Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 17:00 Borgarstjórn samþykkti í dag samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú rétt í þessu samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Samkomulagið var samþykkt með tólf atkvæðum meirihluta gegn ellefu atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta. Umræða um samkomulagið stóð yfir í um þrjár klukkustundir áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Fulltrúum meirihlutans var tíðrætt um mikilvægi samkomulagsins í þágu bættra almenningssamgangna og ekki síst mikilvægi þess til að reyna hafa áhrif á breyttar ferðavenjur. Með samkomulaginu sé að mati meirihlutans stigið stórt grænt skref í átt að því að draga úr kolefnislosun og svifryksmengun sem bílaumferð hafi í för með sér. Viðurkenndu fulltrúar meirihlutans þó að samkomulagið hefði að þeirra mati mátt vera grænna. Borgarfulltrúi Vinstri grænna beindi spjótum sínum að fulltrúum minnihlutans og sakaði þá um algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Það liggi fyrir að mengun af bílaumferð sé allt of mikil og afleiðingarnar séu alvarlegar ef ekkert verður að gert. „Þið ætlið bara að drepa Reykvíkinga,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og beindi orðum sínum til borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans sem kvöddu sér hljóðs í umræðum um málið sögðust flestir sammála því að mikilvægt væri að bæta almenningssamgöngur. Aftur á móti snéri gagnrýni þeirra einna helst að fjármögnuninni og þeim atriðum sem ekki hafa verið útfærð, til að mynda hvað varðar fyrirhuguð veggjöld. Þá lýstu borgarfulltrúar minnihluta áhyggjum af því að ekki væri gert ráð fyrir Sundabraut í samkomulaginu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Pawels Bartoszeks, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, um hver ætti að standa straum af kostnaði við framúrkeyrslu við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru samkvæmt samkomulaginu. Það sé regla frekar en undantekning að samgönguframkvæmdir standist kostnaðaráætlun. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30 Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú rétt í þessu samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Samkomulagið var samþykkt með tólf atkvæðum meirihluta gegn ellefu atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta. Umræða um samkomulagið stóð yfir í um þrjár klukkustundir áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Fulltrúum meirihlutans var tíðrætt um mikilvægi samkomulagsins í þágu bættra almenningssamgangna og ekki síst mikilvægi þess til að reyna hafa áhrif á breyttar ferðavenjur. Með samkomulaginu sé að mati meirihlutans stigið stórt grænt skref í átt að því að draga úr kolefnislosun og svifryksmengun sem bílaumferð hafi í för með sér. Viðurkenndu fulltrúar meirihlutans þó að samkomulagið hefði að þeirra mati mátt vera grænna. Borgarfulltrúi Vinstri grænna beindi spjótum sínum að fulltrúum minnihlutans og sakaði þá um algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Það liggi fyrir að mengun af bílaumferð sé allt of mikil og afleiðingarnar séu alvarlegar ef ekkert verður að gert. „Þið ætlið bara að drepa Reykvíkinga,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og beindi orðum sínum til borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans sem kvöddu sér hljóðs í umræðum um málið sögðust flestir sammála því að mikilvægt væri að bæta almenningssamgöngur. Aftur á móti snéri gagnrýni þeirra einna helst að fjármögnuninni og þeim atriðum sem ekki hafa verið útfærð, til að mynda hvað varðar fyrirhuguð veggjöld. Þá lýstu borgarfulltrúar minnihluta áhyggjum af því að ekki væri gert ráð fyrir Sundabraut í samkomulaginu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Pawels Bartoszeks, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, um hver ætti að standa straum af kostnaði við framúrkeyrslu við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru samkvæmt samkomulaginu. Það sé regla frekar en undantekning að samgönguframkvæmdir standist kostnaðaráætlun.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30 Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30
Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48