Hætta að selja Tyrkjum vopn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. október 2019 19:15 Tyrkneski herinn nærri Manbij í dag. AP/Ugur Can Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Innrásin hefur vakið litla hrifningu á meðal samherja Tyrkja innan bandalagsins og hafa Bandaríkin til að mynda lagt nýjar viðskiptaþvinganir á Tyrki, eftir að hafa hörfað frá Sýrlandi og þannig rýmt fyrir árásinni. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar meðal annars hafa lýst því yfir að ríkin muni ekki selja Tyrkjum vopn. Utanríkismálaráðherra Ítalíu sagði svo á ítalska þinginu í dag að í kjölfar ákvörðunar Evrópusambandsins um að takmarka vopnasölu til Tyrklands sé verðið að endurskoða vopnasölusamninga Ítala við Tyrki. „Af því við viljum grípa til aðgerða strax, og vopnasölubann á vegum Evrópusambandsins myndi taka marga mánuði. Markmiðið er að sýna að Ítalía bíður ekki, hikar ekki og lítur ekki undan. Ítalía hundsar ekki mannfall almennra borgara,“ sagði Luigi di Maio ráðherra.Bitist um Manbij Eftir gerð samkomulags við hersveitir Kúrda er sýrlenski stjórnarherinn nú kominn til Manbij til að verjast innrásinni. Rússar, helstu bandamenn stjórnarliða, segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og stjórnarhersins en ljóst er að Tyrkir hafa augastað á bænum. „Ef guð lofar munum við brátt taka svæðið allt frá Manbij og að landamærum okkar við Írak. Þannig munum við veita fyrst milljón og síðan tveimur milljónum sýrlenskra flóttamanna tækifæri á því að snúa aftur heim ef þeir vilja,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í dag. Átök Kúrda og Tyrkja Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Innrásin hefur vakið litla hrifningu á meðal samherja Tyrkja innan bandalagsins og hafa Bandaríkin til að mynda lagt nýjar viðskiptaþvinganir á Tyrki, eftir að hafa hörfað frá Sýrlandi og þannig rýmt fyrir árásinni. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar meðal annars hafa lýst því yfir að ríkin muni ekki selja Tyrkjum vopn. Utanríkismálaráðherra Ítalíu sagði svo á ítalska þinginu í dag að í kjölfar ákvörðunar Evrópusambandsins um að takmarka vopnasölu til Tyrklands sé verðið að endurskoða vopnasölusamninga Ítala við Tyrki. „Af því við viljum grípa til aðgerða strax, og vopnasölubann á vegum Evrópusambandsins myndi taka marga mánuði. Markmiðið er að sýna að Ítalía bíður ekki, hikar ekki og lítur ekki undan. Ítalía hundsar ekki mannfall almennra borgara,“ sagði Luigi di Maio ráðherra.Bitist um Manbij Eftir gerð samkomulags við hersveitir Kúrda er sýrlenski stjórnarherinn nú kominn til Manbij til að verjast innrásinni. Rússar, helstu bandamenn stjórnarliða, segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og stjórnarhersins en ljóst er að Tyrkir hafa augastað á bænum. „Ef guð lofar munum við brátt taka svæðið allt frá Manbij og að landamærum okkar við Írak. Þannig munum við veita fyrst milljón og síðan tveimur milljónum sýrlenskra flóttamanna tækifæri á því að snúa aftur heim ef þeir vilja,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í dag.
Átök Kúrda og Tyrkja Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira