heimalandinu. Hún er með 230.000 fylgjendur á Youtube. Í myndböndunum má ýmist sjá Benoliel á mótmælasamkundu Gulu vestanna í Frakklandi með grímu af Frakklandsforseta eða að taka viðtöl við stuðningsmenn harðlínustjórnmálamannsins Marine Le Pen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.