Leggja fram tillögu um samflot og samferðabrautir Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 1. október 2019 11:20 Jórunn Pála, Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. Vísir/Stöð 2 Á borgarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar segir þetta vera skjótvirka og hagkvæma lausn sem geti komið strax til skoðunar. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið framhjá borgarbúum, einkum þeim sem nýta sér einkabílinn og vilja komast leiðar sinnar greiðlega. Samgöngusáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins til næstu fimmtán ára, sem undirritaður var í síðustu viku, er einmitt liður í því að taka á umferðarvandanum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aftur á móti orðnir langeygir eftir skjótvirkum lausnum. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. „Með samferðabrautum erum við að tala um að verðlauna þá sem eru að ferðast þrír eða fleiri saman í bílum og hleypa þeim inn á þessar samferðabrautir. En ekki frekar en í Hollywood þá kemst ekki hver sem er þarna inn á, það þurfa að vera þrír sem ferðast saman í bílum.“Klippa: Tillaga um forgangsakreinar fyrir samflot Samferðabrautir tíðkast víða erlendis og er stefna sem miðar að því að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma í stað bíla. „Með þessu erum við að skapa jákvæðan hvata fyrir fólk til þess að velja sér umhverfisvæna kosti í umferðinni og á sama tíma er þetta skjótvirk og hagkvæm lausn sem getur komið strax til skoðunar. Erum þá að nýta innviði sem eru þegar til staðar.“ Aðspurð hvort hún telji að fólk muni reyna að svindla á kerfinu segir Jórunn Pála. Það er eins og með öll kerfi að það er alltaf hætta á því en til þess að stemma stigu við það er þetta spurning um að hafa bara ströng viðurlög þannig að það sé ekki mjög freistandi að vera gómaður við það að vera með dúkku fram í eða eitthvað sambærilegt.“ Forgangsakreinar hafa hingað til verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að einkabílar á forgangsakreinum muni tefja ferðir strætó og jafnvel viðbragðsaðila segir Jórunn Pála. „Nei, ekki miklar, ef það verður svoleiðis þá er þetta afturkræft,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar segir þetta vera skjótvirka og hagkvæma lausn sem geti komið strax til skoðunar. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið framhjá borgarbúum, einkum þeim sem nýta sér einkabílinn og vilja komast leiðar sinnar greiðlega. Samgöngusáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins til næstu fimmtán ára, sem undirritaður var í síðustu viku, er einmitt liður í því að taka á umferðarvandanum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aftur á móti orðnir langeygir eftir skjótvirkum lausnum. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. „Með samferðabrautum erum við að tala um að verðlauna þá sem eru að ferðast þrír eða fleiri saman í bílum og hleypa þeim inn á þessar samferðabrautir. En ekki frekar en í Hollywood þá kemst ekki hver sem er þarna inn á, það þurfa að vera þrír sem ferðast saman í bílum.“Klippa: Tillaga um forgangsakreinar fyrir samflot Samferðabrautir tíðkast víða erlendis og er stefna sem miðar að því að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma í stað bíla. „Með þessu erum við að skapa jákvæðan hvata fyrir fólk til þess að velja sér umhverfisvæna kosti í umferðinni og á sama tíma er þetta skjótvirk og hagkvæm lausn sem getur komið strax til skoðunar. Erum þá að nýta innviði sem eru þegar til staðar.“ Aðspurð hvort hún telji að fólk muni reyna að svindla á kerfinu segir Jórunn Pála. Það er eins og með öll kerfi að það er alltaf hætta á því en til þess að stemma stigu við það er þetta spurning um að hafa bara ströng viðurlög þannig að það sé ekki mjög freistandi að vera gómaður við það að vera með dúkku fram í eða eitthvað sambærilegt.“ Forgangsakreinar hafa hingað til verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að einkabílar á forgangsakreinum muni tefja ferðir strætó og jafnvel viðbragðsaðila segir Jórunn Pála. „Nei, ekki miklar, ef það verður svoleiðis þá er þetta afturkræft,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00
Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15