Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Anton Ingi Leifsson skrifar 15. október 2019 21:15 Arnór Freyr varði 11 skot í marki Aftureldingar. vísir/bára ÍBV og Afturelding voru hnífjöfn í deildinni fyrir leik kvöldsins. Bæði lið höfðu unnið fjóra leiki og tapað einum. Leikurinn fór jafn af stað. Eyjamenn skoruðu fyrsta mark leiksins, Afturelding það næsta og svo koll af kolli. Þannig gekk þetta fyrstu 20 mínútur leiksins en þá settu heimamenn í fluggír og skutu sér í 15-10 á 5 mínútum. Gestirnir klikkuðu á þremur vítaskotum og töpuðu ótal boltum og var það einungis fyrir klaufaskap að ÍBV náðu ekki að bæta en frekar í markafjölda sinn. Þegar skammt var eftir af fyrri 30 vöknuðu gestirnir við en náðu þó ekki að minnka muninn nema um stakt mark áður en hálfleiksbjallan fór af stað. Síðari hálfleikurinn fór svipað af stað eins og sá fyrri þar sem ÍBV náði að halda rauðklæddum Mosfellingum í hæfilegri fjarlægð, hvort sem það voru tvö, þrjú eða fjögur mörk. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum kollvarpaðist leikurinn þegar Afturelding setti í lás og gerði Eyjamönnum afskaplega erfitt fyrir að skapa sér opin marktækifæri. Nokkurra marka sveifla átti sér stað á 5 mínútna kafla og fór leikurinn úr stöðunni 20-16, ÍBV í hag, í stöðuna 21-21. Þá tók við naglbítur þar sem heimamenn skoruðu, gestirnir jöfnuðu, heimamenn skoruðu og gestirnir jöfnuðu áður en hvorugu liðinu virtist ætla að koma boltanum í marki. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, brenndi af víti sem átti eftir að reynast dýrkeypt því þegar mínúta var eftir skoruðu Afturelding en þar var að verki Guðmundur Árni Ólafsson en það mark reyndist það síðasta í leiknum. Lokastaðan eftir 60 mínútur því 23-24, Mosfellingum í vil. Af hverju vann Afturelding?Leikmenn gestanna héldu haus þó hlutirnir væru ekki að ganga, skelltu svo í lás um miðjan síðari hálfleik og tóku á rás. Góð markvarsla og varnarleikur síðasta fjórðunginn skiluðu þeim eins marks sigri í hörkuleik tveggja sterkra liða. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Kristján Örn Kristjánsson manna öflugastur. Skoraði fimm mörk í fyrri hálfleiknum og þrjú í þeim síðari. Hjá gestunum skoraði Guðmundur Árni Ólafsson sex mörk og Arnór Freyr Stefánsson varði 11 skot í markinu. Hvað gekk illa?Eins illa og gestunum gekk sóknarlega í seinni part fyrri hálfleiks þá gekk ekkert upp í sóknarleik ÍBV í þeim síðari. Úr varð jafn leikur sem tók lokasveifluna Aftureldingarmeginn. Einnig verður að minnast á dómara leiksins en margir dómar þóttu undarlegir og fengu hvítklæddir ekki marga dóma sér í hag í síðari hálfleiknum, eins og leikmenn ÍBV sem og stúkan minntu þá á eftir leik. Mögulega hefur það orðið til þess að hausinn fer og allt fer úr böndunum í leik liðsins. Hvað gerist næst?Nú tekur við smá pása en næstu leikir liðanna eru 30. Og 31. október. ÍBV heimsækir þá Hauka á Ásvöllum og Afturelding leikur við Selfyssinga heima.Kristinn var ekki sáttur að leik loknumvísir/báraKristinn Guðmundsson: Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið ,,Þetta er drullufúlt og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapið í kvöld. ,,Við erum ekki að gera nógu vel sóknarlega síðasta korterið og lendum í vandræðum. Við erum bara drullufúlir.” Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn yfir leikinn og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forustu. Hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum? ,,Ég veit það ekki. Ég á eftir að skoða það. Erfitt að hoppa í það strax eftir leik og sérstaklega ef maður er í svona vondu skapi en við erum að gera okkur erfitt fyrir og okkur er gert þetta ógeðslega erfitt fyrir líka.” Dómarar leiksins fengu að heyra það frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum ÍBV og Kristinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. ,,Sko, ég er kennari. Ég legg ákveðin verkefni fyrir börnin mín og vonast eftir ákveðnum frammistöðum og eitthvað slíkt. Í sambandi við þessa tvo þá vonast ég ekki eftir neinu. Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið, sérstaklega annar dómarinn í þessu pari, slakasta parið sem dæmir í þessari deild. Alveg sama hvern þú tekur. Ég get bara ekki gert meiri kröfur á þá en það sem þeir buðu upp á í dag.” ,,Sóknarleikurinn (spurður hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum). Við urðum of staðir í ákveðnum taktíkum og við þurfum að einbeita okkur að því að laga það. Það er mikilvægt fyrir okkur að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur. Við erum að tapa fyrir hörkuliði Aftureldingar. Við unnum þá mjög dramatískt í fyrra þar sem þeir voru brjálaðir eftir leik svo þetta er svolítið sagan þegar þessi lið mætast.” ,,Við eigum hörkuleik eftir pásu svo við höfum tíma núna til að einbeita okkur að því að þróa okkar leik en meira og skapa okkur okkar eigin lukku. Við höfum svolítið verið að henda því frá okkur í síðustu tveimur leikjum og við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í því,” sagði Kristinn að lokum.Einar Andri var eðlilega sáttur í leikslokvísir/báraEinar Andri Einarsson: Við spiluðum í takt við trommurnar Einar Andri, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður með sigurinn. ,,Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt. Við vorum í basli frá miðjum fyrri hálfleik og fram í rúmlega miðjan seinni hálfleik. Síðan eigum við frábærar lokamínútur í leiknum eins og í nokkrum öðrum leikjum í vetur. Mér fannst við sýna gríðarlegan karakter og viljastyrk til að ná í sigur hérna í frábærri umgjörð og gjeggaðari stemningu.” Gestirnir fóru fjórum mörkum undir inn í hálfleik en Einar hafði fulla trú á sínum mönnum að snúa við taflinu. ,,Jájá, við bentum þeim á að við vorum búnir að fara með 3 víti og 8 tapaða bolta. Við vorum að flýta okkur alltof mikið í sókninni og vorum að droppa til baka. Við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur síðustu 15 mínúturnar í fyrri. Við spiluðum í takt við trommurnar eins og við ætluðum ekki að gera. Létum stemninguna hafa áhrif á okkur en gerðum það sem betur fer ekki í seinni hálfleiknum.” Vörn liðsins tók við sér í síðari hálfleiknum, ásamt markvörslu, sem skóp þennan sigur. ,,Arnór, [Freyr Stefánsson, markvörður] sem átti ekki sinn besta hálfleik í fyrri hálfleik, var frábær og við náðum að þétta okkur. Við náðum að ganga aðeins betur út í Donna [Kristján Örn Kristjánsson], sem hafði skorað fimm mörk í fyrri hálfleik. Vörnin var frammúrskarandi og markvarslan í seinni hálfleik þó sóknin hefði getað verið betri,” sagði Einar að lokum. Olís-deild karla
ÍBV og Afturelding voru hnífjöfn í deildinni fyrir leik kvöldsins. Bæði lið höfðu unnið fjóra leiki og tapað einum. Leikurinn fór jafn af stað. Eyjamenn skoruðu fyrsta mark leiksins, Afturelding það næsta og svo koll af kolli. Þannig gekk þetta fyrstu 20 mínútur leiksins en þá settu heimamenn í fluggír og skutu sér í 15-10 á 5 mínútum. Gestirnir klikkuðu á þremur vítaskotum og töpuðu ótal boltum og var það einungis fyrir klaufaskap að ÍBV náðu ekki að bæta en frekar í markafjölda sinn. Þegar skammt var eftir af fyrri 30 vöknuðu gestirnir við en náðu þó ekki að minnka muninn nema um stakt mark áður en hálfleiksbjallan fór af stað. Síðari hálfleikurinn fór svipað af stað eins og sá fyrri þar sem ÍBV náði að halda rauðklæddum Mosfellingum í hæfilegri fjarlægð, hvort sem það voru tvö, þrjú eða fjögur mörk. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum kollvarpaðist leikurinn þegar Afturelding setti í lás og gerði Eyjamönnum afskaplega erfitt fyrir að skapa sér opin marktækifæri. Nokkurra marka sveifla átti sér stað á 5 mínútna kafla og fór leikurinn úr stöðunni 20-16, ÍBV í hag, í stöðuna 21-21. Þá tók við naglbítur þar sem heimamenn skoruðu, gestirnir jöfnuðu, heimamenn skoruðu og gestirnir jöfnuðu áður en hvorugu liðinu virtist ætla að koma boltanum í marki. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, brenndi af víti sem átti eftir að reynast dýrkeypt því þegar mínúta var eftir skoruðu Afturelding en þar var að verki Guðmundur Árni Ólafsson en það mark reyndist það síðasta í leiknum. Lokastaðan eftir 60 mínútur því 23-24, Mosfellingum í vil. Af hverju vann Afturelding?Leikmenn gestanna héldu haus þó hlutirnir væru ekki að ganga, skelltu svo í lás um miðjan síðari hálfleik og tóku á rás. Góð markvarsla og varnarleikur síðasta fjórðunginn skiluðu þeim eins marks sigri í hörkuleik tveggja sterkra liða. Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum var Kristján Örn Kristjánsson manna öflugastur. Skoraði fimm mörk í fyrri hálfleiknum og þrjú í þeim síðari. Hjá gestunum skoraði Guðmundur Árni Ólafsson sex mörk og Arnór Freyr Stefánsson varði 11 skot í markinu. Hvað gekk illa?Eins illa og gestunum gekk sóknarlega í seinni part fyrri hálfleiks þá gekk ekkert upp í sóknarleik ÍBV í þeim síðari. Úr varð jafn leikur sem tók lokasveifluna Aftureldingarmeginn. Einnig verður að minnast á dómara leiksins en margir dómar þóttu undarlegir og fengu hvítklæddir ekki marga dóma sér í hag í síðari hálfleiknum, eins og leikmenn ÍBV sem og stúkan minntu þá á eftir leik. Mögulega hefur það orðið til þess að hausinn fer og allt fer úr böndunum í leik liðsins. Hvað gerist næst?Nú tekur við smá pása en næstu leikir liðanna eru 30. Og 31. október. ÍBV heimsækir þá Hauka á Ásvöllum og Afturelding leikur við Selfyssinga heima.Kristinn var ekki sáttur að leik loknumvísir/báraKristinn Guðmundsson: Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið ,,Þetta er drullufúlt og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapið í kvöld. ,,Við erum ekki að gera nógu vel sóknarlega síðasta korterið og lendum í vandræðum. Við erum bara drullufúlir.” Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn yfir leikinn og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forustu. Hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum? ,,Ég veit það ekki. Ég á eftir að skoða það. Erfitt að hoppa í það strax eftir leik og sérstaklega ef maður er í svona vondu skapi en við erum að gera okkur erfitt fyrir og okkur er gert þetta ógeðslega erfitt fyrir líka.” Dómarar leiksins fengu að heyra það frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum ÍBV og Kristinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. ,,Sko, ég er kennari. Ég legg ákveðin verkefni fyrir börnin mín og vonast eftir ákveðnum frammistöðum og eitthvað slíkt. Í sambandi við þessa tvo þá vonast ég ekki eftir neinu. Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið, sérstaklega annar dómarinn í þessu pari, slakasta parið sem dæmir í þessari deild. Alveg sama hvern þú tekur. Ég get bara ekki gert meiri kröfur á þá en það sem þeir buðu upp á í dag.” ,,Sóknarleikurinn (spurður hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum). Við urðum of staðir í ákveðnum taktíkum og við þurfum að einbeita okkur að því að laga það. Það er mikilvægt fyrir okkur að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur. Við erum að tapa fyrir hörkuliði Aftureldingar. Við unnum þá mjög dramatískt í fyrra þar sem þeir voru brjálaðir eftir leik svo þetta er svolítið sagan þegar þessi lið mætast.” ,,Við eigum hörkuleik eftir pásu svo við höfum tíma núna til að einbeita okkur að því að þróa okkar leik en meira og skapa okkur okkar eigin lukku. Við höfum svolítið verið að henda því frá okkur í síðustu tveimur leikjum og við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í því,” sagði Kristinn að lokum.Einar Andri var eðlilega sáttur í leikslokvísir/báraEinar Andri Einarsson: Við spiluðum í takt við trommurnar Einar Andri, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður með sigurinn. ,,Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt. Við vorum í basli frá miðjum fyrri hálfleik og fram í rúmlega miðjan seinni hálfleik. Síðan eigum við frábærar lokamínútur í leiknum eins og í nokkrum öðrum leikjum í vetur. Mér fannst við sýna gríðarlegan karakter og viljastyrk til að ná í sigur hérna í frábærri umgjörð og gjeggaðari stemningu.” Gestirnir fóru fjórum mörkum undir inn í hálfleik en Einar hafði fulla trú á sínum mönnum að snúa við taflinu. ,,Jájá, við bentum þeim á að við vorum búnir að fara með 3 víti og 8 tapaða bolta. Við vorum að flýta okkur alltof mikið í sókninni og vorum að droppa til baka. Við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur síðustu 15 mínúturnar í fyrri. Við spiluðum í takt við trommurnar eins og við ætluðum ekki að gera. Létum stemninguna hafa áhrif á okkur en gerðum það sem betur fer ekki í seinni hálfleiknum.” Vörn liðsins tók við sér í síðari hálfleiknum, ásamt markvörslu, sem skóp þennan sigur. ,,Arnór, [Freyr Stefánsson, markvörður] sem átti ekki sinn besta hálfleik í fyrri hálfleik, var frábær og við náðum að þétta okkur. Við náðum að ganga aðeins betur út í Donna [Kristján Örn Kristjánsson], sem hafði skorað fimm mörk í fyrri hálfleik. Vörnin var frammúrskarandi og markvarslan í seinni hálfleik þó sóknin hefði getað verið betri,” sagði Einar að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti