Horfði tignarlegur á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 10:45 Kim á leið upp Paektu á fáki sínum. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa klifið fjallið Paektu á hvítum hesti, og það án húfu. Fjallið er það hæsta í Norður-Kóreu, 2.750 metrar, og þykir helgur staður. Fyrsti konungur Kóreuskagans er sagður hafa fæðst á fjallinu en faðir Kim á einnig að hafa fæðst þar, undir tvöföldum regnboga. Í frétt á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að æðstu meðlimir ríkisstjórnar hans hefðu verið með honum í för. Þar segir einnig að á toppi fjallsins hafi Kim átt tilfinningaþrungna stund þar sem hann hugsaði út í erfiða baráttu hans með því markmiði að byggja öflugt ríki sem standi jafn styrkum fótum og fjallið sjálft. Þar segir einnig að Kim hafi verið einstaklega tignarlegur þegar hann horfði á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina þar sem Norður-Kórea hefur náð velmegun á eigin verðleikum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.AP/KCNAÁ meðan Kim horfði tignarlega á sjóndeildarhringinn fylltust meðlimir ríkisstjórnarinnar gleði og voru sannfærðir um að brátt myndi Norður-Kórea vinna stórmerki í þágu byltingarinnar og valda heiminum undrun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.Samkvæmt BBC segja sérfræðingar að ferðalög sem þessi marki iðulega stórar yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Síðasta lína fréttar KCNA gefur til kynna að eitthvað sé til í þeim vangaveltum.Ekkert virðist ganga í viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir einræðisríkisins. Mögulegt þykir að Kim muni tilkynna að tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar muni hefjast að nýju. Kim hefur krafist þess að losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en hann tekur skref í að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Bandaríkin vilja hins vegar ekki létta á þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en Kim grípur til aðgerða. Hvítir hestar eru ákveðið áróðurstákn Kim-fjölskyldunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa fjölmiðlar einræðisríkisins sýnt Kim, systur hans og föður á baki hvítra hesta. Rekja má táknið aftur til Kim Il Sung, afa Kim, sem var sagður hafa barist gegn Japönum á hvítum hesti.Kim á toppi Paektu.AP/KCNA Norður-Kórea Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður hafa klifið fjallið Paektu á hvítum hesti, og það án húfu. Fjallið er það hæsta í Norður-Kóreu, 2.750 metrar, og þykir helgur staður. Fyrsti konungur Kóreuskagans er sagður hafa fæðst á fjallinu en faðir Kim á einnig að hafa fæðst þar, undir tvöföldum regnboga. Í frétt á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að æðstu meðlimir ríkisstjórnar hans hefðu verið með honum í för. Þar segir einnig að á toppi fjallsins hafi Kim átt tilfinningaþrungna stund þar sem hann hugsaði út í erfiða baráttu hans með því markmiði að byggja öflugt ríki sem standi jafn styrkum fótum og fjallið sjálft. Þar segir einnig að Kim hafi verið einstaklega tignarlegur þegar hann horfði á sjóndeildarhringinn og inn í framtíðina þar sem Norður-Kórea hefur náð velmegun á eigin verðleikum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.AP/KCNAÁ meðan Kim horfði tignarlega á sjóndeildarhringinn fylltust meðlimir ríkisstjórnarinnar gleði og voru sannfærðir um að brátt myndi Norður-Kórea vinna stórmerki í þágu byltingarinnar og valda heiminum undrun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim á að hafa klifið Paektu en það gerði hann einnig árið 2017. Þá var hann klæddur lakkskóm og frakka og átti að hafa gengið upp fjallið í fylgd hermanna.Samkvæmt BBC segja sérfræðingar að ferðalög sem þessi marki iðulega stórar yfirlýsingar frá Norður-Kóreu. Síðasta lína fréttar KCNA gefur til kynna að eitthvað sé til í þeim vangaveltum.Ekkert virðist ganga í viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna varðandi kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir einræðisríkisins. Mögulegt þykir að Kim muni tilkynna að tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar muni hefjast að nýju. Kim hefur krafist þess að losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en hann tekur skref í að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Bandaríkin vilja hins vegar ekki létta á þrýstingi á Norður-Kóreu fyrr en Kim grípur til aðgerða. Hvítir hestar eru ákveðið áróðurstákn Kim-fjölskyldunnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, og hafa fjölmiðlar einræðisríkisins sýnt Kim, systur hans og föður á baki hvítra hesta. Rekja má táknið aftur til Kim Il Sung, afa Kim, sem var sagður hafa barist gegn Japönum á hvítum hesti.Kim á toppi Paektu.AP/KCNA
Norður-Kórea Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira