Allir nema einn studdu tillögu Sjálfstæðisflokksins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 22:45 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna sem var samþykkt breytt í borgarstjórn í dag. Borgarstjórn samþykkti með 22 atkvæðum í dag tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerkinga í samræmi við tækninýjungar í umferðinni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni við málsmeðferðina í borgarstjórn þótt efnislega hafi hún verið mjög fylgjandi tillögunni. Í tillögunni felst að gerð verði heildarúttekt á umferðarmerkingum með tilliti til tækninýjunga í samgöngum og sífellt fjölbreyttari samgöngumátum. „Sérstaklega verði farið yfir umferðarmerkingar á vegum, s.s. yfirborðsmerkingar gatna og akstursstefnur, merkingar á gangbrautum, hjólastígum og hringtorgum með hliðsjón af nýjungum í samgöngum s.s. rafhjólum, hlaupahjólum og sjálfakandi bifreiðum. Þá verði enn fremur horft til skilta, s.s. hraðamerkinga, gangbrautamerkinga og varúðarmerkinga,“ segir í tillögunni, sem var samþykkt að framlagðri breytingartillögu meirihlutans. Breytingartillagan laut að því að heildarúttektin færi fram samhliða endurskoðun á reglugerð um umferðarmerki á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna en hún fagnar því að málið hafi náð fram að ganga. „Það eru ekki einungis tæknilegir möguleikar á sjálfakandi ökutækjum. Slík ökutæki eru þegar til, meira að segja hér á landi og þeim fer sífellt fjölgandi. Ég þekki dæmi þess að menn láti ökutækin keyra frá Reykjavík og alla leið í Reykjanesbæ án þess að snerta stýrið en einmitt þess vegna er nauðsynlegt að bregðast við,“ sagði Marta í ræðu um málið á fundi borgarstjórnar í dag. „Spurningin er ekki sú hvenær slík ökutæki aka um götur borgarinnar, heldur miklu frekar sú hvenær okkur, mennskum persónum, verður jafnvel bannað að aka ökutækjum, og þvælast þannig fyrir með alla okkar mannlegu þætti, sem leiða oft á tíðum til mannlegra mistaka,“ sagði Marta. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti með 22 atkvæðum í dag tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðarmerkinga í samræmi við tækninýjungar í umferðinni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni við málsmeðferðina í borgarstjórn þótt efnislega hafi hún verið mjög fylgjandi tillögunni. Í tillögunni felst að gerð verði heildarúttekt á umferðarmerkingum með tilliti til tækninýjunga í samgöngum og sífellt fjölbreyttari samgöngumátum. „Sérstaklega verði farið yfir umferðarmerkingar á vegum, s.s. yfirborðsmerkingar gatna og akstursstefnur, merkingar á gangbrautum, hjólastígum og hringtorgum með hliðsjón af nýjungum í samgöngum s.s. rafhjólum, hlaupahjólum og sjálfakandi bifreiðum. Þá verði enn fremur horft til skilta, s.s. hraðamerkinga, gangbrautamerkinga og varúðarmerkinga,“ segir í tillögunni, sem var samþykkt að framlagðri breytingartillögu meirihlutans. Breytingartillagan laut að því að heildarúttektin færi fram samhliða endurskoðun á reglugerð um umferðarmerki á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar upp tillöguna en hún fagnar því að málið hafi náð fram að ganga. „Það eru ekki einungis tæknilegir möguleikar á sjálfakandi ökutækjum. Slík ökutæki eru þegar til, meira að segja hér á landi og þeim fer sífellt fjölgandi. Ég þekki dæmi þess að menn láti ökutækin keyra frá Reykjavík og alla leið í Reykjanesbæ án þess að snerta stýrið en einmitt þess vegna er nauðsynlegt að bregðast við,“ sagði Marta í ræðu um málið á fundi borgarstjórnar í dag. „Spurningin er ekki sú hvenær slík ökutæki aka um götur borgarinnar, heldur miklu frekar sú hvenær okkur, mennskum persónum, verður jafnvel bannað að aka ökutækjum, og þvælast þannig fyrir með alla okkar mannlegu þætti, sem leiða oft á tíðum til mannlegra mistaka,“ sagði Marta.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira