Hafnarfjarðarbær borgar malbikið og viðgerðir Benedikt Bóas skrifar 17. október 2019 19:30 Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðarbæjar skuldar enn Hlaðbæ Colas fyrir viðgerðir á brautinni í Krýsuvík. Fréttablaðið/Daníel Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg. Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins tók jákvætt í erindið og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir. AÍH starfrækir íþróttastarf fyrir börn og unglinga og hafa um 14 unglingar nýtt sér starfið á ári hverju. Í bréfi frá félaginu til bæjarins í mars í fyrra segir að félagið hafi verið út undan í fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi en akstursíþróttir hafa verið stundaðar á svæði félagsins frá árinu 2002. Félagið tiltekur eitt atvik til að undirstrika alvarleika ástandsins. „Síðastliðið sumar varð áhorfandi á viðburði félagsins fyrir því óhappi að hluti af malbiki brotnaði upp og fleygðist til með þeim afleiðingum að hann hafnaði í handlegg mannsins sem marðist mikið, ekki viljum við til þess hugsa hverjar afleiðingarnar hefðu verið ef malbiksbúturinn hefði hafnað í börnum sem stóðu álengdar.“ Myndir sem sýna ástandið sýna að svæðið er að drabbast niður og löngu kominn tími á allsherjar viðhald. Þá er aðstöðu áhorfenda verulega ábótavant og þær girðingar sem eru til staðar eru bæði mjög gamlar og í lélegu ásigkomulagi auk þess sem girðingar vantar á stórum hluta svæðisins. „Í raun mætti segja að þær séu stórhættulegar þar sem vírar geta rekist í áhorfendur og duga einnig mjög illa til þess að halda aftur af áhorfendum og þá sérstaklega börnum,“ segir í bréfi félagsins til bæjaryfirvalda.Athugasemd ritstjórnarÍ fyrri útgáfu fréttar kom fram að AÍH væri eina akstursíþróttafélagið á landinu sem væri með íþróttastarf fyrir börn og unglinga og var unnið upp úr tilkynningu félagsins þar sem það var fullyrt. Komið hafa fram ábendingar um að það sé ekki rétt. Svipað starf má finna í öðrum vélhjólaíþróttaklúbbum víðs vegar um landið, svo sem á Akureyri, Höfn og Selfossi. Akstursíþróttir Hafnarfjörður Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg. Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins tók jákvætt í erindið og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir. AÍH starfrækir íþróttastarf fyrir börn og unglinga og hafa um 14 unglingar nýtt sér starfið á ári hverju. Í bréfi frá félaginu til bæjarins í mars í fyrra segir að félagið hafi verið út undan í fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi en akstursíþróttir hafa verið stundaðar á svæði félagsins frá árinu 2002. Félagið tiltekur eitt atvik til að undirstrika alvarleika ástandsins. „Síðastliðið sumar varð áhorfandi á viðburði félagsins fyrir því óhappi að hluti af malbiki brotnaði upp og fleygðist til með þeim afleiðingum að hann hafnaði í handlegg mannsins sem marðist mikið, ekki viljum við til þess hugsa hverjar afleiðingarnar hefðu verið ef malbiksbúturinn hefði hafnað í börnum sem stóðu álengdar.“ Myndir sem sýna ástandið sýna að svæðið er að drabbast niður og löngu kominn tími á allsherjar viðhald. Þá er aðstöðu áhorfenda verulega ábótavant og þær girðingar sem eru til staðar eru bæði mjög gamlar og í lélegu ásigkomulagi auk þess sem girðingar vantar á stórum hluta svæðisins. „Í raun mætti segja að þær séu stórhættulegar þar sem vírar geta rekist í áhorfendur og duga einnig mjög illa til þess að halda aftur af áhorfendum og þá sérstaklega börnum,“ segir í bréfi félagsins til bæjaryfirvalda.Athugasemd ritstjórnarÍ fyrri útgáfu fréttar kom fram að AÍH væri eina akstursíþróttafélagið á landinu sem væri með íþróttastarf fyrir börn og unglinga og var unnið upp úr tilkynningu félagsins þar sem það var fullyrt. Komið hafa fram ábendingar um að það sé ekki rétt. Svipað starf má finna í öðrum vélhjólaíþróttaklúbbum víðs vegar um landið, svo sem á Akureyri, Höfn og Selfossi.
Akstursíþróttir Hafnarfjörður Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira