Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2019 09:00 Guðmundur Hörður (t.v.) og Andri Sigurðsson (t.h.) virðast vera þeir sem standa að Facebook-síðu Jæja-hópsins. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu í vikunni þar sem hann rökstuddi nauðsyn nafnleyndar. Vísir/Hjalti Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður Landverndar, er á meðal þeirra sem sjá um Facebook-síðu í nafni Jæja-hópsins sem hefur dreift pólitískum skilaboðum í skjóli nafnleysis. Hann heldur því fram að efni síðunnar sé ekki dreift undir nafnleysi en liðsmenn hópsins sem hann bendir á segjast ekki tengjast honum lengur. Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum er einnig sagður stýra síðunni. Jæja-hópurinn er einn þeirra hópa sem spratt upp vegna mótmæla á Austurvelli, meðal annars í tengslum við Panamaskjölin árið 2016. Eftir því sem Vísir kemst næst frá núverandi og fyrrverandi félögum hefur starf hópsins frá upphafi verið óformlegt og laust í reipunum. Engu að síður kom Sara Óskarsson, sem nú er varaþingmaður Pírata, framan af fram sem forsvarsmaður hópsins. Jæja-hópurinn hefur haldið úti Facebook-síðu sem hefur auglýst viðburði og dreift greinum, myndböndum og eigin myndum. Árið 2017 var Sara eini fulltrúi hópa sem þá dreifðu stjórnmálaáróðri á samfélagsmiðlum sem kom fram undir nafni. Mikið bar þá á nafnlausum samfélagsmiðlasíðum sem dreifðu áróðri, ýmist gegn vinstri eða hægri flokkum. Svo rammt kvað að slíkum áróðri að forsætisráðherra lét taka saman skýrslu um aðkomu hulduaðila að kosningaáróðri í fyrra.Engar upplýsingar um hver stendur að Facebook-síðu Jæja-hópsins eru að finna á henni.SkjáskotFærðu rök fyrir nafnleysi í yfirlýsingu Ekki er þó lengur skýrt hver stendur að Jæja-hópnum eða Facebook-síðu hans sem hefur verið virk undanfarið. Engar upplýsingar um aðstandendur er að finna á Facebook-síðunni og sá sem svaraði skilaboðum Vísis þar á mánudagskvöld vildi ekki gefa upp hverjir stæðu að síðunni. Yfirlýsing var jafnframt send út í nafni Jæja-hópsins til helstu fjölmiðla á þriðjudag þar sem færð voru rök fyrir hvers vegna félagar kysu að skrifa nafnlaust. Ísland væri lítið land og atvinnumöguleikar fólks sem opinberaði stjórnmálaskoðanir sínar gætu takmarkast.Sjá einnig:Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Sara Óskarsson sagði Vísi í fyrradag að hún hefði sagt skilið við hópinn fyrir ári og fullyrti að Andri Sigurðsson, stjórnarmaður í félagastjórn Sósíalistaflokksins, væri nú fremstur í flokki á Facebook-síðunni. Gagnrýndi hún að Jæja-hópurinn dreifði nú stjórnmálaáróðri undir nafnleysi. Andri virðist síðan frétt Vísis birtist á þriðjudag gangast við síðunni í ummælum í Facebook-umræðum. Andri hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Vísis til að ná tali af honum í síma, með smáskilaboðum eða skilaboðum á samfélagsmiðli. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista, sagði Jæja-hópinn ekki tengjast flokknum á nokkurn hátt þó að hann segðist kannast við Andra.Skoðanagrein Guðmundar Harðar var deilt á Facebook-síðu Jæja-hópsins á sunnudag.SkjáskotHafnar því að áróður og hópurinn sé nafnlaus Guðmundur Hörður, sem var formaður Landverndar til 2015, starfar sem kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands og skrifar reglulega pistla í Stundina, staðfesti við Vísi að hann væri einn nokkurra einstaklinga sem hafi stjórnendaréttindi á Facebook-síðunni og að hann hafi birt þar færslur. Hann sagðist ekki vera í Sósíalistaflokknum sjálfur og ekki telja hópinn sérstaklega tengdan þeim flokki. Félagar komi úr ýmsum áttum, Sósíalistaflokknum en einnig Pírötum og Stjórnarskrárfélaginu til dæmis. „Þetta er ekki skipulögð starfsemi. Þetta eru bara nokkrir einstaklingar sem hafa aðgang að þessari Facebook-síðu og þetta er allt mjög óformlegt og menn eru misduglegir að setja þarna inn, misáhugasamir um að vera í „fronti“ fyrir þetta,“ sagði hann. Enginn sé í forsvari og fólk detti inn og út úr hópnum. Þrátt fyrir að vísað hafi verið til nafnleyndar í yfirlýsingunni sem var send á fjölmiðla í nafni Jæja á þriðjudag og í svörum Facebook-síðunnar til Vísis neitaði Guðmundur Hörður að Facebook-síða Jæja starfi í skjóli nafnleysis. Síðan sé í nafni Jæja-hópsins. „Að tala um þetta sem nafnlaust er mjög fjarri veruleikanum,“ sagði Guðmundur Hörður sem bauð sig fram til formanns Neytendasamtakanna í fyrra en dró framboð sitt til baka. Spurður að því hver standi að Jæja-hópnum vísaði Guðmundur Hörður til þess að ýmsir hafi komið fram í tengslum við hópinn í gengum tíðina. Þeir hafi komið fram undir nafni, skipulagt mótmæli, mætt í viðtöl og hluti hópsins hafi stofnað opinbert félag með stjórn. Þar vísaði Guðmundur Hörður til félagasamtakanna Jæja Lýðræðifélags en Sara er skráð stjórnarformaður þess í fyrirtækjaskrá. Eins og áður sagði fullyrðir Sara að hún hafi sagt skilið við Jæja-hópinn í september í fyrra. Spurður að því sérstaklega neitaði Guðmundur Hörður því að Sara sé ábyrgðaraðili Facebook-síðunnar. Hann sagðist ekki vita hvort félagasamtökin tengdust Facebook-síðunni. „Þetta er svo óformlegt,“ sagði hann. Sara sagði Vísi að félagasamtökin Jæja hafi verið stofnuð árið 2016. Stofnfundur hafi verið haldinn en engin frekari starfsemi hafi átt sér stað eftir það söum áhugaleysis félaga. Hún sagðist hafa lengi verið á leiðinni að afskrá félagið en ekki látið verða af því enn. Í stofnskjölum félagsins frá maí 2016 kemur fram að auk Söru hafi Andri Sigurðsson, Sindri Viborg, sem hefur verið virkur innan Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, núverandi þingmaður Pírata, og Birgir Jóhann Birgisson, núverandi stjórnarmaður Flokks fólksins, verið skráð stjórnarmenn. Þórhildur Sunna tilkynnti formlega um úrsögn sína úr stjórninni til Ríkisskattstjóra í byrjun desember 2016. Sindri Viborg hætti í Jæja-hópnum á sama tíma og Sara í fyrra. Birgir segir Vísi að hann hafi ekki verið virkur í Jæja-hópnum um langa hríð og vísaði á Andra og Guðmund Hörð sem honum skildist að hefðu „tekið Jæja-hópinn algjörlega yfir“.Frá fundi þáverandi Jæja-liða með Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta, í apríl árið 2016. Frá vinstri: Daði Áslaugarson, Sara Óskarsson, Ólafur Ragnar, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson og Andri Sigurðsson.Jæja-hópurinnVísar á einstaklinga sem segjast ótengdir Jæja í dag Guðmundur Hörður sagðist ekki vera sá sem svaraði Vísi í gegnum Facebook-síðu Jæja á mánudag. Hann vissi hver það sé en hann vildi ekki gefa upp hver það væri. Sagði hann það „happaglappa“ hver og hvort skilaboðum væri svarað þar. Sá sem hafi svarað hafi tekið „þessa línu“ um nafnleysi. Hann neitaði ekki sérstaklega að Andri Sigurðsson væri á meðal stjórnenda síðunnar þegar blaðamaður spurði hvort fleiri en þeir tveir kæmu að henni. Daginn eftir að Vísir hafði samband við Facebook-síðu Jæja og ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að ná sambandi við Andra Sigurðsson birti hópurinn stök skilaboð blaðamanns án samhengis og sagði hann fullyrða að Jæja-hópurinn væri „tegund af spillingu“. Þeir einstaklingar sem Guðmundur Hörður vísaði beint og óbeint á sem félaga í Jæja-hópnum segjast aftur á móti hafa sagt skilið við hópinn fyrir þónokkru síðan og þeir komi ekki nálægt Facebook-síðunni nú. Fyrst þegar Guðmundur Hörður var spurður út í hver stæði að Jæja-hópnum og Facebook-síðunni sagði hann blaðamanni meðal annars að gúggla Jæja-hópinn. „Ef þú gúgglar þetta sérðu að menn hafa farið á fund forseta Íslands þannig að það er nú ekki mikið meira leyndarmál en svo,“ sagði hann. „Þá sérðu alls konar nöfn, fullt af fólki sem tengist þessu,“ sagði hann. Fundurinn með forseta Íslands á Bessastöðum sem Guðmundur Hörður vísaði til átti sér stað fyrir þremur og hálfu ári, í apríl árið 2016 þegar mótmæli gegn ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóðu sem hæst. Frétt um fundinn á Vísi frá þeim tíma fylgir mynd sem sýnir fjóra fulltrúa Jæja-hópsins. Auk Söru Óskarsson voru þau Andri Sigurðsson, Daði Áslaugarson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson viðstödd fundinn. Ekkert þeirra var nafngreint í þeirri frétt. Bæði Daði og Bjartmar segja Vísi að þeir hafi ekki verið virkir í Jæja-hópnum frá því í mótmælunum árið 2016. Þeir komi ekki nálægt Facebook-síðunni nú. Sara hefur áður sagt að hún hafi sagt skilið við hópinn fyrir rúmu ári. Engu að síður nefndi Guðmundur Hörður Bjartmar sérstaklega á nafn þegar hann var þráspurður um það fólk sem hann sagði vera á meðal þess sem hefur komið fram undir nafni í tengslum við Jæja. „Ég bara veit það ekki, ég fylgist ekki það náið með þessu að ég viti hver er aktívur,“ svaraði Guðmundur Hörður þegar hann var spurður að því hvort Bjartmar væri virkur í Jæja-hópnum.Færsla sem birtist á Facebook-síðu Jæja-hópsins en virðist hafa verið eytt. Efnislega svipuð færsla stendur enn á síðunni þar sem ekki er þó sagt beinum orðum að útrýma eigi þeim ríku.SkjáskotVildu „útrýma hinum ríku“ Færslur sem birtast í nafni Jæja-hópsins á Facebook eru ýmist frumunnar myndir með pólitískum skilaboðum og merki hópsins eða deilingar á fréttum, greinum og myndböndum. Margar færslurnar beinast að ríkisstjórninni, spillingu og kapítalisma almennt. Í nokkrum nýlegum færslum er deilt viðtölum eða skoðunum forystufólks í Sósíalistaflokknum og í verkalýðsfélaginu Eflingu. Skoðanagrein Guðmundar Harðar sem birtist á Vísi var deilt þar 13. október. Deiling Facebook-síðunnar á grein og frumunninni mynd um kvikmyndina „Jókerinn“ vakti nokkra athygli á dögunum. Í færslu 9. október þar sem grein um kvikmyndina var deilt segir Jæja-hópurinn að skilaboð hennar séu skýr: verkafólk eigi að beina reiði sinni gegn þeim ríku. Í kvikmyndinni verður aðalpersónan kveikjan að óeirðum sem leiða meðal annars til morðs á auðkýfingum. Svo virðist sem að önnur mynd sem Jæja-hópurinn deildi um „Jókerinn“ hafi verið fjarlægð. Þeirri mynd fylgdu svipuð skilaboð en á myndina var letrað „Útrýmum hinum ríku“ ásamt merki hópsins. Guðmundur Hörður sagðist ekki hafa séð færslurnar um „Jókerinn“ almennilega. Hann sé þó algerlega ósammála því að samfélagshópum sé útrýmt. Ólíkt fólk sé í Jæja-hópnum með ólíkar skoðanir. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Nafnlaus áróður skýtur aftur upp kollinum í tengslum við kjaradeilu Hulduhópur kaupir auglýsingu á Facebook þar sem gefið er í skyn í að verkalýðsleiðtogar séu strengjabrúður stofnanda Sósíalistaflokksins. 27. febrúar 2019 11:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður Landverndar, er á meðal þeirra sem sjá um Facebook-síðu í nafni Jæja-hópsins sem hefur dreift pólitískum skilaboðum í skjóli nafnleysis. Hann heldur því fram að efni síðunnar sé ekki dreift undir nafnleysi en liðsmenn hópsins sem hann bendir á segjast ekki tengjast honum lengur. Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum er einnig sagður stýra síðunni. Jæja-hópurinn er einn þeirra hópa sem spratt upp vegna mótmæla á Austurvelli, meðal annars í tengslum við Panamaskjölin árið 2016. Eftir því sem Vísir kemst næst frá núverandi og fyrrverandi félögum hefur starf hópsins frá upphafi verið óformlegt og laust í reipunum. Engu að síður kom Sara Óskarsson, sem nú er varaþingmaður Pírata, framan af fram sem forsvarsmaður hópsins. Jæja-hópurinn hefur haldið úti Facebook-síðu sem hefur auglýst viðburði og dreift greinum, myndböndum og eigin myndum. Árið 2017 var Sara eini fulltrúi hópa sem þá dreifðu stjórnmálaáróðri á samfélagsmiðlum sem kom fram undir nafni. Mikið bar þá á nafnlausum samfélagsmiðlasíðum sem dreifðu áróðri, ýmist gegn vinstri eða hægri flokkum. Svo rammt kvað að slíkum áróðri að forsætisráðherra lét taka saman skýrslu um aðkomu hulduaðila að kosningaáróðri í fyrra.Engar upplýsingar um hver stendur að Facebook-síðu Jæja-hópsins eru að finna á henni.SkjáskotFærðu rök fyrir nafnleysi í yfirlýsingu Ekki er þó lengur skýrt hver stendur að Jæja-hópnum eða Facebook-síðu hans sem hefur verið virk undanfarið. Engar upplýsingar um aðstandendur er að finna á Facebook-síðunni og sá sem svaraði skilaboðum Vísis þar á mánudagskvöld vildi ekki gefa upp hverjir stæðu að síðunni. Yfirlýsing var jafnframt send út í nafni Jæja-hópsins til helstu fjölmiðla á þriðjudag þar sem færð voru rök fyrir hvers vegna félagar kysu að skrifa nafnlaust. Ísland væri lítið land og atvinnumöguleikar fólks sem opinberaði stjórnmálaskoðanir sínar gætu takmarkast.Sjá einnig:Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Sara Óskarsson sagði Vísi í fyrradag að hún hefði sagt skilið við hópinn fyrir ári og fullyrti að Andri Sigurðsson, stjórnarmaður í félagastjórn Sósíalistaflokksins, væri nú fremstur í flokki á Facebook-síðunni. Gagnrýndi hún að Jæja-hópurinn dreifði nú stjórnmálaáróðri undir nafnleysi. Andri virðist síðan frétt Vísis birtist á þriðjudag gangast við síðunni í ummælum í Facebook-umræðum. Andri hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Vísis til að ná tali af honum í síma, með smáskilaboðum eða skilaboðum á samfélagsmiðli. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar sósíalista, sagði Jæja-hópinn ekki tengjast flokknum á nokkurn hátt þó að hann segðist kannast við Andra.Skoðanagrein Guðmundar Harðar var deilt á Facebook-síðu Jæja-hópsins á sunnudag.SkjáskotHafnar því að áróður og hópurinn sé nafnlaus Guðmundur Hörður, sem var formaður Landverndar til 2015, starfar sem kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands og skrifar reglulega pistla í Stundina, staðfesti við Vísi að hann væri einn nokkurra einstaklinga sem hafi stjórnendaréttindi á Facebook-síðunni og að hann hafi birt þar færslur. Hann sagðist ekki vera í Sósíalistaflokknum sjálfur og ekki telja hópinn sérstaklega tengdan þeim flokki. Félagar komi úr ýmsum áttum, Sósíalistaflokknum en einnig Pírötum og Stjórnarskrárfélaginu til dæmis. „Þetta er ekki skipulögð starfsemi. Þetta eru bara nokkrir einstaklingar sem hafa aðgang að þessari Facebook-síðu og þetta er allt mjög óformlegt og menn eru misduglegir að setja þarna inn, misáhugasamir um að vera í „fronti“ fyrir þetta,“ sagði hann. Enginn sé í forsvari og fólk detti inn og út úr hópnum. Þrátt fyrir að vísað hafi verið til nafnleyndar í yfirlýsingunni sem var send á fjölmiðla í nafni Jæja á þriðjudag og í svörum Facebook-síðunnar til Vísis neitaði Guðmundur Hörður að Facebook-síða Jæja starfi í skjóli nafnleysis. Síðan sé í nafni Jæja-hópsins. „Að tala um þetta sem nafnlaust er mjög fjarri veruleikanum,“ sagði Guðmundur Hörður sem bauð sig fram til formanns Neytendasamtakanna í fyrra en dró framboð sitt til baka. Spurður að því hver standi að Jæja-hópnum vísaði Guðmundur Hörður til þess að ýmsir hafi komið fram í tengslum við hópinn í gengum tíðina. Þeir hafi komið fram undir nafni, skipulagt mótmæli, mætt í viðtöl og hluti hópsins hafi stofnað opinbert félag með stjórn. Þar vísaði Guðmundur Hörður til félagasamtakanna Jæja Lýðræðifélags en Sara er skráð stjórnarformaður þess í fyrirtækjaskrá. Eins og áður sagði fullyrðir Sara að hún hafi sagt skilið við Jæja-hópinn í september í fyrra. Spurður að því sérstaklega neitaði Guðmundur Hörður því að Sara sé ábyrgðaraðili Facebook-síðunnar. Hann sagðist ekki vita hvort félagasamtökin tengdust Facebook-síðunni. „Þetta er svo óformlegt,“ sagði hann. Sara sagði Vísi að félagasamtökin Jæja hafi verið stofnuð árið 2016. Stofnfundur hafi verið haldinn en engin frekari starfsemi hafi átt sér stað eftir það söum áhugaleysis félaga. Hún sagðist hafa lengi verið á leiðinni að afskrá félagið en ekki látið verða af því enn. Í stofnskjölum félagsins frá maí 2016 kemur fram að auk Söru hafi Andri Sigurðsson, Sindri Viborg, sem hefur verið virkur innan Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, núverandi þingmaður Pírata, og Birgir Jóhann Birgisson, núverandi stjórnarmaður Flokks fólksins, verið skráð stjórnarmenn. Þórhildur Sunna tilkynnti formlega um úrsögn sína úr stjórninni til Ríkisskattstjóra í byrjun desember 2016. Sindri Viborg hætti í Jæja-hópnum á sama tíma og Sara í fyrra. Birgir segir Vísi að hann hafi ekki verið virkur í Jæja-hópnum um langa hríð og vísaði á Andra og Guðmund Hörð sem honum skildist að hefðu „tekið Jæja-hópinn algjörlega yfir“.Frá fundi þáverandi Jæja-liða með Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta, í apríl árið 2016. Frá vinstri: Daði Áslaugarson, Sara Óskarsson, Ólafur Ragnar, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson og Andri Sigurðsson.Jæja-hópurinnVísar á einstaklinga sem segjast ótengdir Jæja í dag Guðmundur Hörður sagðist ekki vera sá sem svaraði Vísi í gegnum Facebook-síðu Jæja á mánudag. Hann vissi hver það sé en hann vildi ekki gefa upp hver það væri. Sagði hann það „happaglappa“ hver og hvort skilaboðum væri svarað þar. Sá sem hafi svarað hafi tekið „þessa línu“ um nafnleysi. Hann neitaði ekki sérstaklega að Andri Sigurðsson væri á meðal stjórnenda síðunnar þegar blaðamaður spurði hvort fleiri en þeir tveir kæmu að henni. Daginn eftir að Vísir hafði samband við Facebook-síðu Jæja og ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að ná sambandi við Andra Sigurðsson birti hópurinn stök skilaboð blaðamanns án samhengis og sagði hann fullyrða að Jæja-hópurinn væri „tegund af spillingu“. Þeir einstaklingar sem Guðmundur Hörður vísaði beint og óbeint á sem félaga í Jæja-hópnum segjast aftur á móti hafa sagt skilið við hópinn fyrir þónokkru síðan og þeir komi ekki nálægt Facebook-síðunni nú. Fyrst þegar Guðmundur Hörður var spurður út í hver stæði að Jæja-hópnum og Facebook-síðunni sagði hann blaðamanni meðal annars að gúggla Jæja-hópinn. „Ef þú gúgglar þetta sérðu að menn hafa farið á fund forseta Íslands þannig að það er nú ekki mikið meira leyndarmál en svo,“ sagði hann. „Þá sérðu alls konar nöfn, fullt af fólki sem tengist þessu,“ sagði hann. Fundurinn með forseta Íslands á Bessastöðum sem Guðmundur Hörður vísaði til átti sér stað fyrir þremur og hálfu ári, í apríl árið 2016 þegar mótmæli gegn ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóðu sem hæst. Frétt um fundinn á Vísi frá þeim tíma fylgir mynd sem sýnir fjóra fulltrúa Jæja-hópsins. Auk Söru Óskarsson voru þau Andri Sigurðsson, Daði Áslaugarson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson viðstödd fundinn. Ekkert þeirra var nafngreint í þeirri frétt. Bæði Daði og Bjartmar segja Vísi að þeir hafi ekki verið virkir í Jæja-hópnum frá því í mótmælunum árið 2016. Þeir komi ekki nálægt Facebook-síðunni nú. Sara hefur áður sagt að hún hafi sagt skilið við hópinn fyrir rúmu ári. Engu að síður nefndi Guðmundur Hörður Bjartmar sérstaklega á nafn þegar hann var þráspurður um það fólk sem hann sagði vera á meðal þess sem hefur komið fram undir nafni í tengslum við Jæja. „Ég bara veit það ekki, ég fylgist ekki það náið með þessu að ég viti hver er aktívur,“ svaraði Guðmundur Hörður þegar hann var spurður að því hvort Bjartmar væri virkur í Jæja-hópnum.Færsla sem birtist á Facebook-síðu Jæja-hópsins en virðist hafa verið eytt. Efnislega svipuð færsla stendur enn á síðunni þar sem ekki er þó sagt beinum orðum að útrýma eigi þeim ríku.SkjáskotVildu „útrýma hinum ríku“ Færslur sem birtast í nafni Jæja-hópsins á Facebook eru ýmist frumunnar myndir með pólitískum skilaboðum og merki hópsins eða deilingar á fréttum, greinum og myndböndum. Margar færslurnar beinast að ríkisstjórninni, spillingu og kapítalisma almennt. Í nokkrum nýlegum færslum er deilt viðtölum eða skoðunum forystufólks í Sósíalistaflokknum og í verkalýðsfélaginu Eflingu. Skoðanagrein Guðmundar Harðar sem birtist á Vísi var deilt þar 13. október. Deiling Facebook-síðunnar á grein og frumunninni mynd um kvikmyndina „Jókerinn“ vakti nokkra athygli á dögunum. Í færslu 9. október þar sem grein um kvikmyndina var deilt segir Jæja-hópurinn að skilaboð hennar séu skýr: verkafólk eigi að beina reiði sinni gegn þeim ríku. Í kvikmyndinni verður aðalpersónan kveikjan að óeirðum sem leiða meðal annars til morðs á auðkýfingum. Svo virðist sem að önnur mynd sem Jæja-hópurinn deildi um „Jókerinn“ hafi verið fjarlægð. Þeirri mynd fylgdu svipuð skilaboð en á myndina var letrað „Útrýmum hinum ríku“ ásamt merki hópsins. Guðmundur Hörður sagðist ekki hafa séð færslurnar um „Jókerinn“ almennilega. Hann sé þó algerlega ósammála því að samfélagshópum sé útrýmt. Ólíkt fólk sé í Jæja-hópnum með ólíkar skoðanir.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Nafnlaus áróður skýtur aftur upp kollinum í tengslum við kjaradeilu Hulduhópur kaupir auglýsingu á Facebook þar sem gefið er í skyn í að verkalýðsleiðtogar séu strengjabrúður stofnanda Sósíalistaflokksins. 27. febrúar 2019 11:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31
Nafnlaus áróður skýtur aftur upp kollinum í tengslum við kjaradeilu Hulduhópur kaupir auglýsingu á Facebook þar sem gefið er í skyn í að verkalýðsleiðtogar séu strengjabrúður stofnanda Sósíalistaflokksins. 27. febrúar 2019 11:15