Út yfir gröf og dauða Haukur Örn Birgisson skrifar 15. október 2019 07:00 Frá vöggu til grafar gjöldum við ríkinu það sem ríkinu ber. Allt frá fyrstu bleyjukaupum foreldra okkar til síðustu ráðstafana barna okkar vegna andlátsins – skal greiddur skattur af því. Skatturinn fer aldrei í frí. Erfðafjárskattur er með ógeðfelldari tekjuöflunartækjum ríkissjóðs en með honum þurfa erfingjar okkar, sem í langflestum tilvikum eru börn og eftirlifandi makar, að greiða skatt af því sem við eftirlátum þeim á dánarbeðinum. Tíu prósent eigna okkar, hvorki meira né minna. Þeir, sem auðnast að skilja eftir einhverjar veraldlegar eigur fyrir afkomendur sína, hafa auðvitað margsinnis á lífsleiðinni greitt skatta af þessum sömu eigum. Það er ekki nóg, að mati ríkisins. „Við skulum klípa 10% í viðbót af líkinu,“ segir í lögunum – ef ég leyfi mér að umorða lagatextann örlítið. Nú stendur loksins til að færa skattprósentuna suður á bóginn, í þrepum þó. Það kemur ekki á óvart að hinir skattsjúku skuli leggjast gegn lækkuninni. Þeir segja engin rök hafa verið færð fram fyrir henni, án þess að hafa sjálfir reynt að réttlæta þennan ömurlega skatt til að byrja með. Lækkunin mun „kosta“ ríkissjóð tvo milljarða á ári, segja þeir. Þetta er mjög undarleg nálgun en á sama tíma klassísk. Það er engu líkara en að laun vinnandi fólks tilheyri fyrst ríkinu og síðan þeim sem strita fyrir þeim. Að stjórnmálamennirnir hafi það hlutverk að útdeila laununum til fólksins, eftir að ríkið hefur tekið sitt. Ef einhverjum dettur í hug að lækka skatta þá líta hinir svo á að ríkið sé að gefa eftir sína fjármuni! Þessu er vitaskuld þveröfugt farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Frá vöggu til grafar gjöldum við ríkinu það sem ríkinu ber. Allt frá fyrstu bleyjukaupum foreldra okkar til síðustu ráðstafana barna okkar vegna andlátsins – skal greiddur skattur af því. Skatturinn fer aldrei í frí. Erfðafjárskattur er með ógeðfelldari tekjuöflunartækjum ríkissjóðs en með honum þurfa erfingjar okkar, sem í langflestum tilvikum eru börn og eftirlifandi makar, að greiða skatt af því sem við eftirlátum þeim á dánarbeðinum. Tíu prósent eigna okkar, hvorki meira né minna. Þeir, sem auðnast að skilja eftir einhverjar veraldlegar eigur fyrir afkomendur sína, hafa auðvitað margsinnis á lífsleiðinni greitt skatta af þessum sömu eigum. Það er ekki nóg, að mati ríkisins. „Við skulum klípa 10% í viðbót af líkinu,“ segir í lögunum – ef ég leyfi mér að umorða lagatextann örlítið. Nú stendur loksins til að færa skattprósentuna suður á bóginn, í þrepum þó. Það kemur ekki á óvart að hinir skattsjúku skuli leggjast gegn lækkuninni. Þeir segja engin rök hafa verið færð fram fyrir henni, án þess að hafa sjálfir reynt að réttlæta þennan ömurlega skatt til að byrja með. Lækkunin mun „kosta“ ríkissjóð tvo milljarða á ári, segja þeir. Þetta er mjög undarleg nálgun en á sama tíma klassísk. Það er engu líkara en að laun vinnandi fólks tilheyri fyrst ríkinu og síðan þeim sem strita fyrir þeim. Að stjórnmálamennirnir hafi það hlutverk að útdeila laununum til fólksins, eftir að ríkið hefur tekið sitt. Ef einhverjum dettur í hug að lækka skatta þá líta hinir svo á að ríkið sé að gefa eftir sína fjármuni! Þessu er vitaskuld þveröfugt farið.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun