Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 11:01 Einn veitingastaða Domino's á Íslandi stendur við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Domino‘s Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino‘s á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, þar sem segir að sala á Íslandi á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára. Í uppgjörinu segir að reksturinn á erlendum mörkuðum hafi valdið vonbrigðum. Síðustu sex vikur hafi verið farið vandlega yfir stöðuna og framtíð rekstursins utan Bretlands. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að Domino‘s Pizza Group sé ekki „besti eigandi þessara fyrirtækja“. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að selja allan erlendan rekstur, alls á fjórum mörkuðum. Domino‘s Pizza Group rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino‘s í Bretlandi, Írlandi, Sviss, Liechtenstein, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð. Sérstaklega er minnst á íslenska rekstur Domino‘s í uppgjörinu. Þar segir að sölutekjur Domino‘s hér á landi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára, m.a. vegna fækkunar ferðamanna og almenns samdráttar á íslenskum mörkuðum. Þá sé stefnt að því að loka einum veitingastað Domino‘s Pizza Group á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Domino‘s Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu Birgis Arnar Birgissonar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino‘s á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Domino's mun rekstur veitingastaðanna hér á landi ganga áfram sinn vanagang. Engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstrinum vegna sölunnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Domino‘s Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino‘s á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, þar sem segir að sala á Íslandi á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára. Í uppgjörinu segir að reksturinn á erlendum mörkuðum hafi valdið vonbrigðum. Síðustu sex vikur hafi verið farið vandlega yfir stöðuna og framtíð rekstursins utan Bretlands. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að Domino‘s Pizza Group sé ekki „besti eigandi þessara fyrirtækja“. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að selja allan erlendan rekstur, alls á fjórum mörkuðum. Domino‘s Pizza Group rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino‘s í Bretlandi, Írlandi, Sviss, Liechtenstein, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð. Sérstaklega er minnst á íslenska rekstur Domino‘s í uppgjörinu. Þar segir að sölutekjur Domino‘s hér á landi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára, m.a. vegna fækkunar ferðamanna og almenns samdráttar á íslenskum mörkuðum. Þá sé stefnt að því að loka einum veitingastað Domino‘s Pizza Group á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Domino‘s Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu Birgis Arnar Birgissonar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino‘s á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Domino's mun rekstur veitingastaðanna hér á landi ganga áfram sinn vanagang. Engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstrinum vegna sölunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00
Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45
Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04
Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00