Sveitir Sýrlandshers fóru í gærkvöldi inn í bæinn Kobane, sem er hernaðarlega mikilvægur bær í norðausturhluta Sýrlands.
Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að.
Kúrdar, sem byggja svæðið, náðu samkomulagi við Sýrlandsforseta um aðstoð við að halda Tyrkjum frá svæðinu.
Taka bæjarins þykir einnig senda skýr skilaboð, en í Kobane komu kúrdískar hersveitir og bandarískar fyrst saman til að hefja sóknina gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS fyrir fjórum árum.
Kobane er einnig einskonar táknmynd Kúrda fyrir sjálfstæði sem nú virðist draumsýn ein, í bili að minnsta kosti.
Tyrkir hafa síðustu daga skotið á Kobane en hersveitir þeirra höfðu ekki gert tilraun til að hertaka bæinn. Sýrlenski herinn tók borgina því átakalaust.
