Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2019 19:00 Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. Johnson og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu hinn nýja útgöngusamning. „Ég tel þetta afbragðsgóðan samning fyrir bæði Bretland og Evrópusambandið,“ sagði breski forsætisráðherrann. „Við erum komin með samning. Þessi samningur þýðir það að nú er ekki þörf á neinni frestun,“ sagði Juncker og bætti því við að samningurinn væri sanngjarn. Með honum væri tryggður nokkur stöðugleiki á þessum óvissutímum. En þótt Juncker sjái ekki þörf á frekari frestun útgöngu er ekki víst að breskir þingmenn séu sammála. Breska þingið þarf að samþykkja plaggið í síðasta lagi á laugardag ef Johnson á ekki að þurfa að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Hinn norðurírski Lýðræðislegi sambandsflokkur ætlar ekki að styðja samninginn og ekki Frjálslyndir Demókratar heldur. Íhaldsflokkur Johnsons hefur ekki meirihluta á þingi og þarf forsætisráðherrann því að treysta á að flokkurinn klofni ekki í afstöðu sinni til málsins, líkt og gerðist með samning Theresu May, og að einhverjir þingmenn Verkamannaflokksins greiði atkvæði með samningnum. „Við erum ósátt við samninginn og munum að öllu óbreyttu greiða atkvæði gegn honum, en við eigum auðvitað eftir að renna yfir öll smáatriðin,“ sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Evrópskir leiðtogar og þing þurfa einnig að taka afstöðu til samningsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist vongóð á fundi leiðtogaráðs ESB í dag. „Ég þori ekki að tala fyrir aðra en ég tel að margir séu sammála mér um það að fyrst það tókst að ná samningi á síðustu stundu ættum við að styðja hann.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. Johnson og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu hinn nýja útgöngusamning. „Ég tel þetta afbragðsgóðan samning fyrir bæði Bretland og Evrópusambandið,“ sagði breski forsætisráðherrann. „Við erum komin með samning. Þessi samningur þýðir það að nú er ekki þörf á neinni frestun,“ sagði Juncker og bætti því við að samningurinn væri sanngjarn. Með honum væri tryggður nokkur stöðugleiki á þessum óvissutímum. En þótt Juncker sjái ekki þörf á frekari frestun útgöngu er ekki víst að breskir þingmenn séu sammála. Breska þingið þarf að samþykkja plaggið í síðasta lagi á laugardag ef Johnson á ekki að þurfa að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Hinn norðurírski Lýðræðislegi sambandsflokkur ætlar ekki að styðja samninginn og ekki Frjálslyndir Demókratar heldur. Íhaldsflokkur Johnsons hefur ekki meirihluta á þingi og þarf forsætisráðherrann því að treysta á að flokkurinn klofni ekki í afstöðu sinni til málsins, líkt og gerðist með samning Theresu May, og að einhverjir þingmenn Verkamannaflokksins greiði atkvæði með samningnum. „Við erum ósátt við samninginn og munum að öllu óbreyttu greiða atkvæði gegn honum, en við eigum auðvitað eftir að renna yfir öll smáatriðin,“ sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Evrópskir leiðtogar og þing þurfa einnig að taka afstöðu til samningsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist vongóð á fundi leiðtogaráðs ESB í dag. „Ég þori ekki að tala fyrir aðra en ég tel að margir séu sammála mér um það að fyrst það tókst að ná samningi á síðustu stundu ættum við að styðja hann.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira