Körfubolti

Matthías Orri: Ég er hrikalega ánægður körfuboltalega séð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matthías Orri er kominn aftur heim í svarthvítt eftir dvöl í Breiðholtinu
Matthías Orri er kominn aftur heim í svarthvítt eftir dvöl í Breiðholtinu vísir/bára
„Bara ágætlega. Ánægður að við höfum klárað þetta í 3. leikhluta en við vorum alltof slakir í fyrri hálfleik, sérstaklega varnarlega,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson eftir 19 stiga sigur KR á Fjölni í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 

Leikurinn endaði með 99-80 sigri KR en Íslandsmeistararnir voru lengi í gang í kvöld gegn góðu liði Fjölnis. Matthías Orri hrósaði þeim í hástert eftir leikinn. 

„Við vorum lengi í gang gegn spræku liði Fjölnis sem eru bara mjög góðir, en við ætlum að laga það og koma öflugri inn í næsta leik.“ 

„Það er yndislegt, að vera með Kristó [Kristófer Acox] þarna, Jakob bróðir [Jakob Sigurðarson, eldri bróðir Matthíasar],Jón [Arnór Stefánsson] og Helga [Má Magnússon] er bara draumur. Ég er hrikalega ánægður körfuboltalega séð núna og get eiginlega ekki beðið eftir að mæta á æfingar, spila og læra af þeim,“ sagði Jakob að lokum aðspurður hvernig það væri að spila með æskufélaga sínum Kristófer en sá síðarnefndi er að koma til baka eftir erfið meiðsli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×