Gylfi: Eina sem maður getur gert er að hlæja að þessu Anton Ingi Leifsson skrifar 14. október 2019 21:17 Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands, sagði að leikurinn í kvöld hafi verið svipaður og íslenska landsliðið hafi búið sig undir. „Þetta var nákvæmlega eins og við vorum búnir að sjá leikinn fyrir okkur. Það er erfitt að halda haus og vera jákvæður þegar leikurinn leysist upp í þetta,“ sagði Gylfi við Henry Birgi Gunnarsson. Leikmenn Andorra virtust ná að komast inn í hausinn á Gylfa og miðjumaðurinn játaði því. „Það var frekar erfitt að halda haus en eina sem maður getur gert er að hlæja að þessu. Ég held að ég hafi gert það í síðari hálfleik.“ Gylfa var ekki ætlað að skora í leiknum. Vítaspyrna hans var varinn og aukaspyrna hans í uppbótartíma fór í stöngina. „Vítið var lélegt og aukaspyrnan var smá óheppni. Þetta er búið að vera erfitt í riðlinum að skora. Þetta er ekki að falla fyrir mig eins og er.“ Gylfi segir að það hafi ekki komið til greina að láta Kolbein Sigþórsson taka vítaspyrnuna og komast þar með upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen yfir flest mörk fyrir landsliðið. „Nei. Ég held að hann hefði tekið vítið ef hann hefði væri númer eitt en hann spurði mig ekkert út í þetta,“ sagði Gylfi sem var reyndar ekki með á hreinu að Kolbeinn hafi jafnað markamet Eiðs Smára í kvöld. Á sama tíma gerðu Frakkland og Tyrkland jafntefli í París sem gerir það að verkum að möguleikar Íslands að komast beint á EM eru nánast úr sögunni. „Gríðarleg vonbrigði að fá þessi tíðindi um þessi úrslit í Frakklandi en svona er þetta. Þetta er erfiður riðill og við héldum fyrir riðilinn að Frakkarnir myndu stinga af. Tyrkir ná fjórum dýrmætum stigum gegn þeim. Gríðarlega svekkjandi að þegar leikurinn lýkur hér að þetta séu tíðindin.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands, sagði að leikurinn í kvöld hafi verið svipaður og íslenska landsliðið hafi búið sig undir. „Þetta var nákvæmlega eins og við vorum búnir að sjá leikinn fyrir okkur. Það er erfitt að halda haus og vera jákvæður þegar leikurinn leysist upp í þetta,“ sagði Gylfi við Henry Birgi Gunnarsson. Leikmenn Andorra virtust ná að komast inn í hausinn á Gylfa og miðjumaðurinn játaði því. „Það var frekar erfitt að halda haus en eina sem maður getur gert er að hlæja að þessu. Ég held að ég hafi gert það í síðari hálfleik.“ Gylfa var ekki ætlað að skora í leiknum. Vítaspyrna hans var varinn og aukaspyrna hans í uppbótartíma fór í stöngina. „Vítið var lélegt og aukaspyrnan var smá óheppni. Þetta er búið að vera erfitt í riðlinum að skora. Þetta er ekki að falla fyrir mig eins og er.“ Gylfi segir að það hafi ekki komið til greina að láta Kolbein Sigþórsson taka vítaspyrnuna og komast þar með upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen yfir flest mörk fyrir landsliðið. „Nei. Ég held að hann hefði tekið vítið ef hann hefði væri númer eitt en hann spurði mig ekkert út í þetta,“ sagði Gylfi sem var reyndar ekki með á hreinu að Kolbeinn hafi jafnað markamet Eiðs Smára í kvöld. Á sama tíma gerðu Frakkland og Tyrkland jafntefli í París sem gerir það að verkum að möguleikar Íslands að komast beint á EM eru nánast úr sögunni. „Gríðarleg vonbrigði að fá þessi tíðindi um þessi úrslit í Frakklandi en svona er þetta. Þetta er erfiður riðill og við héldum fyrir riðilinn að Frakkarnir myndu stinga af. Tyrkir ná fjórum dýrmætum stigum gegn þeim. Gríðarlega svekkjandi að þegar leikurinn lýkur hér að þetta séu tíðindin.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Sjá meira
Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02
Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42
Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01