Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2019 20:40 Kim Kielsen mætir á vettvang ásamt drengnum, sem horfir til baka á Nuuk-flugvöll. Núverandi braut er aðeins 950 metra löng en leggja á nýja 2.200 metra braut við hlið hennar. Mynd/Naalakkersuisut. Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga um leið og hann fékk átta ára dreng til að hjálpa sér að hleypa af fyrstu sprengingu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Forsíður grænlenskra fréttamiðla lýsa því vel hvað þetta þykja stór tímamót í sögu Grænlands en Kim þótti við hæfi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar, drenginn Inooraq, til að hleypa verkinu af stað í gær.Kim Kielsen ávarpar viðstadda. Drengurinn Inooraq við hlið hans.Mynd/Naalakkersuisut.„Þetta eru innviðir sem munu gagnast borgurum Grænlands í framtíðinni, en mikilvægara er að tryggja betri aðstæður fyrir börnin okkar, framtíð okkar, þar sem það eru börnin sem munu nota flugvellina,“ sagði Kim Kielsen. Hann bað síðan hinn átta ára Inooraq að þrýsta með sér á hnappinn, sem hleypti sprengingunni af stað.Séð yfir framkvæmdasvæðið í Nuuk þar sem danski verktakinn Munck er byrjaður að sprengja fyrir nýrri flugbraut.Mynd/Naalakkersuisut.Þar með er flugvallagerðin hafin í Nuuk en þar verður lögð ný 2.200 metra flugbraut, nægilega löng til að taka við stórum þotum. Það sama verður gert í bænum Ilulissat við Diskó-flóa. Við bæinn Qaqortoq á Suður-Grænlandi verður lagður innanlandsvöllur með 1.500 metra braut. Flugvellirnir eiga allir að verða tilbúnir fyrir árslok 2023. Jafnframt eru uppi áform um gerð átta annarra nýrra innanlandsflugvalla.Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en auk þess verður nýr flugvöllur með 1.500 metra braut lagður í Qaqortoq.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Það er nauðsynlegt skref sem við stígum hér, stórt skref í sögu lands okkar,“ sagði Kim og sagði sprenginguna marka spennandi framtíð. „Nýju Atlantshafsflugvellirnir verða nauðsynleg miðstöð innviða Grænlands í framtíðinni og munu gegna lykilhlutverki í að tengja byggðir landsins saman og tengja landið við umheiminn,“ sagði leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 14. október 2019 09:56 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga um leið og hann fékk átta ára dreng til að hjálpa sér að hleypa af fyrstu sprengingu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Forsíður grænlenskra fréttamiðla lýsa því vel hvað þetta þykja stór tímamót í sögu Grænlands en Kim þótti við hæfi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar, drenginn Inooraq, til að hleypa verkinu af stað í gær.Kim Kielsen ávarpar viðstadda. Drengurinn Inooraq við hlið hans.Mynd/Naalakkersuisut.„Þetta eru innviðir sem munu gagnast borgurum Grænlands í framtíðinni, en mikilvægara er að tryggja betri aðstæður fyrir börnin okkar, framtíð okkar, þar sem það eru börnin sem munu nota flugvellina,“ sagði Kim Kielsen. Hann bað síðan hinn átta ára Inooraq að þrýsta með sér á hnappinn, sem hleypti sprengingunni af stað.Séð yfir framkvæmdasvæðið í Nuuk þar sem danski verktakinn Munck er byrjaður að sprengja fyrir nýrri flugbraut.Mynd/Naalakkersuisut.Þar með er flugvallagerðin hafin í Nuuk en þar verður lögð ný 2.200 metra flugbraut, nægilega löng til að taka við stórum þotum. Það sama verður gert í bænum Ilulissat við Diskó-flóa. Við bæinn Qaqortoq á Suður-Grænlandi verður lagður innanlandsvöllur með 1.500 metra braut. Flugvellirnir eiga allir að verða tilbúnir fyrir árslok 2023. Jafnframt eru uppi áform um gerð átta annarra nýrra innanlandsflugvalla.Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en auk þess verður nýr flugvöllur með 1.500 metra braut lagður í Qaqortoq.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Það er nauðsynlegt skref sem við stígum hér, stórt skref í sögu lands okkar,“ sagði Kim og sagði sprenginguna marka spennandi framtíð. „Nýju Atlantshafsflugvellirnir verða nauðsynleg miðstöð innviða Grænlands í framtíðinni og munu gegna lykilhlutverki í að tengja byggðir landsins saman og tengja landið við umheiminn,“ sagði leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 14. október 2019 09:56 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 14. október 2019 09:56
Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13