Einn miða til Kulnunar, nei takk Friðrik Agni Árnason skrifar 15. október 2019 09:00 Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? Mín svör: Nei, er bara að reyna að gera það sem ég hef gaman af. Hvað er slökunardagur? Ég er ekki að gera neitt mikið, það bara virðist vera þannig og margir eru að gera miklu meira en ég. Ég heiti Friðrik Agni og ég er með kvíðaröskun og mikla fullkomnunaráráttu. Ef ég er ekki að gera þúsund hluti í einu þá er ég ekki nóg. Samkvæmt hverjum? MÉR. Ég er mjög opinskár með kvíðann, þunglyndið sem getur fylgt honum og fullkomnunaráráttuna. Þetta er allt saman hluti af mér og stundum get ég litið á það sem styrk en það koma tímar þar sem þessir kvillar ná að draga mann niður. Ég starfa sem verkefnastjóri í fullu starfi, ég kenni fasta danstíma í World Class og í Kramhúsinu, ég rek danssamfélagið Dans og Kúltúr ásamt vinkonu minni, ég er fararstjóri, ég skrifa, ég tek að mér hópefli og veislustjórn, ég kem fram á viðburðum og skipulegg þá. Ég á eiginmann og fjölskyldu sem ég vil sinna og vera í sambandi við. Ég á einnig vini og tengslanet sem ég vil halda virku. Rétt eins og flestir geri ég ráð fyrir. Í grunninn elska ég allt það sem ég geri. Það koma samt tímar þar sem ég missi áhugann, efast um sjálfan mig og nýt þess ekki lengur. Það er þegar það er sjúklega mikið að gera á öllum köntum og allir litlu hlutirnir á skipulagslistanum verða risastórir, ég ýti þeim þá frá mér og þeir verða ennþá stærri. Ég finn fyrir áhugaleysi eða orkuleysi öllu heldur. Ég get ekki gert þetta. Þetta mun misheppnast því ég hef ekki tíma til að gera þetta FULLKOMLEGA. Fólkið mun HATA mig. Ég kann ekki að gera þetta. Hvernig á ég að gera þetta. Efasemdir ofan á efasemdir. ÉG GET EKKI MEIRA. Þið takið eftir hugsunarmynstrinu sem ég lýsi og einhverjir lesendur kannast kannski við það? Þetta er í raun eins og svona neikvæður hugsunarpyttur sem grefur sig dýpra og dýpra. Þarna falla rosa stórir dómar á mig sjálfan og að gera hlutina fullkomlega því annars muni fólk hata mig. Hugsa sér hvað maður getur verið ljótur við sjálfan sig. Þegar komið er út í þennan hugsunargang veit ég að ég er kominn að vegg og yfir í einskonar eirðarleysi gagnvart lífinu. Þetta hefur komið fyrir nokkru sinnum á minni lífsleið og ég veit að ég er ekki einn. Mikil umræða hefur verið um Kulnun í samfélaginu á undanförnum árum og æ algengara að fólk sé að viðurkenna að einkenni kulnunar eigi við sig og leita sér því hjálpar. Sem betur fer hefur þessi umræða opnast. Ég er mjög var um þegar ég stefni í þessa átt núna í dag og þegar ég horfi á skipulagslistann minn átta ég mig á að ég er einfaldlega stundum að gera of mikið. Hvað gerist ef ég hugsanlega bara sleppi þessu? Eða bið um hjálp og segi nei við þessari beiðni? Mun ferillinn minn enda? Augljóslega ekki. En það er samt sem áður hræðslan sem grípur um mig og kannski aðra sem hafa verið í svipuðum sporum. Ég hugsa að það sé mjög stimplað inn í okkur Íslendinga að vera duglegir og þrautseigir. Allavega mín tilfinning. Það er erfitt að viðurkenna vanmátt sinn og játa sig sigraðan. Að játa að maður er ekki fullkominn. Mörk hvers og eins eru líka mismunandi eftir persónueiginleikum. Það sem gefur einum aukna orku sýgur orkuna úr öðrum. Þess vegna er líka svo hættulegt að bera sig saman við aðra. Ég þekki einkennin hjá mér og skrifa þess vegna þennan pistil sem viðvörun og áminningu til annarra en ekki síður til mín. Ef þú kannast við hugsunarpyttinn að ofan eða ert staddur/stödd í honum núna þá mæli ég með að taka eitt verkefnið af listanum. Minnkaðu við þig. Fáðu hjálp eða segðu einhverjum frá hvernig þér líður. Stundum er nóg að taka nokkra hluti af listanum í eina tvær vikur, safna orku og koma svo efldur til baka. En það getur líka verið að það sé þörf á að hreinlega minnka við sig almennt til lengri tíma og spyrja sig: Ætla ég alltaf að vera svona upptekinn og á mörkum þess að vera að brenna út? Höldum áfram að tala um Kulnun og kvíða og einkennin. Höldum áfram að skrifa um jákvæðni og að gefa hvort öðru ráð um hvernig við getum unnið á streitu því allt það gerir okkur meira meðvituð. Viðvörunarbjöllurnar fara þá vonandi fyrr af stað fyrr og við getum beygt út af veginum sem virðist vera að taka okkur beinustu leið til Kulnunar. Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? Mín svör: Nei, er bara að reyna að gera það sem ég hef gaman af. Hvað er slökunardagur? Ég er ekki að gera neitt mikið, það bara virðist vera þannig og margir eru að gera miklu meira en ég. Ég heiti Friðrik Agni og ég er með kvíðaröskun og mikla fullkomnunaráráttu. Ef ég er ekki að gera þúsund hluti í einu þá er ég ekki nóg. Samkvæmt hverjum? MÉR. Ég er mjög opinskár með kvíðann, þunglyndið sem getur fylgt honum og fullkomnunaráráttuna. Þetta er allt saman hluti af mér og stundum get ég litið á það sem styrk en það koma tímar þar sem þessir kvillar ná að draga mann niður. Ég starfa sem verkefnastjóri í fullu starfi, ég kenni fasta danstíma í World Class og í Kramhúsinu, ég rek danssamfélagið Dans og Kúltúr ásamt vinkonu minni, ég er fararstjóri, ég skrifa, ég tek að mér hópefli og veislustjórn, ég kem fram á viðburðum og skipulegg þá. Ég á eiginmann og fjölskyldu sem ég vil sinna og vera í sambandi við. Ég á einnig vini og tengslanet sem ég vil halda virku. Rétt eins og flestir geri ég ráð fyrir. Í grunninn elska ég allt það sem ég geri. Það koma samt tímar þar sem ég missi áhugann, efast um sjálfan mig og nýt þess ekki lengur. Það er þegar það er sjúklega mikið að gera á öllum köntum og allir litlu hlutirnir á skipulagslistanum verða risastórir, ég ýti þeim þá frá mér og þeir verða ennþá stærri. Ég finn fyrir áhugaleysi eða orkuleysi öllu heldur. Ég get ekki gert þetta. Þetta mun misheppnast því ég hef ekki tíma til að gera þetta FULLKOMLEGA. Fólkið mun HATA mig. Ég kann ekki að gera þetta. Hvernig á ég að gera þetta. Efasemdir ofan á efasemdir. ÉG GET EKKI MEIRA. Þið takið eftir hugsunarmynstrinu sem ég lýsi og einhverjir lesendur kannast kannski við það? Þetta er í raun eins og svona neikvæður hugsunarpyttur sem grefur sig dýpra og dýpra. Þarna falla rosa stórir dómar á mig sjálfan og að gera hlutina fullkomlega því annars muni fólk hata mig. Hugsa sér hvað maður getur verið ljótur við sjálfan sig. Þegar komið er út í þennan hugsunargang veit ég að ég er kominn að vegg og yfir í einskonar eirðarleysi gagnvart lífinu. Þetta hefur komið fyrir nokkru sinnum á minni lífsleið og ég veit að ég er ekki einn. Mikil umræða hefur verið um Kulnun í samfélaginu á undanförnum árum og æ algengara að fólk sé að viðurkenna að einkenni kulnunar eigi við sig og leita sér því hjálpar. Sem betur fer hefur þessi umræða opnast. Ég er mjög var um þegar ég stefni í þessa átt núna í dag og þegar ég horfi á skipulagslistann minn átta ég mig á að ég er einfaldlega stundum að gera of mikið. Hvað gerist ef ég hugsanlega bara sleppi þessu? Eða bið um hjálp og segi nei við þessari beiðni? Mun ferillinn minn enda? Augljóslega ekki. En það er samt sem áður hræðslan sem grípur um mig og kannski aðra sem hafa verið í svipuðum sporum. Ég hugsa að það sé mjög stimplað inn í okkur Íslendinga að vera duglegir og þrautseigir. Allavega mín tilfinning. Það er erfitt að viðurkenna vanmátt sinn og játa sig sigraðan. Að játa að maður er ekki fullkominn. Mörk hvers og eins eru líka mismunandi eftir persónueiginleikum. Það sem gefur einum aukna orku sýgur orkuna úr öðrum. Þess vegna er líka svo hættulegt að bera sig saman við aðra. Ég þekki einkennin hjá mér og skrifa þess vegna þennan pistil sem viðvörun og áminningu til annarra en ekki síður til mín. Ef þú kannast við hugsunarpyttinn að ofan eða ert staddur/stödd í honum núna þá mæli ég með að taka eitt verkefnið af listanum. Minnkaðu við þig. Fáðu hjálp eða segðu einhverjum frá hvernig þér líður. Stundum er nóg að taka nokkra hluti af listanum í eina tvær vikur, safna orku og koma svo efldur til baka. En það getur líka verið að það sé þörf á að hreinlega minnka við sig almennt til lengri tíma og spyrja sig: Ætla ég alltaf að vera svona upptekinn og á mörkum þess að vera að brenna út? Höldum áfram að tala um Kulnun og kvíða og einkennin. Höldum áfram að skrifa um jákvæðni og að gefa hvort öðru ráð um hvernig við getum unnið á streitu því allt það gerir okkur meira meðvituð. Viðvörunarbjöllurnar fara þá vonandi fyrr af stað fyrr og við getum beygt út af veginum sem virðist vera að taka okkur beinustu leið til Kulnunar. Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun