Þrátt fyrir stórleik þá náði Bjarki Már Elísson ekki að vera markahæstur í liði Lemgo sem tapaði fyrir Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Bjarki Már skoraði níu mörk í 34-32 tapi Lemgo á útivelli. Jonathan Carlsbogard var markahæstur með 10 mörk.
Lemgo hafði verið yfir í leiknum í hálfleik, 16-17, en missti leikinn frá sér í seinni hálfleik.
Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í jafntefli við Hannover-Burgdorf.
Leiknum lauk með 29-29 jafntefli en Ljónin höfðu verið með undirtökin í leiknum og leitt 12-15 í hálfleik.
Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Stuttgart í 28-33 tapi fyrir Magdeburg á útivelli. Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen töpuðu 27-28 fyrir Melsungen.
Bjarki Már skoraði níu í tapi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
