Fótbolti

Ronaldo skoraði 700. markið á ferlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. VÍSIR/GETTY
Cristiano Ronaldo skoraði 700. mark sitt á ferlinum er Portúgal tapaði 2-1 fyrir Úkraínu í undankeppni EM 2020.

Ronaldo skoraði mark Portúgala úr vítaspyrnu en þetta var hans 700. mark í 973 leikjum. Hann hefur skorað eitt mark eða meira í 458 leikjum.

Þetta var hans 95. mark fyrir Portúgal og er hann einungis fjórtán mörkum á eftir Írananum, Alie Daei, sem er markahæsti landsliðsmaðurinn með 109 mörk.







700 mörk Ronaldo duga honum ekki í efsta sætið yfir mörk en efstur er Tékkinn Josef Bican með 805 mörk. Næstur kemur Romaria með 772 mörk.

Í þriðja sætinu er Pele með 767 mörk, fjórða sætinu Ungverjinn Ferenc Puskas með 746 mörk og Gerd Mullen er í fimmta sætinu.

Ronaldo skoraði 450 mörk fyrir Real, 118 fyrir Mancester United, 95 fyrir Portúgal, 32 fyrir Juventus og fimm mörk fyrir Sporting.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×