Hugaðu að starfsþróun í háskólanámi María Dóra Björnsdóttir og Jónína Kárdal skrifar 20. október 2019 10:00 Eitt af markmiðum Háskóla Íslands er að mennta nemendur til þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Á árunum 2016 til 2018 útskrifaði skólinn á bilinu 2.800 til 3000 nemendur árlega og ráða flestir þeirra sig til starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum að námi loknu eða stofna eigin fyrirtæki. Í opinberri umræðu hefur komið fram að vinnumarkaðurinn muni taka miklum breytingum næstu árin samfara fjórðu iðnbyltingunni. Það leiðir hugann að því hvernig háskólanemendur geta annars vegar undirbúið sig sem best meðan á námi stendur til þátttöku á breyttum vinnumarkaði og hins vegar hvernig hægt er að styðja þá í því ferli. Í þessu samhengi er vert að nefna að atvinnuhæfnivísar til færni, skilnings og persónulegra eiginleika einstaklings sem auka líkur á því að viðkomandi fái vinnu að loknu háskólanámi og nái árangri í því starfi sem verður fyrir valinu. Það er augljóst að háskólanemar hafa sérhæfða þekkingu sem tengist námi þeirra og háskólagráðu en ýmislegt fleira skiptir máli sem þeir geta haft áhrif á meðan á námi stendur. Það er því mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir þeim færniþáttum sem þeir búa þegar yfir, setji sér markmið varðandi nám og störf og hefjist handa við að hrinda þeim í framkvæmd. Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og því viljum við vekja athygli á sérþekkingu, starfi og þjónustu fagstéttarinnar í þágu nemenda. Náms- og starfsráðgjafar á öllum skólastigum eru sérstaklega menntaðir til að styðja við starfsþróun einstaklinga. Hún stendur ævilangt og felst m.a. í stjórna eigin námi, vinnu, tómstundum og takast á við breytingar, s.s. námslok, í þeim tilgangi að færast nær þeirri framtíð sem hann eða hún hefur ákveðið að skapa sér. Við upphaf háskólanáms er mismunandi hversu skýra framtíðarsýn nemendur hafa um áframhaldandi menntun að loknu grunnnámi eða þátttöku á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður upp á margvíslega þjónustu og fræðslu til að styðja við starfsþróun háskólanemenda og styrkja atvinnuhæfni þeirra og getu til að stjórna eigin starfsferli. Má meðal annars nefna ráðgjöf um námsval út frá áhuga og styrkleikum einstaklingsins, fræðslu um tímastjórnun og markmiðssetningu til að halda betur utan um nám, einstök verkefni og próf, leiðbeiningar um gerð ferilskrár, kynningarbréfs og ferilmöppu ásamt undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl og fræðslu um mikilvægi þess að styrkja tengslanetið og vinna markvisst að faglegu orðspori. Háskólanám er hluti af starfsferli þeirra sem það kjósa og námstími nemenda leggur grunn að því sem þeir taka sér fyrir hendur eftir útskrift. Það er því til mikils að vinna að nýta vel bæði tímann og þjónustuna sem er í boði.María Dóra Björnsdóttir deildarstjóriJónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafiNáms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Dóra Björnsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af markmiðum Háskóla Íslands er að mennta nemendur til þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Á árunum 2016 til 2018 útskrifaði skólinn á bilinu 2.800 til 3000 nemendur árlega og ráða flestir þeirra sig til starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum að námi loknu eða stofna eigin fyrirtæki. Í opinberri umræðu hefur komið fram að vinnumarkaðurinn muni taka miklum breytingum næstu árin samfara fjórðu iðnbyltingunni. Það leiðir hugann að því hvernig háskólanemendur geta annars vegar undirbúið sig sem best meðan á námi stendur til þátttöku á breyttum vinnumarkaði og hins vegar hvernig hægt er að styðja þá í því ferli. Í þessu samhengi er vert að nefna að atvinnuhæfnivísar til færni, skilnings og persónulegra eiginleika einstaklings sem auka líkur á því að viðkomandi fái vinnu að loknu háskólanámi og nái árangri í því starfi sem verður fyrir valinu. Það er augljóst að háskólanemar hafa sérhæfða þekkingu sem tengist námi þeirra og háskólagráðu en ýmislegt fleira skiptir máli sem þeir geta haft áhrif á meðan á námi stendur. Það er því mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir þeim færniþáttum sem þeir búa þegar yfir, setji sér markmið varðandi nám og störf og hefjist handa við að hrinda þeim í framkvæmd. Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og því viljum við vekja athygli á sérþekkingu, starfi og þjónustu fagstéttarinnar í þágu nemenda. Náms- og starfsráðgjafar á öllum skólastigum eru sérstaklega menntaðir til að styðja við starfsþróun einstaklinga. Hún stendur ævilangt og felst m.a. í stjórna eigin námi, vinnu, tómstundum og takast á við breytingar, s.s. námslok, í þeim tilgangi að færast nær þeirri framtíð sem hann eða hún hefur ákveðið að skapa sér. Við upphaf háskólanáms er mismunandi hversu skýra framtíðarsýn nemendur hafa um áframhaldandi menntun að loknu grunnnámi eða þátttöku á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður upp á margvíslega þjónustu og fræðslu til að styðja við starfsþróun háskólanemenda og styrkja atvinnuhæfni þeirra og getu til að stjórna eigin starfsferli. Má meðal annars nefna ráðgjöf um námsval út frá áhuga og styrkleikum einstaklingsins, fræðslu um tímastjórnun og markmiðssetningu til að halda betur utan um nám, einstök verkefni og próf, leiðbeiningar um gerð ferilskrár, kynningarbréfs og ferilmöppu ásamt undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl og fræðslu um mikilvægi þess að styrkja tengslanetið og vinna markvisst að faglegu orðspori. Háskólanám er hluti af starfsferli þeirra sem það kjósa og námstími nemenda leggur grunn að því sem þeir taka sér fyrir hendur eftir útskrift. Það er því til mikils að vinna að nýta vel bæði tímann og þjónustuna sem er í boði.María Dóra Björnsdóttir deildarstjóriJónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafiNáms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar