Dásamar Gylfa Þór og segir hann verða vera í byrjunarliði Everton | Sjáðu eldræðu Sherwood Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 22:00 Gylfi Þór fagnar marki dagsins. Vísir/Getty „Venjulega kæmi leikmaður í þessum gæðaflokki inn undir lok leiks með hangandi haus, pirraður yfir því að byrja á varamannabekknum.Ekki þessi strákur. þetta er leikmaður með skap og karakter til að sýna að þjálfaranum að hann eigi að vera í byrjunarliðinu,“ sagði Tim Sherwood, fyrrum þjálfari Gylfa Þórs hjá Tottenham Hotspur um frábæra innkomu Gylfa gegn West Ham United í dag. Sherwood var aðalþjálfari Tottenham frá desember 2013 til maí 2014 og vinnur nú hjá sjónvarpsstöðinni beIN Sports. Var hann í stúdíóinu til að greina leik Everton og West Ham í dag. Everton vann góðan 2-0 sigur en Gylfi skoraði eins og áður hefur komið fram stórbrotið mark til að tryggja öll þrjú stigin. „Þetta er ekki færi, hann býr þetta til sjálfur. Komdu honum fyrir fyrir framan markið og hann gerir þetta. Þegar hann klippti knöttinn til baka þá vissi ég að þetta væri inni, hann æfir þetta endalaust. Það þurfti að kalla hann inn eftir æfingar því hann er úti á velli allan liðlangan daginn að æfa sig,“ sagði Sherwood ennfremur. „Hann er frábær atvinnumaður og frábær leikmaður. Miðað við stöðuna sem Everton er í þá verður Gylfi að vera í byrjunarliðinu og hann vill vera það. Ef hann verður það ekki þá mun hann skoða stöðu sína í janúar,“ sagði Sherwood að lokum.Gylfi Sigurðsson's match-winning goal was no surprise to his former coach Tim Sherwood!#beINPL#EVEWHUpic.twitter.com/hjuLJbnoyF — beIN SPORTS (@beINSPORTS) October 19, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
„Venjulega kæmi leikmaður í þessum gæðaflokki inn undir lok leiks með hangandi haus, pirraður yfir því að byrja á varamannabekknum.Ekki þessi strákur. þetta er leikmaður með skap og karakter til að sýna að þjálfaranum að hann eigi að vera í byrjunarliðinu,“ sagði Tim Sherwood, fyrrum þjálfari Gylfa Þórs hjá Tottenham Hotspur um frábæra innkomu Gylfa gegn West Ham United í dag. Sherwood var aðalþjálfari Tottenham frá desember 2013 til maí 2014 og vinnur nú hjá sjónvarpsstöðinni beIN Sports. Var hann í stúdíóinu til að greina leik Everton og West Ham í dag. Everton vann góðan 2-0 sigur en Gylfi skoraði eins og áður hefur komið fram stórbrotið mark til að tryggja öll þrjú stigin. „Þetta er ekki færi, hann býr þetta til sjálfur. Komdu honum fyrir fyrir framan markið og hann gerir þetta. Þegar hann klippti knöttinn til baka þá vissi ég að þetta væri inni, hann æfir þetta endalaust. Það þurfti að kalla hann inn eftir æfingar því hann er úti á velli allan liðlangan daginn að æfa sig,“ sagði Sherwood ennfremur. „Hann er frábær atvinnumaður og frábær leikmaður. Miðað við stöðuna sem Everton er í þá verður Gylfi að vera í byrjunarliðinu og hann vill vera það. Ef hann verður það ekki þá mun hann skoða stöðu sína í janúar,“ sagði Sherwood að lokum.Gylfi Sigurðsson's match-winning goal was no surprise to his former coach Tim Sherwood!#beINPL#EVEWHUpic.twitter.com/hjuLJbnoyF — beIN SPORTS (@beINSPORTS) October 19, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Gylfi Þór: Frábær frammistaða hjá strákunum Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton er liðið mætti West Ham United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór nýtti hins vegar mínúturnar heldur betur vel en hann skoraði glæsilegt mark sem tryggði Everton 2-0 sigur. Eftir leik var íslenski landsliðsmaðurinn tekinn í viðtal á BT Sport. 19. október 2019 17:15
Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30