Pestir og flensur Teitur Guðmundsson skrifar 17. október 2019 09:00 Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn! Hiti hækkar skyndilega og það er best að koma sér heim og upp í rúm bara, já, fá að vera í friði og liggja þetta úr sér. Algengast er að slíkt læðist aftan að manni án fyrirvara og yfirleitt þegar maður hefur akkúrat engan tíma til að vera veikur. Í umræðunni er oft talað um flensu, það er nokkurs konar samheiti almennings yfir umgangspestir sem herja á okkur frá hausti og yfir vetrartímann. Þær geta verið skæðar og lagt mann í rúmið í marga daga þess vegna, en slíkar pestir eru yfirleitt á grundvelli veirusýkinga. Þær eru algengasta form sýkla sem ráðast á mannslíkamann og við þeim eigum við litlar varnir í formi sýklalyfja. Tegundir veirusýkinga eru æði margar og einkenni keimlík; til viðbótar við það sem ég nefndi að ofan eru hósti, nefrennsli, hálsbólga og hæsi svo dæmi séu tekin. Það hefur oftast nær lítinn tilgang að reyna að átta sig á þeim frekar nema undir sérstökum kringumstæðum. Líkaminn lagar þetta af sjálfu sér og það besta er að hann man við hverja hann hefur barist áður svo við veikjumst ekki aftur af sömu veirunni. Þegar læknar tala um flensu er það stytting á orðinu „inflúensa“ sem er ákveðin tegund veirusýkingar sem kemur árlega. Yfirleitt í nýjum búningi hverju sinni svo okkur er hætt við að smitast af henni á hverju ári upp á nýtt. Munurinn á inflúensu og hefðbundnum umgangspestum er í stuttu máli að hún er öflugri ef svo mætti kalla, henni fylgir lengra veikindatímabil og einstaklingar eru einnig veikari almennt þegar þeir fá hana. Þannig má segja að það sé meiri hætta á fylgikvillum og erfiðari sýkingum eins og lungnabólgu, nýrnabilun og lifrarvanda til viðbótar við sýkinguna sjálfa. Á meðan minniháttar veirupestir eru mestmegnis á haust- og vetrarmánuðum, jafnvel fram á vorið, er inflúensan yfirleitt að koma í kringum áramót og ná hámarki í janúar, febrúar. Inflúensa hefur valdið miklum usla í gegnum tíðina og hafa heimsfaraldrar brotist út sem hafa kostað milljónir mannslífa líkt og spænska veikin árið 1918. Nokkrir stærri faraldrar hafa komið upp á seinni tímum sem þó hafa ekki verið jafn mannskæðir, t.a.m. 1957, 1978 og núna síðast árið 2009 þegar alheimsviðbragði var lýst yfir vegna nýrrar inflúensuveiru, svokallaðrar svínaflensu. Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, því er mikilvægt að verjast henni. Smitleiðir eru í gegnum dropa og snertismit og til að hindra útbreiðslu almennt er ráðlagt að hósta eða hnerra í bréfþurrkur, henda þeim í ruslið, þvo sér um hendur og ef maður er veikur að halda sig heima við. Þá er einnig skynsamlegt að láta bólusetja sig. Bóluefni er almennt ráðlagt þeim sem eru í áhættuhópum, en til þeirra má telja alla sem eru eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum, hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbældir eða á slíkri meðferð. Þess utan er talsvert bólusett á vinnustöðum og hjá almenningi til að hindra keðjuverkandi veikindi. Heilbrigðisstarfsmenn eru sérstaklega hvattir til bólusetningar. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi hingað til verið virkir og látið bólusetja sig og þannig komið í veg fyrir óþarfa veikindi. Því hvet ég þá sem hafa hug á slíku að skrá sig til bólusetningar nú í haust og minnka líkurnar á smiti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Skoðun Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn! Hiti hækkar skyndilega og það er best að koma sér heim og upp í rúm bara, já, fá að vera í friði og liggja þetta úr sér. Algengast er að slíkt læðist aftan að manni án fyrirvara og yfirleitt þegar maður hefur akkúrat engan tíma til að vera veikur. Í umræðunni er oft talað um flensu, það er nokkurs konar samheiti almennings yfir umgangspestir sem herja á okkur frá hausti og yfir vetrartímann. Þær geta verið skæðar og lagt mann í rúmið í marga daga þess vegna, en slíkar pestir eru yfirleitt á grundvelli veirusýkinga. Þær eru algengasta form sýkla sem ráðast á mannslíkamann og við þeim eigum við litlar varnir í formi sýklalyfja. Tegundir veirusýkinga eru æði margar og einkenni keimlík; til viðbótar við það sem ég nefndi að ofan eru hósti, nefrennsli, hálsbólga og hæsi svo dæmi séu tekin. Það hefur oftast nær lítinn tilgang að reyna að átta sig á þeim frekar nema undir sérstökum kringumstæðum. Líkaminn lagar þetta af sjálfu sér og það besta er að hann man við hverja hann hefur barist áður svo við veikjumst ekki aftur af sömu veirunni. Þegar læknar tala um flensu er það stytting á orðinu „inflúensa“ sem er ákveðin tegund veirusýkingar sem kemur árlega. Yfirleitt í nýjum búningi hverju sinni svo okkur er hætt við að smitast af henni á hverju ári upp á nýtt. Munurinn á inflúensu og hefðbundnum umgangspestum er í stuttu máli að hún er öflugri ef svo mætti kalla, henni fylgir lengra veikindatímabil og einstaklingar eru einnig veikari almennt þegar þeir fá hana. Þannig má segja að það sé meiri hætta á fylgikvillum og erfiðari sýkingum eins og lungnabólgu, nýrnabilun og lifrarvanda til viðbótar við sýkinguna sjálfa. Á meðan minniháttar veirupestir eru mestmegnis á haust- og vetrarmánuðum, jafnvel fram á vorið, er inflúensan yfirleitt að koma í kringum áramót og ná hámarki í janúar, febrúar. Inflúensa hefur valdið miklum usla í gegnum tíðina og hafa heimsfaraldrar brotist út sem hafa kostað milljónir mannslífa líkt og spænska veikin árið 1918. Nokkrir stærri faraldrar hafa komið upp á seinni tímum sem þó hafa ekki verið jafn mannskæðir, t.a.m. 1957, 1978 og núna síðast árið 2009 þegar alheimsviðbragði var lýst yfir vegna nýrrar inflúensuveiru, svokallaðrar svínaflensu. Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, því er mikilvægt að verjast henni. Smitleiðir eru í gegnum dropa og snertismit og til að hindra útbreiðslu almennt er ráðlagt að hósta eða hnerra í bréfþurrkur, henda þeim í ruslið, þvo sér um hendur og ef maður er veikur að halda sig heima við. Þá er einnig skynsamlegt að láta bólusetja sig. Bóluefni er almennt ráðlagt þeim sem eru í áhættuhópum, en til þeirra má telja alla sem eru eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum, hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbældir eða á slíkri meðferð. Þess utan er talsvert bólusett á vinnustöðum og hjá almenningi til að hindra keðjuverkandi veikindi. Heilbrigðisstarfsmenn eru sérstaklega hvattir til bólusetningar. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi hingað til verið virkir og látið bólusetja sig og þannig komið í veg fyrir óþarfa veikindi. Því hvet ég þá sem hafa hug á slíku að skrá sig til bólusetningar nú í haust og minnka líkurnar á smiti.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun