Segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér með Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 15:51 „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump. AP/Evan Vucci Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Forsetinn sagði einnig að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi vilja ná landi sínu til baka væri það á milli þeirra og Tyrkland. „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Innrásin væri ekki vandamál Bandaríkjanna og sagði hann að sýrlenskir Kúrdar væru engir englar. Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að yfirgefa þessa bandamenn Bandaríkjanna sem misstu á annan tug þúsunda manna gegn Íslamska ríkinu.Mike Pence, varaforseti, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, munu ferðast til Tyrklands í dag með því markmiði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um mögulegt vopnahlé. Tyrkir hófu innrás í Sýrland í síðustu viku eftir að Trump ræddi við Erdogan í síma. Í kjölfar símtalsins gaf Trump út yfirlýsingu um að bandarískir hermenn myndu fara af svæðinu og Tyrkir myndu gera innrás. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump sagði einnig að staðan í Sýrlandi núna væri glæsileg, með tilliti til hernaðarkænsku. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Með brottför bandarískra hermanna gerðu sýrlenskir Kúrdar samkomulag við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússlandi og Íran. Rússneskir hermenn hafa birt myndir og myndbönd af sér í herstöðvum sem Bandaríkjamenn hafa yfirgefið. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Forsetinn sagði einnig að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi vilja ná landi sínu til baka væri það á milli þeirra og Tyrkland. „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Innrásin væri ekki vandamál Bandaríkjanna og sagði hann að sýrlenskir Kúrdar væru engir englar. Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að yfirgefa þessa bandamenn Bandaríkjanna sem misstu á annan tug þúsunda manna gegn Íslamska ríkinu.Mike Pence, varaforseti, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, munu ferðast til Tyrklands í dag með því markmiði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um mögulegt vopnahlé. Tyrkir hófu innrás í Sýrland í síðustu viku eftir að Trump ræddi við Erdogan í síma. Í kjölfar símtalsins gaf Trump út yfirlýsingu um að bandarískir hermenn myndu fara af svæðinu og Tyrkir myndu gera innrás. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump sagði einnig að staðan í Sýrlandi núna væri glæsileg, með tilliti til hernaðarkænsku. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Með brottför bandarískra hermanna gerðu sýrlenskir Kúrdar samkomulag við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússlandi og Íran. Rússneskir hermenn hafa birt myndir og myndbönd af sér í herstöðvum sem Bandaríkjamenn hafa yfirgefið.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira