Höfum gjörbylt heilsu ungra barna Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 17. október 2019 09:00 Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Fréttablaðið/Anton brink Bólusetningar eru sú aðgerð sem hefur bjargað langflestum mannslífum á heimsvísu, nema ef vera skyldi að tryggja aðgang að hreinu vatni, segir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Þarna er ekki síst verið að tala um börn yngri en fimm ára. Hann segir hins vegar að bólusetningar séu fórnarlömb eigin velgengni. „Með tilkomu bóluefnanna hverfa margir af þessum sjúkdómum sem þóttu hryllilegir og voru það sannarlega. Eftir stendur þá minningin um þessa sjúkdóma sem smám saman snjóar yfir. Þá er það eina sem fólk horfir á, hvaða skaðlegu afleiðingar gæti það haft að bólusetja barnið mitt? Það gleymir sjúkdómnum og fer að hugsa um – hvað um þennan eina af 500.000 sem verður fyrir aukaverkun af bólusetningum? Það hefur síðan leitt af sér þetta vandamál sem hefur komið upp undanfarin ár og er kallað bólusetningarhik, þar sem foreldrar hika við að láta bólusetja börnin sín af ótta við aukaverkanirnar. Það er eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega. Það er ekki hægt að segja bara – hættið þessari vitleysu og látið bólusetja börnin ykkar! Það þarf að taka þetta samtal og vinna á þessu hiki,“ segir Valtýr.Ekki gott að gera að skyldu Bandaríkjamenn auk nokkurra þjóða í Suður-Evrópu hafa farið þá leið að setja skyldubólusetningar í lög, það er að börnin komast ekki í leikskóla eða skóla nema að vera bólusett samkvæmt því skema sem er í gildi í löndunum. „Það vissulega veldur því að fleiri láta bólusetja börnin sín,“ segir hann en útskýrir að þetta hafi líka þær afleiðingar að snúa þeim sem eru hikandi upp í mótstöðu gegn yfirvaldinu, þannig að þetta kalli á meiri öfgar. „Mín trú er að langbesta leiðin til þess að fá fólk til að bólusetja börnin sín er samtal og fræðsla.“ Mislingafaraldurinn sem upp hefur komið í nágrannalöndum okkar vakti fólk til umhugsunar en einnig greindust nokkur tilvik á Íslandi á þessu ári. „Stundum þarf mannskepnan einhvers konar tusku í andlitið til að núllstilla sig og hugsa með sér – staðreyndirnar eru þessar, vísindin segja að þetta sé það sem við eigum að gera fyrir börnin okkar til þess að vernda þau. Bólusetningar eru einfaldlega besta leiðin til að vernda börnin okkar gegn smitsjúkdómum,“ segir Valtýr og bætir við að að þetta hafi verið áminning um að mislingar séu alvöru sjúkdómur sem við erum að vernda börnin okkar gegn. Bóluefnin eru mismunandi. „Sum bóluefnin virka þannig að þú ert bara að bólusetja til að vernda þann sem er bólusettur. Dæmi um það er stífkrampi sem berst ekki milli manna heldur er umhverfissmit. Það er hryllilegur sjúkdómur að fá, sérstaklega fyrir ung börn,“ segir hann. „Langflestir hinna smitsjúkdómanna sem við erum að bólusetja gegn virka þannig að þú verndar þann sem er bólusettur en kemur líka í veg fyrir að sá sem er bólusettur smiti aðra. Eftir því sem fleiri láta bólusetja sig því áhrifaríkari verður þessi aðgerð. Það er misjafnt eftir sjúkdómum hvað við þurfum að bólusetja marga til að vernda alla. Í langflestum tilfellum erum við að tala um 90-95%. Það þurfa nánast allir að vera bólusettir. Mislingarnir eru gott dæmi um þetta,“ segir hann. Gott viðhorf til bólusetninga Valtýr segir að þátttaka í bólusetningum á Íslandi hafi verið góð „og viðhorf Íslendinga og þeirra sem búa á Íslandi til bólusetninga hefur verið mjög gott. Það eru nánast allir mjög jákvæðir. En það eru vissulega einstaka fjölskyldur og jafnvel hópar sem annaðhvort hika eða vilja ekki láta bólusetja börnin sín,“ segir hann en í mislingafaraldrinum kviknaði á ljósinu hjá þeim sem voru óbólusettir og margir komu og létu bólusetja barnið sitt. „Það er bara gott, við viljum að sem flestir sjái ljósið,“ segir hann en það er alltaf hægt að skipta um skoðun og koma og fá bólusetningu óháð aldri. „Það er aldrei of seint nema ef sjúkdómurinn er farinn að banka á dyrnar. Það er alltaf betra að fyrirbyggja sjúkdóminn en meðhöndla hann. Margir af þessum sjúkdómum sem við erum að bólusetja gegn eru þess eðlis að það er engin góð meðferð til eða að sjúkdómarnir eru svo alvarlegir og ágerast svo hratt að þegar fólk kemur börnunum sínum undir læknishendur er of seint að hefja meðferðina.“ Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru árin 2010 og 2013–2014 á afstöðu foreldra á Íslandi til bólusetninga barna kom í ljós að foreldrar eru mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum á fyrsta og öðru aldursári og að 96–97% foreldra ætla að láta bólusetja barn sitt samkvæmt íslensku fyrirkomulagi. Bakteríuheilahimnubólga sést varla lengur Bólusetningar hafa breytt miklu, líka á síðustu árum. „Nýlegt dæmi um þetta eru þessar meningókokkabakteríur sem við höfum verið að bólusetja gegn frá aldamótum. Síðan svokallaðir pneumókokkar, lungnabólgubakteríur sem valda líka heilahimnubólgu. Okkar ungu læknar, þeir sjá varla bakteríuheilahimnabólgu lengur eftir að við tókum upp bólusetningar gegn þessum sjúkdómum. Fyrir 20-30 árum var þetta kannski ekki daglegt brauð en kom fyrir nokkrum sinnum í mánuði,“ segir hann en fyrir nokkrum áratugum má segja að flestir hafi líklega þekkt til einhvers sem dó úr heilahimnubólgu. „Með tilkomu bólusetninganna höfum við gjörbylt heilsu ungra barna, það er óumdeilanlegt.“ Dregið úr eyrnabólgu Bólusetning með pneumókokkum virkar líka gegn eyrnabólgu. „Það hefur dregið úr greiningum á eyrnabólgu og sýklalyfjanotkun vegna eyrnabólgu,“ segir hann en þessi bólusetning bættist við 2011. „Þessar bakteríur eru ekki þær einu sem valda eyrnabólgu en oft og tíðum þær verstu. Þetta hefur bætt lífsgæði barna talsvert, sérstaklega á fyrstu tveimur æviárunum,“ segir Valtýr. Nýjungar í vændum Sum af bóluefnunum sem eru til eru ekki við lífshættulegum sjúkdómum, a.m.k. ekki í löndum með gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Fæst þeirra eru í notkun á Íslandi en það gæti breyst á næstu árum. Dæmi um það er bóluefni við rotaveiru. „Hún veldur ælu- og niðurgangspestum, sérstaklega hjá ungum börnum, og veldur oft miklum veikindum. Þetta eru löng veikindi og oftar en ekki smitast fleiri á heimilinu. Í vestrænum heimi deyja mjög fáir úr þessum sjúkdómi en hins vegar er til gott bóluefni sem myndi vernda börnin og fjölskyldurnar gegn þessum sýkingum. Þetta er eitthvað sem er mjög freistandi að bæta inn í okkar skema. Við höfum nýlokið við rannsókn á áhrifum þessarar veiru á íslensk börn og erum að vinna úr þeim gögnum og munum í kjölfarið fara í samtal við embætti sóttvarnalæknis um fýsileika þess að taka upp þetta bóluefni hér. Ég veit það er talsverður áhugi innan ákveðinna hópa á landinu að þetta verði gert,“ segir Valtýr. Hlaupabólusetning á næsta ári „Síðan er það hlaupabólusetning. Það hefur nú þegar verið tekin ákvörðun um að það bóluefni verði tekið upp á Íslandi og það á næsta ári. Nákvæm útfærsla á því liggur þó ekki enn fyrir. Það er annar sjúkdómur sem sýkir alla, það fá allir hlaupabólu en flestir sleppa sæmilega auðveldlega frá því, þannig að þeir verða ekki lífshættulega veikir. En engum líður neitt sérstaklega vel með hlaupabólu og margir verða býsna veikir og reglulega koma upp mjög alvarlegir fylgikvillar hlaupabólunnar. Þetta eru oft löng veikindi sem þýðir langar fjarvistir foreldra úr vinnu og námi, svo að ég tali ekki um ef næsta barn veikist á eftir fyrsta. Þó er það þannig að það eru einstaka börn sem veikjast alvarlega. Það væri rökrétt að þetta væri tekið næst upp inn í okkar skema.“ Gefið þunguðum konum „Ef maður horfir aðeins á framtíðina hvað varðar bóluefni sem eru í þróun en eru ekki komin í notkun má kannski nefna tvo sjúkdóma fyrst og fremst. Annar þeirra er RS-veiran sem sýkir öll börn á fyrstu tveimur æviárunum, það er nánast óhjákvæmilegt. Yngstu börnin verða veikust; flestir þeirra sem þurfa að leggjast inn á spítala eru yngri en eins árs. Því yngri sem börnin eru þegar þau veikjast því meiri hætta er þeim búin. Mörg börn eru lengi með astmaeinkenni á eftir, jafnvel í mörg ár eftir að hafa fengið RS-sýkingu,“ segir hann. Bóluefnið sem er í þróun yrði gefið þunguðum konum. „Þá yrði mamman varin gegn sýkingunni fyrstu mánuðina eftir fæðinguna en myndi líka skila mótefnum yfir fylgjuna til barnsins. Barnið yrði þá varið þessa mánuði þegar það er viðkvæmast fyrir sýkingunni. Þetta er algjör bylting fyrir okkur ef þetta kemst á markað fljótlega.“ Hitt bóluefnið er gegn bakteríu sem heitir GBS. „Þetta er baktería sem margar konur bera með sér og menn líka en vandamálið lýtur fyrst og fremst að nýfæddum börnum. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir lífshættulegum bakteríusýkingum hjá börnum á fyrstu vikum ævinnar. Það eru miklar vonir bundnar við það að ef okkur tekst að bólusetja konur á barneignaraldri eða á meðan á þungun stendur, þá gætum við losnað við þessar sýkingar. Þetta eru börn sem veikjast alvarlega á fyrstu dögunum og lenda á gjörgæsludeildum og jafnvel deyja,“ segir Valtýr. Kíghóstabólusetning á meðgöngu „Annað nýtt á þessu ári eru ráðleggingar varðandi kíghóstabólusetningar hjá þunguðum konum. Vandamálið með þessa kíghóstabólusetningu sem virkar mjög vel er að hún virkar ekkert sérstaklega lengi. Hún ver mann fyrir kíghósta í nokkur ár en svo fer hún smám saman að dvína. Þess vegna er verið að gefa aukasprautu um 14 ára aldur,“ segir hann, en nú er ráðlagt að bólusetja þungaðar konur helst á öðrum þriðjungi meðgöngunnar. Þessi aðgerð er aftur ætluð til að vernda nýfædda barnið sem er í mestri hættu að verða alvarlega veikt og jafnvel deyja af völdum kíghósta. „Að þróa bóluefni er gríðarlega flókið ferli. Frá hugmynd að því að bóluefni er tekið í almenna notkun eru oft 20-25 ár. Það þarf að fara í gegnum ótal öryggisþrep og prófanir. Meira að segja eftir að bóluefni hefur farið í gegnum allar þessar hindranir og er komið á markað og farið að nota það í milljónatali er sífellt verið að elta uppi mögulegar aukaverkanir. Það er allt saman tilkynnt og ef það kemur einhvers konar merki um óvæntar aukaverkanir er allt saman stoppað á meðan það er skoðað.“ Nýjungar eru því vissulega innleiddar en það er ekkert verið að rjúka til. „Við tökum yfirvegaðar ákvarðanir og að mörgu leyti er það lúxus að vera lítil þjóð því við getum svolítið beðið átekta á meðan stærri þjóðirnar taka upp þessi bóluefni sem eru tilbúin. Við getum horft á hvernig gengur hjá þeim og ákveðið eftir á hvort þetta henti okkur. Það er það sem við höfum verið að gera undanfarin ár.“ Inflúensan er ólíkindatól „Inflúensan er ólíkindatól. Hún kemur á hverju einasta ári hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það sem inflúensan hefur gert er að á meðan hún fer í kringum hnöttinn breytir hún sér lítillega. Þess vegna getur maður smitast af inflúensu ár eftir ár,“ segir Valtýr. Það er ekki gaman að fá inflúensu. „Þær varnir sem við höfum eru að flytja á eyðieyju einhvers staðar í hitabeltinu eða loka sig inni en ef maður ætlar að vera meðal fólks er maður í hættu á að fá inflúensu. Þá er besta vörnin að bólusetja sig. Það eru margir sem segja – ég fæ aldrei inflúensu, og svo eru aðrir sem segjast hafa fengið inflúensu af bólusetningunni. Það er ómögulegt af því að það er engin veira í bóluefninu. Það er ekki hægt að fá inflúensu af bóluefninu. Vörnin er þó ekki nema í kringum 60% þannig að það er hægt að fá inflúensu þó maður sé bólusettur en hún verður örugglega vægari og tekur styttri tíma,“ segir hann. Hverjir ættu að láta bólusetja sig? „Þeir sem ættu klárlega að láta bólusetja sig gegn inflúensu eru þeir sem eru með veiklað ónæmiskerfi eða undirliggjandi vandamál og síðan eru það þeir sem eru að hugsa um þá sem eru með veiklað ónæmiskerfi eins og starfsfólk sjúkrahúsa eða heilbrigðisstofnana auk aðstandenda. Þetta fólk, sem ætti ekki kannski, heldur án nokkurs vafa að láta bólusetja sig, gengur fyrir. Og þeir sem eiga börn með slík vandamál eiga að láta bólusetja börnin sín. Öllum sem falla ekki í þessa flokka og spyrja mig, svara ég alltaf með jái. Ég get ekki séð annað en að bólusetning sé besta leiðin til að fá ekki inflúensu.“ Viltu hjálpa Voffa? Valtýr vill að lokum minna á rannsóknina VOFFI, sem stendur fyrir veikindi og fjarvistir fjölskyldna á Íslandi. Valtýr er í forsvari fyrir rannsóknina ásamt Ásgeiri Haraldssyni, yfirlækni og prófessor í barnalækningum. VOFFI er viðamikil rannsókn á vegum Barnaspítala Hringsins á veikindum ungra barna og fjarvistum foreldra frá vinnu og námi vegna veikindanna. „Öll börn fædd eftir 1. janúar 2018 geta verið með. Fólk fær sendan spurningalista á þriggja mánaða fresti og getur þá svarað því hvað barnið var oft lasið en þetta er gert til að kortleggja hvað börn eru oft lasin. Við vitum af veikindum þegar þau koma inn á spítalann en vitum ekki hvernig þetta er heima.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á Facebook-síðu verkefnisins. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Bólusetningar eru sú aðgerð sem hefur bjargað langflestum mannslífum á heimsvísu, nema ef vera skyldi að tryggja aðgang að hreinu vatni, segir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Þarna er ekki síst verið að tala um börn yngri en fimm ára. Hann segir hins vegar að bólusetningar séu fórnarlömb eigin velgengni. „Með tilkomu bóluefnanna hverfa margir af þessum sjúkdómum sem þóttu hryllilegir og voru það sannarlega. Eftir stendur þá minningin um þessa sjúkdóma sem smám saman snjóar yfir. Þá er það eina sem fólk horfir á, hvaða skaðlegu afleiðingar gæti það haft að bólusetja barnið mitt? Það gleymir sjúkdómnum og fer að hugsa um – hvað um þennan eina af 500.000 sem verður fyrir aukaverkun af bólusetningum? Það hefur síðan leitt af sér þetta vandamál sem hefur komið upp undanfarin ár og er kallað bólusetningarhik, þar sem foreldrar hika við að láta bólusetja börnin sín af ótta við aukaverkanirnar. Það er eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega. Það er ekki hægt að segja bara – hættið þessari vitleysu og látið bólusetja börnin ykkar! Það þarf að taka þetta samtal og vinna á þessu hiki,“ segir Valtýr.Ekki gott að gera að skyldu Bandaríkjamenn auk nokkurra þjóða í Suður-Evrópu hafa farið þá leið að setja skyldubólusetningar í lög, það er að börnin komast ekki í leikskóla eða skóla nema að vera bólusett samkvæmt því skema sem er í gildi í löndunum. „Það vissulega veldur því að fleiri láta bólusetja börnin sín,“ segir hann en útskýrir að þetta hafi líka þær afleiðingar að snúa þeim sem eru hikandi upp í mótstöðu gegn yfirvaldinu, þannig að þetta kalli á meiri öfgar. „Mín trú er að langbesta leiðin til þess að fá fólk til að bólusetja börnin sín er samtal og fræðsla.“ Mislingafaraldurinn sem upp hefur komið í nágrannalöndum okkar vakti fólk til umhugsunar en einnig greindust nokkur tilvik á Íslandi á þessu ári. „Stundum þarf mannskepnan einhvers konar tusku í andlitið til að núllstilla sig og hugsa með sér – staðreyndirnar eru þessar, vísindin segja að þetta sé það sem við eigum að gera fyrir börnin okkar til þess að vernda þau. Bólusetningar eru einfaldlega besta leiðin til að vernda börnin okkar gegn smitsjúkdómum,“ segir Valtýr og bætir við að að þetta hafi verið áminning um að mislingar séu alvöru sjúkdómur sem við erum að vernda börnin okkar gegn. Bóluefnin eru mismunandi. „Sum bóluefnin virka þannig að þú ert bara að bólusetja til að vernda þann sem er bólusettur. Dæmi um það er stífkrampi sem berst ekki milli manna heldur er umhverfissmit. Það er hryllilegur sjúkdómur að fá, sérstaklega fyrir ung börn,“ segir hann. „Langflestir hinna smitsjúkdómanna sem við erum að bólusetja gegn virka þannig að þú verndar þann sem er bólusettur en kemur líka í veg fyrir að sá sem er bólusettur smiti aðra. Eftir því sem fleiri láta bólusetja sig því áhrifaríkari verður þessi aðgerð. Það er misjafnt eftir sjúkdómum hvað við þurfum að bólusetja marga til að vernda alla. Í langflestum tilfellum erum við að tala um 90-95%. Það þurfa nánast allir að vera bólusettir. Mislingarnir eru gott dæmi um þetta,“ segir hann. Gott viðhorf til bólusetninga Valtýr segir að þátttaka í bólusetningum á Íslandi hafi verið góð „og viðhorf Íslendinga og þeirra sem búa á Íslandi til bólusetninga hefur verið mjög gott. Það eru nánast allir mjög jákvæðir. En það eru vissulega einstaka fjölskyldur og jafnvel hópar sem annaðhvort hika eða vilja ekki láta bólusetja börnin sín,“ segir hann en í mislingafaraldrinum kviknaði á ljósinu hjá þeim sem voru óbólusettir og margir komu og létu bólusetja barnið sitt. „Það er bara gott, við viljum að sem flestir sjái ljósið,“ segir hann en það er alltaf hægt að skipta um skoðun og koma og fá bólusetningu óháð aldri. „Það er aldrei of seint nema ef sjúkdómurinn er farinn að banka á dyrnar. Það er alltaf betra að fyrirbyggja sjúkdóminn en meðhöndla hann. Margir af þessum sjúkdómum sem við erum að bólusetja gegn eru þess eðlis að það er engin góð meðferð til eða að sjúkdómarnir eru svo alvarlegir og ágerast svo hratt að þegar fólk kemur börnunum sínum undir læknishendur er of seint að hefja meðferðina.“ Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru árin 2010 og 2013–2014 á afstöðu foreldra á Íslandi til bólusetninga barna kom í ljós að foreldrar eru mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum á fyrsta og öðru aldursári og að 96–97% foreldra ætla að láta bólusetja barn sitt samkvæmt íslensku fyrirkomulagi. Bakteríuheilahimnubólga sést varla lengur Bólusetningar hafa breytt miklu, líka á síðustu árum. „Nýlegt dæmi um þetta eru þessar meningókokkabakteríur sem við höfum verið að bólusetja gegn frá aldamótum. Síðan svokallaðir pneumókokkar, lungnabólgubakteríur sem valda líka heilahimnubólgu. Okkar ungu læknar, þeir sjá varla bakteríuheilahimnabólgu lengur eftir að við tókum upp bólusetningar gegn þessum sjúkdómum. Fyrir 20-30 árum var þetta kannski ekki daglegt brauð en kom fyrir nokkrum sinnum í mánuði,“ segir hann en fyrir nokkrum áratugum má segja að flestir hafi líklega þekkt til einhvers sem dó úr heilahimnubólgu. „Með tilkomu bólusetninganna höfum við gjörbylt heilsu ungra barna, það er óumdeilanlegt.“ Dregið úr eyrnabólgu Bólusetning með pneumókokkum virkar líka gegn eyrnabólgu. „Það hefur dregið úr greiningum á eyrnabólgu og sýklalyfjanotkun vegna eyrnabólgu,“ segir hann en þessi bólusetning bættist við 2011. „Þessar bakteríur eru ekki þær einu sem valda eyrnabólgu en oft og tíðum þær verstu. Þetta hefur bætt lífsgæði barna talsvert, sérstaklega á fyrstu tveimur æviárunum,“ segir Valtýr. Nýjungar í vændum Sum af bóluefnunum sem eru til eru ekki við lífshættulegum sjúkdómum, a.m.k. ekki í löndum með gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Fæst þeirra eru í notkun á Íslandi en það gæti breyst á næstu árum. Dæmi um það er bóluefni við rotaveiru. „Hún veldur ælu- og niðurgangspestum, sérstaklega hjá ungum börnum, og veldur oft miklum veikindum. Þetta eru löng veikindi og oftar en ekki smitast fleiri á heimilinu. Í vestrænum heimi deyja mjög fáir úr þessum sjúkdómi en hins vegar er til gott bóluefni sem myndi vernda börnin og fjölskyldurnar gegn þessum sýkingum. Þetta er eitthvað sem er mjög freistandi að bæta inn í okkar skema. Við höfum nýlokið við rannsókn á áhrifum þessarar veiru á íslensk börn og erum að vinna úr þeim gögnum og munum í kjölfarið fara í samtal við embætti sóttvarnalæknis um fýsileika þess að taka upp þetta bóluefni hér. Ég veit það er talsverður áhugi innan ákveðinna hópa á landinu að þetta verði gert,“ segir Valtýr. Hlaupabólusetning á næsta ári „Síðan er það hlaupabólusetning. Það hefur nú þegar verið tekin ákvörðun um að það bóluefni verði tekið upp á Íslandi og það á næsta ári. Nákvæm útfærsla á því liggur þó ekki enn fyrir. Það er annar sjúkdómur sem sýkir alla, það fá allir hlaupabólu en flestir sleppa sæmilega auðveldlega frá því, þannig að þeir verða ekki lífshættulega veikir. En engum líður neitt sérstaklega vel með hlaupabólu og margir verða býsna veikir og reglulega koma upp mjög alvarlegir fylgikvillar hlaupabólunnar. Þetta eru oft löng veikindi sem þýðir langar fjarvistir foreldra úr vinnu og námi, svo að ég tali ekki um ef næsta barn veikist á eftir fyrsta. Þó er það þannig að það eru einstaka börn sem veikjast alvarlega. Það væri rökrétt að þetta væri tekið næst upp inn í okkar skema.“ Gefið þunguðum konum „Ef maður horfir aðeins á framtíðina hvað varðar bóluefni sem eru í þróun en eru ekki komin í notkun má kannski nefna tvo sjúkdóma fyrst og fremst. Annar þeirra er RS-veiran sem sýkir öll börn á fyrstu tveimur æviárunum, það er nánast óhjákvæmilegt. Yngstu börnin verða veikust; flestir þeirra sem þurfa að leggjast inn á spítala eru yngri en eins árs. Því yngri sem börnin eru þegar þau veikjast því meiri hætta er þeim búin. Mörg börn eru lengi með astmaeinkenni á eftir, jafnvel í mörg ár eftir að hafa fengið RS-sýkingu,“ segir hann. Bóluefnið sem er í þróun yrði gefið þunguðum konum. „Þá yrði mamman varin gegn sýkingunni fyrstu mánuðina eftir fæðinguna en myndi líka skila mótefnum yfir fylgjuna til barnsins. Barnið yrði þá varið þessa mánuði þegar það er viðkvæmast fyrir sýkingunni. Þetta er algjör bylting fyrir okkur ef þetta kemst á markað fljótlega.“ Hitt bóluefnið er gegn bakteríu sem heitir GBS. „Þetta er baktería sem margar konur bera með sér og menn líka en vandamálið lýtur fyrst og fremst að nýfæddum börnum. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir lífshættulegum bakteríusýkingum hjá börnum á fyrstu vikum ævinnar. Það eru miklar vonir bundnar við það að ef okkur tekst að bólusetja konur á barneignaraldri eða á meðan á þungun stendur, þá gætum við losnað við þessar sýkingar. Þetta eru börn sem veikjast alvarlega á fyrstu dögunum og lenda á gjörgæsludeildum og jafnvel deyja,“ segir Valtýr. Kíghóstabólusetning á meðgöngu „Annað nýtt á þessu ári eru ráðleggingar varðandi kíghóstabólusetningar hjá þunguðum konum. Vandamálið með þessa kíghóstabólusetningu sem virkar mjög vel er að hún virkar ekkert sérstaklega lengi. Hún ver mann fyrir kíghósta í nokkur ár en svo fer hún smám saman að dvína. Þess vegna er verið að gefa aukasprautu um 14 ára aldur,“ segir hann, en nú er ráðlagt að bólusetja þungaðar konur helst á öðrum þriðjungi meðgöngunnar. Þessi aðgerð er aftur ætluð til að vernda nýfædda barnið sem er í mestri hættu að verða alvarlega veikt og jafnvel deyja af völdum kíghósta. „Að þróa bóluefni er gríðarlega flókið ferli. Frá hugmynd að því að bóluefni er tekið í almenna notkun eru oft 20-25 ár. Það þarf að fara í gegnum ótal öryggisþrep og prófanir. Meira að segja eftir að bóluefni hefur farið í gegnum allar þessar hindranir og er komið á markað og farið að nota það í milljónatali er sífellt verið að elta uppi mögulegar aukaverkanir. Það er allt saman tilkynnt og ef það kemur einhvers konar merki um óvæntar aukaverkanir er allt saman stoppað á meðan það er skoðað.“ Nýjungar eru því vissulega innleiddar en það er ekkert verið að rjúka til. „Við tökum yfirvegaðar ákvarðanir og að mörgu leyti er það lúxus að vera lítil þjóð því við getum svolítið beðið átekta á meðan stærri þjóðirnar taka upp þessi bóluefni sem eru tilbúin. Við getum horft á hvernig gengur hjá þeim og ákveðið eftir á hvort þetta henti okkur. Það er það sem við höfum verið að gera undanfarin ár.“ Inflúensan er ólíkindatól „Inflúensan er ólíkindatól. Hún kemur á hverju einasta ári hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það sem inflúensan hefur gert er að á meðan hún fer í kringum hnöttinn breytir hún sér lítillega. Þess vegna getur maður smitast af inflúensu ár eftir ár,“ segir Valtýr. Það er ekki gaman að fá inflúensu. „Þær varnir sem við höfum eru að flytja á eyðieyju einhvers staðar í hitabeltinu eða loka sig inni en ef maður ætlar að vera meðal fólks er maður í hættu á að fá inflúensu. Þá er besta vörnin að bólusetja sig. Það eru margir sem segja – ég fæ aldrei inflúensu, og svo eru aðrir sem segjast hafa fengið inflúensu af bólusetningunni. Það er ómögulegt af því að það er engin veira í bóluefninu. Það er ekki hægt að fá inflúensu af bóluefninu. Vörnin er þó ekki nema í kringum 60% þannig að það er hægt að fá inflúensu þó maður sé bólusettur en hún verður örugglega vægari og tekur styttri tíma,“ segir hann. Hverjir ættu að láta bólusetja sig? „Þeir sem ættu klárlega að láta bólusetja sig gegn inflúensu eru þeir sem eru með veiklað ónæmiskerfi eða undirliggjandi vandamál og síðan eru það þeir sem eru að hugsa um þá sem eru með veiklað ónæmiskerfi eins og starfsfólk sjúkrahúsa eða heilbrigðisstofnana auk aðstandenda. Þetta fólk, sem ætti ekki kannski, heldur án nokkurs vafa að láta bólusetja sig, gengur fyrir. Og þeir sem eiga börn með slík vandamál eiga að láta bólusetja börnin sín. Öllum sem falla ekki í þessa flokka og spyrja mig, svara ég alltaf með jái. Ég get ekki séð annað en að bólusetning sé besta leiðin til að fá ekki inflúensu.“ Viltu hjálpa Voffa? Valtýr vill að lokum minna á rannsóknina VOFFI, sem stendur fyrir veikindi og fjarvistir fjölskyldna á Íslandi. Valtýr er í forsvari fyrir rannsóknina ásamt Ásgeiri Haraldssyni, yfirlækni og prófessor í barnalækningum. VOFFI er viðamikil rannsókn á vegum Barnaspítala Hringsins á veikindum ungra barna og fjarvistum foreldra frá vinnu og námi vegna veikindanna. „Öll börn fædd eftir 1. janúar 2018 geta verið með. Fólk fær sendan spurningalista á þriggja mánaða fresti og getur þá svarað því hvað barnið var oft lasið en þetta er gert til að kortleggja hvað börn eru oft lasin. Við vitum af veikindum þegar þau koma inn á spítalann en vitum ekki hvernig þetta er heima.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á Facebook-síðu verkefnisins.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira